Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. mars 2025 19:39 Skiltið, sem Vegagerðin var að setja upp við brúna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðeins eitt þungt ökutæki má nú fara yfir Ölfusárbrú á Selfossi í einu samkvæmt tilmælum Vegagerðarinnar til ökumanna. Ástæðan er sú að legur brúarinnar eru orðnar lélegar enda brúin orðin gömul og lúin. Ekki verða leyfðir þungaflutningar yfir brúna þegar ný Ölfusárbrú verður tekin í notkun 2028. Vegagerðin var að setja upp skilti norðan við brúna með upplýsingum á íslensku og ensku til atvinnubílstjóra á stórum bílum. Annað skilti verður sett hinum megi við brúna við hringtorgið. Upplýsingarnar á skiltunum koma bæjaryfirvöldum í Árborg nokkuð á óvart þó það sé skilningur á málinu enda brúin 80 ára síðar á árinu. „En kannski með spurningu, sem er enn þá ósvarað en það er hvort það verði settar þungatakmarkanir á brúna þegar ný brú fyrir norðan Selfoss kemur og hverjar takmarkanirnar verða. Og hvort til dæmis rútur og aðrir vörubílar verður bannað að fara í gegnum gömlu brúna,” segir Sveinn Ægir Birgisso, formaður bæjarráðs Árborgar. Þannig að þið hafið áhyggjur af þessu? „Já, það eru fyrirtæki, sem eru að leita til sveitarfélagsins og vilja fá lóðir og eru að spyrjast fyrir hvoru megin árinnar það eigi að vera. Þetta er spurning, sem þarf að svara út af því að þetta hefur áhrif á atvinnustarfsemi eins og ferðaþjónustu, vöruflutninga og bara innanbæjar á Selfossi,” segir Sveinn Ægir. Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar við Ölfusárbrú á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hér kemur svarið frá Vegagerðinni með þungaflutninga á núverandi brú við Selfoss þegar nýja brúin verður komin í notkun haustið 2028. „Já það hefur verið rætt um það að takmarka þunga þannig að þessir stóru malarflutningabílar og svoleiðis bílar þeir fara ekki þarna yfir og það er bæði út af brúnni og svo líka viljum við ekki hafa hana hérna í miðbænum þessa umferð,” segir Svanur Bjarnason. umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. Þannig að þessir stóru bílar verða að fara yfir nýju brúna? „Já, þeir verða að gera það,” segir Svanur. En hvernig metur Svanur ástand Ölfusárbrúar í dag? „Það er í sjálfum sér alveg ágætt. Það er aðeins komið slit í legur og svoleiðis, sem er bara eðlilegt á svona gamalli brú.” Og engin hætta á að brúin hrynji? „Nei, það er engin hætta á því,” segir Svanur. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, sem segir enga hættu á því að Ölfusárbrú við Selfoss hrynji.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þungaflutningar verða ekki leyfðir á núverandi Ölfusárbrú eftir að nýja Ölfusárbrúin verður tekin í notkun haustið 2028 ef allt gengur upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Vegagerðin var að setja upp skilti norðan við brúna með upplýsingum á íslensku og ensku til atvinnubílstjóra á stórum bílum. Annað skilti verður sett hinum megi við brúna við hringtorgið. Upplýsingarnar á skiltunum koma bæjaryfirvöldum í Árborg nokkuð á óvart þó það sé skilningur á málinu enda brúin 80 ára síðar á árinu. „En kannski með spurningu, sem er enn þá ósvarað en það er hvort það verði settar þungatakmarkanir á brúna þegar ný brú fyrir norðan Selfoss kemur og hverjar takmarkanirnar verða. Og hvort til dæmis rútur og aðrir vörubílar verður bannað að fara í gegnum gömlu brúna,” segir Sveinn Ægir Birgisso, formaður bæjarráðs Árborgar. Þannig að þið hafið áhyggjur af þessu? „Já, það eru fyrirtæki, sem eru að leita til sveitarfélagsins og vilja fá lóðir og eru að spyrjast fyrir hvoru megin árinnar það eigi að vera. Þetta er spurning, sem þarf að svara út af því að þetta hefur áhrif á atvinnustarfsemi eins og ferðaþjónustu, vöruflutninga og bara innanbæjar á Selfossi,” segir Sveinn Ægir. Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar við Ölfusárbrú á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hér kemur svarið frá Vegagerðinni með þungaflutninga á núverandi brú við Selfoss þegar nýja brúin verður komin í notkun haustið 2028. „Já það hefur verið rætt um það að takmarka þunga þannig að þessir stóru malarflutningabílar og svoleiðis bílar þeir fara ekki þarna yfir og það er bæði út af brúnni og svo líka viljum við ekki hafa hana hérna í miðbænum þessa umferð,” segir Svanur Bjarnason. umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. Þannig að þessir stóru bílar verða að fara yfir nýju brúna? „Já, þeir verða að gera það,” segir Svanur. En hvernig metur Svanur ástand Ölfusárbrúar í dag? „Það er í sjálfum sér alveg ágætt. Það er aðeins komið slit í legur og svoleiðis, sem er bara eðlilegt á svona gamalli brú.” Og engin hætta á að brúin hrynji? „Nei, það er engin hætta á því,” segir Svanur. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, sem segir enga hættu á því að Ölfusárbrú við Selfoss hrynji.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þungaflutningar verða ekki leyfðir á núverandi Ölfusárbrú eftir að nýja Ölfusárbrúin verður tekin í notkun haustið 2028 ef allt gengur upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira