Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar 22. mars 2025 07:01 Krabbameinsgreining felur í miklar breytingar fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans og fæstir vita hvernig á að snúa sér í þessum nýja raunveruleika. Hins vegar eru þúsundir annarra sem hafa gengið þennan veg áður og hafa deilt sinni reynslu. Þjónusta Krabbameinsfélagsins byggir meðal annars á þeirri reynslu sem faglegir ráðgjafar félagsins hafa fengið innsýn í, í gegnum viðtöl og samtöl við þessa einstaklinga. Það er óþarfi fyrir hvern og einn sem greinist með krabbamein að ætla sér að „finna upp hjólið“ þegar kemur að því að takast á við þetta stóra verkefni. Það er hægt að leita í reynslubanka þeirra sem á undan hafa komið og nýta þá þjónustu sem Krabbameinsfélagið hefur byggt upp. Krabbameinsfélagið býður upp á fræðslu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur. Starfsfólk félagsins er til staðar þegar á þarf að halda. Markmiðið er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi við breyttar aðstæður í lífinu, veita stuðning og nauðsynlegar upplýsingar. Hjá félaginu fá þeir sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur ráðgjöf og fræðslu, upplýsingar um félagsleg réttindi og þá þjónustu sem í boði er. Þjónustuna veita hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar. Boðið er upp á einstaklings- og fjölskylduviðtöl ásamt námskeið sem miða að því að aðstoða fólk við að takast á við algengustu aukaverkanir og fylgikvilla krabbameinsgreiningar og meðferðar. Þjónustan stendur öllum sem hafa orðið fyrir áhrifum krabbameins til boða, fólki að kostnaðarlausu. Hvetjum karla til að nýta þjónustu Krabbameinsfélagsins Á Íslandi greinast um 2.000 manns á ári með krabbamein og er skiptingin nokkurn veginn jöfn eftir kynjum. Þegar hópurinn sem sækir þjónustu Krabbameinsfélagsins er skoðaður kemur í ljós að karlar eru aðeins um 32% þeirra sem nýta sér þjónustu félagsins. Gæti verið að karlar hafi einfaldlega ekki þörf fyrir sálfélagslegan stuðning? Samkvæmt niðurstöðu Áttavitans, rannsóknar Krabbameinsfélagsins á upplifun fólks af því að greinast með krabbamein, kemur í ljós að svipað hlutfall karla og kvenna upplifa áhyggjur við greiningu (27% karla en 30% kvenna). Þrátt fyrir að hlutfallslega fleiri konur virðast upplifa kvíða, óöryggi og hræðslu en karlar er það samt svo að 19% karla upplifa kvíða, 11% óöryggi og 7% hræðslu. Það er því töluverður fjöldi karla sem er að upplifa vanlíðan eftir greiningu krabbameins en þeir virðast ekki vera eins líklegir til þess að leita sér stuðnings. Samkvæmt Áttavitanum sögðust 67% karla ekki hafa fundið þörf á stuðningi í ferlinu. Engu að síður töldu 33% karla sig þurfa á stuðningi að halda. Þegar sá hópur er skoðaður kemur í ljós að aðeins 47% þeirra fékk þann stuðning sem þeir þurftu. 30% karlanna sem töldu sig þurfa stuðning óskuðu ekki eftir honum í ferlinu og 7% þeirra sem þurftu á stuðningi að halda sögðust ekki hafa fengið þann stuðning sem þeir þurftu. Það er því ljóst að töluverður fjöldi karla fer í gegn um krabbameinsgreiningu og meðferð án þess að leita eftir stuðningi, þrátt fyrir að finnast þeir þurfa á því að halda. Svipað hlutfall karla og kvenna sögðust deila öllum eða flestum tilfinningalegum áhyggjum sínum með maka sínum en tæplega helmingur (46%) karla á móti fjórðungi (27%) kvenna sagðist deila fáu, næstum engu eða engu með öðrum en maka. Það er frábært að geta leitað til maka eftir stuðningi en makinn er líka að takast á við breyttar aðstæður og þá erfiðleika sem þeim fylgja og er nú þegar undir miklu álagi. Því getur verið gott að geta einnig leitað annað eftir stuðningi. Oft eru hlutir sem við viljum ekki endilega deila með maka, við viljum ekki auka áhyggjur eða „draga makann niður með okkur“. Því getur verið gott að ræða við einhvern í trúnaði, einhvern sem þekkir okkur ekki persónulega og er ekki tengdur okkur tilfinningalega. Þegar við leitum stuðnings hjá þriðja aðila getur það létt á álaginu inni á heimilinu vegna veikindanna. Með því að leita stuðnings út fyrir heimilið er hægt að nýta betur tímann heima fyrir, með maka, fjölskyldu og vinum í eitthvað ánægjulegra á þessum erfiðu tímum. Þunglyndi og kvíði eru þekkt vandamál meðal krabbameinsgreindra Mikil og langvarandi streita getur leitt til þunglyndis og kvíða og er krabbameinsgreining einn mesti streituvaldur sem fólk upplifir á lífsleiðinni. Það kemur því ekki á óvart að þetta séu algengustu geðrænu vandamálin sem krabbameinsgreindir greina frá. Greiningin er alltaf áfall en 20% - 40% finna fyrir verulegri vanlíðan í ferlinu og má ætla að 25% - 30% þjáist af geðrænum vandamálum sem hægt er að tengja beint til krabbameinsins. Þetta getur þróast út í viðvarandi vandamál fái fólk ekki viðeigandi aðstoð. Þegar erlendar rannsóknir eru skoðaðar kemur í ljós að krabbameinsgreindir eru í meiri hættu á að þróa með sér þunglyndi heldur en almenningur, sérstaklega á fyrsta ári eftir greiningu. Samkvæmt niðurstöðum þýskrar rannsóknar upplifði einn af hverjum 4 (24%) krabbameinsgreindra þunglyndi, sem bendir til þess að krabbameinsgreindir séu 5 sinnum líklegri til þess að upplifa þunglyndi heldur en aðrir. Ef rannsóknir á körlum eru skoðaðar sérstaklega sjáum við að um 60% karla með blöðruhálskirtilskrabbamein finna fyrir einhverskonar tilfinningalegu uppnámi og 10%-40% ná viðmiðum fyrir klínísku þunglyndi eða kvíða innan við 10 árum eftir krabbameinsgreiningu. Rannsókn á 37.388 körlum sem fengu andhormónameðferð leiddi í ljós að 1 af hverjum 10 hafði fengið þunglyndis- eða kvíðagreiningu, sem þeir höfðu ekki fyrir þessa meðferð. 48% þessara karla fékk enga meðhöndlun á þessum vanda, sem rímar ágætlega við niðurstöður Áttavitans um að karlar sæki sér ekki endilega stuðning þrátt fyrir að hafa þörf á honum en einnig gæti ástæðan verið sú að þessir einstaklingar séu ekki gripnir nægilega vel af heilbrigðiskerfinu. Það virðist vera svo að undir 10% krabbameinsgreindra fái greiningu og meðhöndlun á andlegri vanlíðan þegar litið er til erlendra rannsókna. Við höfum ekki sambærilegar tölur frá Íslandi en ætla má að staðan sé svipuð hérlendis. Inngrip sem ætlað er að draga úr þunglyndi og/eða kvíða hafa spáð fyrir um betri líðan, aukin lífsgæði og lengri líftíma krabbameinssjúklinga. Ávinningurinn á því að leita sér faglegrar aðstoðar er því töluverður, bæði fyrir þann sem greinist sem og aðstandendur. Af þessum ástæðum vill Krabbameinsfélagið hvetja karla til að leita sér aðstoðar ef þeir upplifa vanlíðan af völdum krabbameinsgreiningar, hvort sem þeir eru sjálfir greindir eða eiga einhvern nákominn sem hefur greinst. Höfundur er sálfræðingur og teymisstjóri ráðgjafar og stuðnings hjá Krabbameinsfélaginu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Krabbameinsgreining felur í miklar breytingar fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans og fæstir vita hvernig á að snúa sér í þessum nýja raunveruleika. Hins vegar eru þúsundir annarra sem hafa gengið þennan veg áður og hafa deilt sinni reynslu. Þjónusta Krabbameinsfélagsins byggir meðal annars á þeirri reynslu sem faglegir ráðgjafar félagsins hafa fengið innsýn í, í gegnum viðtöl og samtöl við þessa einstaklinga. Það er óþarfi fyrir hvern og einn sem greinist með krabbamein að ætla sér að „finna upp hjólið“ þegar kemur að því að takast á við þetta stóra verkefni. Það er hægt að leita í reynslubanka þeirra sem á undan hafa komið og nýta þá þjónustu sem Krabbameinsfélagið hefur byggt upp. Krabbameinsfélagið býður upp á fræðslu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur. Starfsfólk félagsins er til staðar þegar á þarf að halda. Markmiðið er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi við breyttar aðstæður í lífinu, veita stuðning og nauðsynlegar upplýsingar. Hjá félaginu fá þeir sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur ráðgjöf og fræðslu, upplýsingar um félagsleg réttindi og þá þjónustu sem í boði er. Þjónustuna veita hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar. Boðið er upp á einstaklings- og fjölskylduviðtöl ásamt námskeið sem miða að því að aðstoða fólk við að takast á við algengustu aukaverkanir og fylgikvilla krabbameinsgreiningar og meðferðar. Þjónustan stendur öllum sem hafa orðið fyrir áhrifum krabbameins til boða, fólki að kostnaðarlausu. Hvetjum karla til að nýta þjónustu Krabbameinsfélagsins Á Íslandi greinast um 2.000 manns á ári með krabbamein og er skiptingin nokkurn veginn jöfn eftir kynjum. Þegar hópurinn sem sækir þjónustu Krabbameinsfélagsins er skoðaður kemur í ljós að karlar eru aðeins um 32% þeirra sem nýta sér þjónustu félagsins. Gæti verið að karlar hafi einfaldlega ekki þörf fyrir sálfélagslegan stuðning? Samkvæmt niðurstöðu Áttavitans, rannsóknar Krabbameinsfélagsins á upplifun fólks af því að greinast með krabbamein, kemur í ljós að svipað hlutfall karla og kvenna upplifa áhyggjur við greiningu (27% karla en 30% kvenna). Þrátt fyrir að hlutfallslega fleiri konur virðast upplifa kvíða, óöryggi og hræðslu en karlar er það samt svo að 19% karla upplifa kvíða, 11% óöryggi og 7% hræðslu. Það er því töluverður fjöldi karla sem er að upplifa vanlíðan eftir greiningu krabbameins en þeir virðast ekki vera eins líklegir til þess að leita sér stuðnings. Samkvæmt Áttavitanum sögðust 67% karla ekki hafa fundið þörf á stuðningi í ferlinu. Engu að síður töldu 33% karla sig þurfa á stuðningi að halda. Þegar sá hópur er skoðaður kemur í ljós að aðeins 47% þeirra fékk þann stuðning sem þeir þurftu. 30% karlanna sem töldu sig þurfa stuðning óskuðu ekki eftir honum í ferlinu og 7% þeirra sem þurftu á stuðningi að halda sögðust ekki hafa fengið þann stuðning sem þeir þurftu. Það er því ljóst að töluverður fjöldi karla fer í gegn um krabbameinsgreiningu og meðferð án þess að leita eftir stuðningi, þrátt fyrir að finnast þeir þurfa á því að halda. Svipað hlutfall karla og kvenna sögðust deila öllum eða flestum tilfinningalegum áhyggjum sínum með maka sínum en tæplega helmingur (46%) karla á móti fjórðungi (27%) kvenna sagðist deila fáu, næstum engu eða engu með öðrum en maka. Það er frábært að geta leitað til maka eftir stuðningi en makinn er líka að takast á við breyttar aðstæður og þá erfiðleika sem þeim fylgja og er nú þegar undir miklu álagi. Því getur verið gott að geta einnig leitað annað eftir stuðningi. Oft eru hlutir sem við viljum ekki endilega deila með maka, við viljum ekki auka áhyggjur eða „draga makann niður með okkur“. Því getur verið gott að ræða við einhvern í trúnaði, einhvern sem þekkir okkur ekki persónulega og er ekki tengdur okkur tilfinningalega. Þegar við leitum stuðnings hjá þriðja aðila getur það létt á álaginu inni á heimilinu vegna veikindanna. Með því að leita stuðnings út fyrir heimilið er hægt að nýta betur tímann heima fyrir, með maka, fjölskyldu og vinum í eitthvað ánægjulegra á þessum erfiðu tímum. Þunglyndi og kvíði eru þekkt vandamál meðal krabbameinsgreindra Mikil og langvarandi streita getur leitt til þunglyndis og kvíða og er krabbameinsgreining einn mesti streituvaldur sem fólk upplifir á lífsleiðinni. Það kemur því ekki á óvart að þetta séu algengustu geðrænu vandamálin sem krabbameinsgreindir greina frá. Greiningin er alltaf áfall en 20% - 40% finna fyrir verulegri vanlíðan í ferlinu og má ætla að 25% - 30% þjáist af geðrænum vandamálum sem hægt er að tengja beint til krabbameinsins. Þetta getur þróast út í viðvarandi vandamál fái fólk ekki viðeigandi aðstoð. Þegar erlendar rannsóknir eru skoðaðar kemur í ljós að krabbameinsgreindir eru í meiri hættu á að þróa með sér þunglyndi heldur en almenningur, sérstaklega á fyrsta ári eftir greiningu. Samkvæmt niðurstöðum þýskrar rannsóknar upplifði einn af hverjum 4 (24%) krabbameinsgreindra þunglyndi, sem bendir til þess að krabbameinsgreindir séu 5 sinnum líklegri til þess að upplifa þunglyndi heldur en aðrir. Ef rannsóknir á körlum eru skoðaðar sérstaklega sjáum við að um 60% karla með blöðruhálskirtilskrabbamein finna fyrir einhverskonar tilfinningalegu uppnámi og 10%-40% ná viðmiðum fyrir klínísku þunglyndi eða kvíða innan við 10 árum eftir krabbameinsgreiningu. Rannsókn á 37.388 körlum sem fengu andhormónameðferð leiddi í ljós að 1 af hverjum 10 hafði fengið þunglyndis- eða kvíðagreiningu, sem þeir höfðu ekki fyrir þessa meðferð. 48% þessara karla fékk enga meðhöndlun á þessum vanda, sem rímar ágætlega við niðurstöður Áttavitans um að karlar sæki sér ekki endilega stuðning þrátt fyrir að hafa þörf á honum en einnig gæti ástæðan verið sú að þessir einstaklingar séu ekki gripnir nægilega vel af heilbrigðiskerfinu. Það virðist vera svo að undir 10% krabbameinsgreindra fái greiningu og meðhöndlun á andlegri vanlíðan þegar litið er til erlendra rannsókna. Við höfum ekki sambærilegar tölur frá Íslandi en ætla má að staðan sé svipuð hérlendis. Inngrip sem ætlað er að draga úr þunglyndi og/eða kvíða hafa spáð fyrir um betri líðan, aukin lífsgæði og lengri líftíma krabbameinssjúklinga. Ávinningurinn á því að leita sér faglegrar aðstoðar er því töluverður, bæði fyrir þann sem greinist sem og aðstandendur. Af þessum ástæðum vill Krabbameinsfélagið hvetja karla til að leita sér aðstoðar ef þeir upplifa vanlíðan af völdum krabbameinsgreiningar, hvort sem þeir eru sjálfir greindir eða eiga einhvern nákominn sem hefur greinst. Höfundur er sálfræðingur og teymisstjóri ráðgjafar og stuðnings hjá Krabbameinsfélaginu
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun