Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar 19. mars 2025 15:00 Það að það hafi strandað á 100 milljónum að byggja nýtt sérhæft meðferðarheimili fyrir börn í vanda hlýtur að vera vanræksla miðað við þá lögbundnu skyldu sem ríkið hefur í þessum málaflokki! Ég ætla að nota tækifærið hérna og skora á fólk sem á börn á biðlista eða hefur skaðast vegna þeirra biðar að fara í mál við ríkið því það er við enga aðra við að sakast en ríkið og æðstu yfirmenn Barna- og fjölskyldustofu að leyfa þessu að fara í þennan farveg. Af hverju er ég að hjóla í yfirmennina? Jú, vegna þess að þetta hlýtur að hafa séð það í hendi sér að þegar við vorum 100.000 færri íbúar hér á landi voru 9 starfrækt meðferðarheimili hér á landi þegar mest var, en í dag er varla eitt starfrækt eftir brunann á Stuðlum og við erum 100.000 fleiri íbúar með nýjar áskoranir eins og það að samsetning þjóðar er ekki sú sama og þegar við vorum 100.000 færri íbúar. Eins þegar það er verið að neyðarvista börn, þá er það gert í gluggalausum fangaklefa á gömlu lögreglustöðinni í Hafnarfirði? Getur það talist eðlilegt árið 2025? Í fyrirsögninni segi ég að það sé búið að verðleggja olnbogabarn upp á 100 milljónir en það stenst ekki miðað við það þegar ég fór á fyrirlestur þar sem pabbi Sissu, sem dó 17 ára árið 2014, var búinn að finna út að það væri 800 milljónir en ekki 100. Hérna er linkurinn, hann byrjar á mínútu 41:40. Þegar ég sá fréttina í gær um að bygging nýja meðferðarheimilisins hafi strandað á 100 milljónum féllust mér hendur því okkur í Fjölsmiðjunni vantar 50 til að geta haldið starfinu á floti. En sveitarfélögin geta verið að borga 15-18 milljónir með einum einstakling í einkareknu úrræði en ríkið getur ekki sinnt sínu lögboðna hlutverki að hafa úrræði við hendina. Hvert erum við komin þegar stöðugasta útgerðarfélag Íslands fær 160 milljónir úr ríkissjóði vegna orkuskipta skipa en olnbogabörn geta ekki einu sinni fengið 100 milljónir til að opna sérhæft meðferðarheimili. Auðvitað á að draga einhvern til ábyrgðar í þessu, það hefur meira segja nú þegar eitt barn dáið á meðferðarheimili hér á landi, var það vegna aðstöðuleysis? Svona, miðað við viðtal við forstöðumann Stuðla í Kveik fyrir nokkrum mánuðum síðan þar sem hann lýsti óviðunandi aðstæðum bæði fyrir börnin og starfsmennina. Ég er ekki alveg ókunnugur Stuðlum, vann þar í næstum 17 ár þannig að ég hef fulla samúð með fólkinu þar. Það er alltaf verið að tala um fagmennsku í þessu, en hvað er fagmaður? Er það einhver sem sótti alla sína vitneskju í bækur í háskóla en hefur samt aldrei stigið fæti inn í heim þessara barna? En sá sem hefur verið báðum megin við borðið, upplifað það á eigin skinni að vera olnbogabarn samfélagsins. Jafnvel hefur æskunni hans verið rænt af sams konar fagprikum sem stjórna þessum málaflokki í dag og sitja næst fjárveitingarvaldinu. En þessi „ófagmaður“ hefur samt sem áður unnið svo áratugum skiptir á gólfinu í þessum málaflokki á lægri launum en nemi í leikskólafræðum. Svoleiðis einstaklingar eru ekki marktækir og eiga að hafa vit á því að halda kjafti og ef þeir opna kjaftinn skulu þeir fá áminningu fyrir að draga úr trúverugleika barnaverndar hér á landi eins og undirritaður kynntist á sínum tíma þegar hann vann á Stuðlum. Hvern á að draga til ábyrgðar í þessu máli, það verður einhver að sæta ábyrgð. Ég ætla að vona þeirra vegna sem tóku þessa ákvörðun að 100 milljónir væri of mikið til að hefja smíði á sérhæfðu meðferðarheimili sofi á nóttinni miðað við ástandið í dag. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Það að það hafi strandað á 100 milljónum að byggja nýtt sérhæft meðferðarheimili fyrir börn í vanda hlýtur að vera vanræksla miðað við þá lögbundnu skyldu sem ríkið hefur í þessum málaflokki! Ég ætla að nota tækifærið hérna og skora á fólk sem á börn á biðlista eða hefur skaðast vegna þeirra biðar að fara í mál við ríkið því það er við enga aðra við að sakast en ríkið og æðstu yfirmenn Barna- og fjölskyldustofu að leyfa þessu að fara í þennan farveg. Af hverju er ég að hjóla í yfirmennina? Jú, vegna þess að þetta hlýtur að hafa séð það í hendi sér að þegar við vorum 100.000 færri íbúar hér á landi voru 9 starfrækt meðferðarheimili hér á landi þegar mest var, en í dag er varla eitt starfrækt eftir brunann á Stuðlum og við erum 100.000 fleiri íbúar með nýjar áskoranir eins og það að samsetning þjóðar er ekki sú sama og þegar við vorum 100.000 færri íbúar. Eins þegar það er verið að neyðarvista börn, þá er það gert í gluggalausum fangaklefa á gömlu lögreglustöðinni í Hafnarfirði? Getur það talist eðlilegt árið 2025? Í fyrirsögninni segi ég að það sé búið að verðleggja olnbogabarn upp á 100 milljónir en það stenst ekki miðað við það þegar ég fór á fyrirlestur þar sem pabbi Sissu, sem dó 17 ára árið 2014, var búinn að finna út að það væri 800 milljónir en ekki 100. Hérna er linkurinn, hann byrjar á mínútu 41:40. Þegar ég sá fréttina í gær um að bygging nýja meðferðarheimilisins hafi strandað á 100 milljónum féllust mér hendur því okkur í Fjölsmiðjunni vantar 50 til að geta haldið starfinu á floti. En sveitarfélögin geta verið að borga 15-18 milljónir með einum einstakling í einkareknu úrræði en ríkið getur ekki sinnt sínu lögboðna hlutverki að hafa úrræði við hendina. Hvert erum við komin þegar stöðugasta útgerðarfélag Íslands fær 160 milljónir úr ríkissjóði vegna orkuskipta skipa en olnbogabörn geta ekki einu sinni fengið 100 milljónir til að opna sérhæft meðferðarheimili. Auðvitað á að draga einhvern til ábyrgðar í þessu, það hefur meira segja nú þegar eitt barn dáið á meðferðarheimili hér á landi, var það vegna aðstöðuleysis? Svona, miðað við viðtal við forstöðumann Stuðla í Kveik fyrir nokkrum mánuðum síðan þar sem hann lýsti óviðunandi aðstæðum bæði fyrir börnin og starfsmennina. Ég er ekki alveg ókunnugur Stuðlum, vann þar í næstum 17 ár þannig að ég hef fulla samúð með fólkinu þar. Það er alltaf verið að tala um fagmennsku í þessu, en hvað er fagmaður? Er það einhver sem sótti alla sína vitneskju í bækur í háskóla en hefur samt aldrei stigið fæti inn í heim þessara barna? En sá sem hefur verið báðum megin við borðið, upplifað það á eigin skinni að vera olnbogabarn samfélagsins. Jafnvel hefur æskunni hans verið rænt af sams konar fagprikum sem stjórna þessum málaflokki í dag og sitja næst fjárveitingarvaldinu. En þessi „ófagmaður“ hefur samt sem áður unnið svo áratugum skiptir á gólfinu í þessum málaflokki á lægri launum en nemi í leikskólafræðum. Svoleiðis einstaklingar eru ekki marktækir og eiga að hafa vit á því að halda kjafti og ef þeir opna kjaftinn skulu þeir fá áminningu fyrir að draga úr trúverugleika barnaverndar hér á landi eins og undirritaður kynntist á sínum tíma þegar hann vann á Stuðlum. Hvern á að draga til ábyrgðar í þessu máli, það verður einhver að sæta ábyrgð. Ég ætla að vona þeirra vegna sem tóku þessa ákvörðun að 100 milljónir væri of mikið til að hefja smíði á sérhæfðu meðferðarheimili sofi á nóttinni miðað við ástandið í dag. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun