Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar 20. mars 2025 16:00 Í dag er Alþjóðlegi hamingjudagurinn en hann er haldinn hátíðlegur þann 20. mars ár hvert. Þessi dagur minnir okkur á mikilvægi þess að staldra við og íhuga hvað hamingja raunverulega er. Samkvæmt jákvæðri sálfræði er hamingja ekki bara gleðistundir eða vellíðan, heldur dýpri tilfinning um tilgang, tengsl og innri frið. Hún er ástand sem mótast af því hvernig við mætum lífinu, frekar en hvað lífið gefur okkur. Hamingja getur því verið háð því hvernig við sjáum heiminn og hvernig við tengjumst öðrum, að við reynum að sýna öðrum samkennd og virðingu í samskiptum ásamt því að tileinka okkur heilbrigt og fallegt sjálfstal getur ýtt undir hamingju. En hamingja er einstaklingsbundin og mismunandi fyrir alla, hamingja er tilfinning byggð á innri og ytri aðstæðum. Hefur þú velt því fyrir þér nýlega hvað hamingja er fyrir þér og hvað þú gerir til að viðhalda hamingju í þínu lífi? En hvað getum við gert? Samskipti eru gríðarlega mikilvægur áhrifaþáttur í okkar lífi, það hvernig við tölum um og til annarra hefur áhrif á okkur og aðra. Það hvernig við tölum um og til okkar. Þ.e. okkar eigin innri samskipti eru einnig gríðarlega mikilvægur árhifaþáttur í okkar líðan. Að við séum meðvituð um okkar eigið innra samtal. Að við tölum fallega til okkar sjálfra, að við hrósum okkur þegar gengur vel, að við mætum okkur í mildi og af góðvild. Þegar við höfum styrkt okkar eigið innra samtal og sjálfmynd getur það hjálpað okkur að finna og fylgja okkar eigin innri áttavita. Það snýst um að treysta eigin ákvörðunum og gera það sem vitum að er rétt fyrir okkur. Til að tengjast betur þessum áttavita er gott að skoða eigið gildismat. Að hugsa um hvað er mikilvægt fyrir okkur og hver eru okkar lífsgildi, ef við erum meðvituð um þetta verður auðveldara að taka ákvarðanir sem samræmast okkar innri áttavita. Einnig þurfum við að minna okkur að hvað það er sem við getum raunverulega haft áhrif á. Að sleppa því sem er ekki okkar og við höfum ekki stjórn á. Minna okkur á hvernig við getum haft áhrif á okkar upplifanir með okkar eigin viðhorfi og reyna að mæta fólki og aðstæðum í kærleika. Að minna okkur á, að tengsl byggð á virðingu, trausti og stuðningi stuðla að hamingju. Þegar við gefum og tökum á jákvæðan hátt, verða tengsl okkar sterkari og við upplifum meiri lífsánægju. En hver er leiðin að hamingjunni? Leiðin að hamingjunni er ekki bein lína eða markmið sem hægt er að ná í og setja í vasann. Hún er ferðalag sem byggir á því að rækta jákvæða eiginleika eins og þakklæti, samkennd og fyrirgefningu. Hún felst í að finna tilgang í því sem við gerum, upplifa flæði í verkefnum sem gleðja okkur og leggja okkar af mörkum til annarra. Hamingja er líka fólgin í því að viðurkenna eigin tilfinningar, bæði þær jákvæðu sem og þær erfiðari og mæta sjálfum sér af virðingu og hlýju. Með því að skoða styrkleikana okkar getum við skoðað þær áskoranir sem við þurfum að vinna með og þannig bætt styrkleikana okkar. Það er mikilvægt að þekkja og nýta eigin styrkleika, að stunda það sem við erum góð í hvað sem það er. Þegar við nýtum styrkleika okkar finnum við fyrir vellíðan og aukinni hamingju. Jákvæð sálfræði leggur áherslu á að við getum sjálf haft áhrif á eigin hamingju með því að styrkja eigin seiglu, æfa bjartsýni og leggja rækt við tengsl við aðra. Þessi gullnu orð, tengsl við aðra, við finnum ekki hamingjuna hjá öðrum en við getum ræktað hana í hreinum, heilnæmum og kærleiksríkum tengslum. Hamingjan býr oft í litlu hlutunum. Samveru við fólk sem okkur þykir vænt um, að veita öðrum stuðning eða einfaldlega að njóta kyrrðarinnar í augnablikinu. Áfangastaður eða vegferð? Að lokum er hamingjan ekki áfangastaður, heldur vegferð sem við göngum dag frá degi, þar sem við veljum meðvitað að beina athyglinni að því sem skiptir máli – tengslum, tilgangi og væntumþykju. Hér eru nokkrar hugmyndir að einföldum, en áhrifaríkum, athöfnum sem hægt er að gera á Alþjóðlega hamingjudaginn, sem og aðra daga, til að ýta undir eigin hamingju og í sumum tilfellum einnig hamingju annarra: 1. Skrifa þakklætisbréf eða skilaboð •Hugsaðu um einhvern sem hefur haft jákvæð áhrif á líf þitt. Skrifaðu honum/henni bréf eða skilaboð þar sem þú tjáir þakklæti þitt og hvernig sá einstaklingur hefur skipt máli fyrir þig. Það veitir bæði þér og viðtakandanum gleði. 2. Gefðu tíma •Gefðu einhverjum tíma þinn. Bjóddu vini, fjölskyldumeðlim eða vinnufélaga í göngutúr eða kaffibolla. Raunveruleg nærvera og hlustun eru eitt það dýrmætasta sem við getum gefið okkur og öðrum. 3. Gerðu óvænta góðverk •Það getur verið eitthvað lítið eins og að bjóða fram hjálp, greiða fyrir kaffi einhvers í röðinni, skilja eftir jákvæða miða á almennum stað eða hrósa ókunnugum. Smáar athafnir geta breytt degi einhvers til hins betra. Það er svo mikilvægt að muna að lítið atriði sem skiptir okkur kannski ekki miklu máli getur haft gríðarlega áhrif á aðra. 4. Taktu pásu og hugleiddu •Gefðu þér rólega stund. Prófaðu kannski að fara í gegnum hugleiðslu þar sem þú einbeitir þér að því sem veitir lífinu þínu merkingu. Þú getur líka skrifað niður það sem veitir þér hamingju og hvernig þú getur ræktað það oftar. 5. Brostu til annarra •Bros hefur ótrúleg áhrif á þig og aðra! Brostu af einlægni til þeirra sem þú hittir í dag – hvort sem það er í vinnunni, á förnum vegi eða heima. Einfalt atriði en alveg ótrúlega smitandi og hefur mikil áhrif. 6. Skipulegðu einhverskonar samveru •Haltu smá te- eða kaffiboð með fólki sem þér þykir vænt um. Gerðu eitthvað með þeim sem fylla þig jákvæðri orku og veita þér gleði, eins og að spila, elda eða fara út í náttúruna, hvað sem þér dettur í hug. 7. Ræktaðu tengslin við þig •Gerðu eitthvað sem þér finnst þú hafa gott af. Það gæti verið jóga, löng gönguferð, að fara í heitt bað, dansa, hlusta á tónlist eða hreinlega að hvíla þig. Tími í náttúrunni getur t.d. verið mjög heilsusamlegur fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Mundu að hamingjan byrjar innan frá. „Gættu að þeim er gleðina skortir, góðvildin er svo sterk“ Höfundur er viðskiptafræðingur, yogakennari, markþjálfi og með diplómu í jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Í dag er Alþjóðlegi hamingjudagurinn en hann er haldinn hátíðlegur þann 20. mars ár hvert. Þessi dagur minnir okkur á mikilvægi þess að staldra við og íhuga hvað hamingja raunverulega er. Samkvæmt jákvæðri sálfræði er hamingja ekki bara gleðistundir eða vellíðan, heldur dýpri tilfinning um tilgang, tengsl og innri frið. Hún er ástand sem mótast af því hvernig við mætum lífinu, frekar en hvað lífið gefur okkur. Hamingja getur því verið háð því hvernig við sjáum heiminn og hvernig við tengjumst öðrum, að við reynum að sýna öðrum samkennd og virðingu í samskiptum ásamt því að tileinka okkur heilbrigt og fallegt sjálfstal getur ýtt undir hamingju. En hamingja er einstaklingsbundin og mismunandi fyrir alla, hamingja er tilfinning byggð á innri og ytri aðstæðum. Hefur þú velt því fyrir þér nýlega hvað hamingja er fyrir þér og hvað þú gerir til að viðhalda hamingju í þínu lífi? En hvað getum við gert? Samskipti eru gríðarlega mikilvægur áhrifaþáttur í okkar lífi, það hvernig við tölum um og til annarra hefur áhrif á okkur og aðra. Það hvernig við tölum um og til okkar. Þ.e. okkar eigin innri samskipti eru einnig gríðarlega mikilvægur árhifaþáttur í okkar líðan. Að við séum meðvituð um okkar eigið innra samtal. Að við tölum fallega til okkar sjálfra, að við hrósum okkur þegar gengur vel, að við mætum okkur í mildi og af góðvild. Þegar við höfum styrkt okkar eigið innra samtal og sjálfmynd getur það hjálpað okkur að finna og fylgja okkar eigin innri áttavita. Það snýst um að treysta eigin ákvörðunum og gera það sem vitum að er rétt fyrir okkur. Til að tengjast betur þessum áttavita er gott að skoða eigið gildismat. Að hugsa um hvað er mikilvægt fyrir okkur og hver eru okkar lífsgildi, ef við erum meðvituð um þetta verður auðveldara að taka ákvarðanir sem samræmast okkar innri áttavita. Einnig þurfum við að minna okkur að hvað það er sem við getum raunverulega haft áhrif á. Að sleppa því sem er ekki okkar og við höfum ekki stjórn á. Minna okkur á hvernig við getum haft áhrif á okkar upplifanir með okkar eigin viðhorfi og reyna að mæta fólki og aðstæðum í kærleika. Að minna okkur á, að tengsl byggð á virðingu, trausti og stuðningi stuðla að hamingju. Þegar við gefum og tökum á jákvæðan hátt, verða tengsl okkar sterkari og við upplifum meiri lífsánægju. En hver er leiðin að hamingjunni? Leiðin að hamingjunni er ekki bein lína eða markmið sem hægt er að ná í og setja í vasann. Hún er ferðalag sem byggir á því að rækta jákvæða eiginleika eins og þakklæti, samkennd og fyrirgefningu. Hún felst í að finna tilgang í því sem við gerum, upplifa flæði í verkefnum sem gleðja okkur og leggja okkar af mörkum til annarra. Hamingja er líka fólgin í því að viðurkenna eigin tilfinningar, bæði þær jákvæðu sem og þær erfiðari og mæta sjálfum sér af virðingu og hlýju. Með því að skoða styrkleikana okkar getum við skoðað þær áskoranir sem við þurfum að vinna með og þannig bætt styrkleikana okkar. Það er mikilvægt að þekkja og nýta eigin styrkleika, að stunda það sem við erum góð í hvað sem það er. Þegar við nýtum styrkleika okkar finnum við fyrir vellíðan og aukinni hamingju. Jákvæð sálfræði leggur áherslu á að við getum sjálf haft áhrif á eigin hamingju með því að styrkja eigin seiglu, æfa bjartsýni og leggja rækt við tengsl við aðra. Þessi gullnu orð, tengsl við aðra, við finnum ekki hamingjuna hjá öðrum en við getum ræktað hana í hreinum, heilnæmum og kærleiksríkum tengslum. Hamingjan býr oft í litlu hlutunum. Samveru við fólk sem okkur þykir vænt um, að veita öðrum stuðning eða einfaldlega að njóta kyrrðarinnar í augnablikinu. Áfangastaður eða vegferð? Að lokum er hamingjan ekki áfangastaður, heldur vegferð sem við göngum dag frá degi, þar sem við veljum meðvitað að beina athyglinni að því sem skiptir máli – tengslum, tilgangi og væntumþykju. Hér eru nokkrar hugmyndir að einföldum, en áhrifaríkum, athöfnum sem hægt er að gera á Alþjóðlega hamingjudaginn, sem og aðra daga, til að ýta undir eigin hamingju og í sumum tilfellum einnig hamingju annarra: 1. Skrifa þakklætisbréf eða skilaboð •Hugsaðu um einhvern sem hefur haft jákvæð áhrif á líf þitt. Skrifaðu honum/henni bréf eða skilaboð þar sem þú tjáir þakklæti þitt og hvernig sá einstaklingur hefur skipt máli fyrir þig. Það veitir bæði þér og viðtakandanum gleði. 2. Gefðu tíma •Gefðu einhverjum tíma þinn. Bjóddu vini, fjölskyldumeðlim eða vinnufélaga í göngutúr eða kaffibolla. Raunveruleg nærvera og hlustun eru eitt það dýrmætasta sem við getum gefið okkur og öðrum. 3. Gerðu óvænta góðverk •Það getur verið eitthvað lítið eins og að bjóða fram hjálp, greiða fyrir kaffi einhvers í röðinni, skilja eftir jákvæða miða á almennum stað eða hrósa ókunnugum. Smáar athafnir geta breytt degi einhvers til hins betra. Það er svo mikilvægt að muna að lítið atriði sem skiptir okkur kannski ekki miklu máli getur haft gríðarlega áhrif á aðra. 4. Taktu pásu og hugleiddu •Gefðu þér rólega stund. Prófaðu kannski að fara í gegnum hugleiðslu þar sem þú einbeitir þér að því sem veitir lífinu þínu merkingu. Þú getur líka skrifað niður það sem veitir þér hamingju og hvernig þú getur ræktað það oftar. 5. Brostu til annarra •Bros hefur ótrúleg áhrif á þig og aðra! Brostu af einlægni til þeirra sem þú hittir í dag – hvort sem það er í vinnunni, á förnum vegi eða heima. Einfalt atriði en alveg ótrúlega smitandi og hefur mikil áhrif. 6. Skipulegðu einhverskonar samveru •Haltu smá te- eða kaffiboð með fólki sem þér þykir vænt um. Gerðu eitthvað með þeim sem fylla þig jákvæðri orku og veita þér gleði, eins og að spila, elda eða fara út í náttúruna, hvað sem þér dettur í hug. 7. Ræktaðu tengslin við þig •Gerðu eitthvað sem þér finnst þú hafa gott af. Það gæti verið jóga, löng gönguferð, að fara í heitt bað, dansa, hlusta á tónlist eða hreinlega að hvíla þig. Tími í náttúrunni getur t.d. verið mjög heilsusamlegur fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Mundu að hamingjan byrjar innan frá. „Gættu að þeim er gleðina skortir, góðvildin er svo sterk“ Höfundur er viðskiptafræðingur, yogakennari, markþjálfi og með diplómu í jákvæðri sálfræði.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun