Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. mars 2025 23:29 Landamæraeftirlitið á flugvöllum í Bandaríkjunum er ekkert grín. Franskur vísindamaður fékk að kynnast því. Getty Frönskum vísindamanni var meinuð innganga til Bandaríkjanna fyrr í mánuðinum eftir að flugvallarstarfsmenn skoðuðu síma hans og fundu þar skilaboð þar sem maðurinn gagnrýndi ríkisstjórn Trump. Franski miðillinn Le Monde hefur eftir heimildarmönnum AFP að atvikið hafi átt sér stað þann 9. mars síðastliðinn. Maðurinn hafi lent í handahófskenndri skoðun þar sem leitað var í tölvu og síma hans. Starfsmenn flugvallarins hafi þar fundið skilaboð sem voru sögð „endurspegla hatur í garð Trump og er hægt að skilgreina sem hryðjuverk“. Tölvubúnaður mannsins, bæði persónulegur og vinnutengdur, hafi verið gerður upptækur og hann sendur aftur til Evrópu daginn eftir. Annar heimildamaður AFP sagði að vísindamaðurinn hefðir verið sakaður um „hatursfull og samsærisleg skilaboð“. Ráðherra Frakka ómyrkur í máli Philippe Baptiste, háskóla- og rannsóknarmálaráðherra Frakklands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna máls vísindamannsins, sem starfar fyrir vísindarannsóknarstofnun franska ríkisins (CNRS) og var á leið á ráðstefnu Houston þegar honum var vísað úr landi. „Bandarísk yfirvöld gerðu greinilega þessar ráðstafanir vegna þess að sími vísindamannsins innihélt samskipti við kollega og vini þar sem hann lýsti yfir persónulegri skoðun sinni á rannsóknarstefnu ríkisstjórnar Trump,“ sagði Baptiste við Le Monde. Philippe Baptiste hefur farið fyrir málaflokki háskóla og rannsókna síðan 2024.GEtty „Skoðanafrelsi, frjálsar rannsóknir og akademístk frelsi eru gildi sem við munum áfram styðja með stolti. Ég mun verja rétt allra franskra vísindamanna til að vera trúir þeim, meðan þeir virða lögin,“ sagði hann einnig. Baptiste hefur verið berorður í gagnrýni sinni á ríkisstjórn Trump og Elon Musk vegna mikils niðurskurðar. Sama dag og vísindamanninum franska var meinuð innganga til Bandaríkjanna birti Baptiste bréf þar sem hann kallaði eftir því að bandarískir vísindamenn myndu flytjast búferlum til Frakklands. Ekki liggur fyrir hvaða ráðstefnu vísindamaðurinn átti að vera viðstaddur en frá 10. til 14. mars var haldin Tungl- og pláneturáðstefna (LPSC) fyrir utan Houston. Bandaríkin Frakkland Donald Trump Tjáningarfrelsi Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira
Franski miðillinn Le Monde hefur eftir heimildarmönnum AFP að atvikið hafi átt sér stað þann 9. mars síðastliðinn. Maðurinn hafi lent í handahófskenndri skoðun þar sem leitað var í tölvu og síma hans. Starfsmenn flugvallarins hafi þar fundið skilaboð sem voru sögð „endurspegla hatur í garð Trump og er hægt að skilgreina sem hryðjuverk“. Tölvubúnaður mannsins, bæði persónulegur og vinnutengdur, hafi verið gerður upptækur og hann sendur aftur til Evrópu daginn eftir. Annar heimildamaður AFP sagði að vísindamaðurinn hefðir verið sakaður um „hatursfull og samsærisleg skilaboð“. Ráðherra Frakka ómyrkur í máli Philippe Baptiste, háskóla- og rannsóknarmálaráðherra Frakklands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna máls vísindamannsins, sem starfar fyrir vísindarannsóknarstofnun franska ríkisins (CNRS) og var á leið á ráðstefnu Houston þegar honum var vísað úr landi. „Bandarísk yfirvöld gerðu greinilega þessar ráðstafanir vegna þess að sími vísindamannsins innihélt samskipti við kollega og vini þar sem hann lýsti yfir persónulegri skoðun sinni á rannsóknarstefnu ríkisstjórnar Trump,“ sagði Baptiste við Le Monde. Philippe Baptiste hefur farið fyrir málaflokki háskóla og rannsókna síðan 2024.GEtty „Skoðanafrelsi, frjálsar rannsóknir og akademístk frelsi eru gildi sem við munum áfram styðja með stolti. Ég mun verja rétt allra franskra vísindamanna til að vera trúir þeim, meðan þeir virða lögin,“ sagði hann einnig. Baptiste hefur verið berorður í gagnrýni sinni á ríkisstjórn Trump og Elon Musk vegna mikils niðurskurðar. Sama dag og vísindamanninum franska var meinuð innganga til Bandaríkjanna birti Baptiste bréf þar sem hann kallaði eftir því að bandarískir vísindamenn myndu flytjast búferlum til Frakklands. Ekki liggur fyrir hvaða ráðstefnu vísindamaðurinn átti að vera viðstaddur en frá 10. til 14. mars var haldin Tungl- og pláneturáðstefna (LPSC) fyrir utan Houston.
Bandaríkin Frakkland Donald Trump Tjáningarfrelsi Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira