Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar 19. mars 2025 16:00 Það er sárt að horfa upp á sífellt harðari stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart fólki á flótta – en við látum það ekki gerast þegjandi. Það er kominn tími til að rísa upp gegn þessari aðför og frekari áformum, sýna samstöðu og segja skýrt: Fólk á flótta á rétt á öryggi, reisn og réttlæti. Nei við fangabúðum – Nei við rasisma! Í stað þess að virða réttindi fólks og taka opnum örmum á móti þeim sem leita verndar, er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að feta sömu spor og forverar hennar – með áform um fangabúðir þar sem börn geta verið færð í varðhald af lögreglu. Þetta er kerfisbundið ofbeldi sem við ætlum ekki að sætta okkur við. Brottvísanir eru ekki lausn – þær eru ofbeldi Fjöldi barna og fjölskyldna, sem hafa byggt sér líf hér, eiga á hættu á að missa dvalarleyfi sitt og vera send aftur til þeirra landa sem þau flúðu, beinustu leið inn í stríðsátök, kúgun, mansal og neyð. Þetta er gert í nafni nýrra útlendingalaga sem allir þingflokkar lögðu blessun sína yfir – en við segjum: Nú er nóg komið! Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við No Borders stendur fyrir samfélag sem nálgast fólk af virðingu, ekki af hörku og útilokun. Við höldum því okkar fyrsta viðburð í nýrri tónleikaröð, þar sem við stöndum saman gegn útlendingahatri og kynnum fjölbreytta rödd andófs og samstöðu. Saman getum við unnið að því að tryggja réttlátari og sanngjarnari heim fyrir öll, óháð uppruna eða stöðu. Tónleikar gegn landamæraofbeldi Fyrsti viðburðurinn í tónleikaröðinni Tónleikar gegn landamærum verður haldinn föstudaginn 21. mars á Smekkleysu klukkan 19:00. Tónleikaröðin fer fram annan hvern mánuð og er opin öllum sem vilja standa með fólki á flótta! Nánari upplýsingar hér: https://fb.me/e/4xlbqkNrr Höfundar eru meðlimir samtakanna No Borders Iceland og tónlistarfólk: Lukas Lilliendahl, Margrét Rut Eddudóttir, Gunnar Örvarsson, Elísabet María Hákonardóttir, Pétur Eggerz Pétursson, Alexandra Ingvarsdóttir, Kristján A. Reiners Friðriksson, Júlíana Kristín Jóhannsdóttir, Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Það er sárt að horfa upp á sífellt harðari stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart fólki á flótta – en við látum það ekki gerast þegjandi. Það er kominn tími til að rísa upp gegn þessari aðför og frekari áformum, sýna samstöðu og segja skýrt: Fólk á flótta á rétt á öryggi, reisn og réttlæti. Nei við fangabúðum – Nei við rasisma! Í stað þess að virða réttindi fólks og taka opnum örmum á móti þeim sem leita verndar, er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að feta sömu spor og forverar hennar – með áform um fangabúðir þar sem börn geta verið færð í varðhald af lögreglu. Þetta er kerfisbundið ofbeldi sem við ætlum ekki að sætta okkur við. Brottvísanir eru ekki lausn – þær eru ofbeldi Fjöldi barna og fjölskyldna, sem hafa byggt sér líf hér, eiga á hættu á að missa dvalarleyfi sitt og vera send aftur til þeirra landa sem þau flúðu, beinustu leið inn í stríðsátök, kúgun, mansal og neyð. Þetta er gert í nafni nýrra útlendingalaga sem allir þingflokkar lögðu blessun sína yfir – en við segjum: Nú er nóg komið! Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við No Borders stendur fyrir samfélag sem nálgast fólk af virðingu, ekki af hörku og útilokun. Við höldum því okkar fyrsta viðburð í nýrri tónleikaröð, þar sem við stöndum saman gegn útlendingahatri og kynnum fjölbreytta rödd andófs og samstöðu. Saman getum við unnið að því að tryggja réttlátari og sanngjarnari heim fyrir öll, óháð uppruna eða stöðu. Tónleikar gegn landamæraofbeldi Fyrsti viðburðurinn í tónleikaröðinni Tónleikar gegn landamærum verður haldinn föstudaginn 21. mars á Smekkleysu klukkan 19:00. Tónleikaröðin fer fram annan hvern mánuð og er opin öllum sem vilja standa með fólki á flótta! Nánari upplýsingar hér: https://fb.me/e/4xlbqkNrr Höfundar eru meðlimir samtakanna No Borders Iceland og tónlistarfólk: Lukas Lilliendahl, Margrét Rut Eddudóttir, Gunnar Örvarsson, Elísabet María Hákonardóttir, Pétur Eggerz Pétursson, Alexandra Ingvarsdóttir, Kristján A. Reiners Friðriksson, Júlíana Kristín Jóhannsdóttir, Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun