„Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. mars 2025 20:33 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra segir mál Breiðholtsskóla einstaklega flókið en vandamálið sé ekki í skólanum sjálfum heldur sé skólinn að spegla samfélagið. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á að víkja megi börnum ótímabundið úr skóla. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, út í aðgerðir ráðherra í málefni Breiðholtsskóla. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um ástand í Breiðholtsskóla þar sem hópur stráka í sjöunda bekk ásamt fleiri úr öðrum skólum hafa haldið hverfinu í heljargreipum. „Undanfarnar vikur hafa verið sagðar hræðilegar og sorglegar fréttir af ofbeldismálum í grunnskólum borgarinnar,“ byrjaði Bryndís fyrirspurn sína á. Hún benti á lög um grunnskóla og reglugerðir þar sem stendur að ein af grunnskyldum ríkisins sé að tryggja öryggi barna. Börn eigi að fá að njóta bernsku, nýta hæfileika sína og vera öruggir í þátttöku sinni í skólastarfi. Bryndís spurði hvort að mennta- og barnamálaráðuneytið hefði virkjað sérstakt fagráð sem foreldrar og skólar geti óskað eftir þegar mál líkt og í Breiðholtsskóla komi upp. „Þetta er ekki vandamál skólans sem slíks, þetta er samfélagið okkar. Skólar eru hitamælar á samfélagið, það kemur allt það besta og allt það versta sem til er í landinu okkar inn í skólann,“ segir Ásthildur Lóa í fyrra svari sínu. Mál slíkt og þessi séu erfið og flókin en kallaði hafi verið eftir úrræðum í langan tíma. Að sögn Ásthildar sé málið í vinnslu innan ráðuneytisins og til að mynda sé fagráð á vegum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem kemur að málinu. Víkja megi börnum úr skóla ótímabundið Í seinni fyrirspurn Bryndísar benti hún á að víkja mætti nemendum tímabundið úr skóla ef hann virðir ítrekað ekki skólareglur. Þá megi einnig víkja börnum ótímabundið úr skóla ef brotin eru mjög alvarleg, til að mynda ef nemandi veldur öðrum skaða eða eignatjóni. Ásthildur sagði þá að skólaskylda væri á Íslandi. Ef víkja ætti nemenda úr skóla vegna brota þurfi að vera eitthvað sem taki á móti barninu. „Eins og við höfum margoft orðið vör við á síðustu vikum þá er ekkert um auðugan garð að grisja þar.“ Alþingi Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Tengdar fréttir Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. 17. mars 2025 16:45 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, út í aðgerðir ráðherra í málefni Breiðholtsskóla. Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um ástand í Breiðholtsskóla þar sem hópur stráka í sjöunda bekk ásamt fleiri úr öðrum skólum hafa haldið hverfinu í heljargreipum. „Undanfarnar vikur hafa verið sagðar hræðilegar og sorglegar fréttir af ofbeldismálum í grunnskólum borgarinnar,“ byrjaði Bryndís fyrirspurn sína á. Hún benti á lög um grunnskóla og reglugerðir þar sem stendur að ein af grunnskyldum ríkisins sé að tryggja öryggi barna. Börn eigi að fá að njóta bernsku, nýta hæfileika sína og vera öruggir í þátttöku sinni í skólastarfi. Bryndís spurði hvort að mennta- og barnamálaráðuneytið hefði virkjað sérstakt fagráð sem foreldrar og skólar geti óskað eftir þegar mál líkt og í Breiðholtsskóla komi upp. „Þetta er ekki vandamál skólans sem slíks, þetta er samfélagið okkar. Skólar eru hitamælar á samfélagið, það kemur allt það besta og allt það versta sem til er í landinu okkar inn í skólann,“ segir Ásthildur Lóa í fyrra svari sínu. Mál slíkt og þessi séu erfið og flókin en kallaði hafi verið eftir úrræðum í langan tíma. Að sögn Ásthildar sé málið í vinnslu innan ráðuneytisins og til að mynda sé fagráð á vegum Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem kemur að málinu. Víkja megi börnum úr skóla ótímabundið Í seinni fyrirspurn Bryndísar benti hún á að víkja mætti nemendum tímabundið úr skóla ef hann virðir ítrekað ekki skólareglur. Þá megi einnig víkja börnum ótímabundið úr skóla ef brotin eru mjög alvarleg, til að mynda ef nemandi veldur öðrum skaða eða eignatjóni. Ásthildur sagði þá að skólaskylda væri á Íslandi. Ef víkja ætti nemenda úr skóla vegna brota þurfi að vera eitthvað sem taki á móti barninu. „Eins og við höfum margoft orðið vör við á síðustu vikum þá er ekkert um auðugan garð að grisja þar.“
Alþingi Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Tengdar fréttir Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. 17. mars 2025 16:45 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Ungmenni á fimmtánda aldursári, sem er því undir sakhæfisaldri, er grunað um að kasta gangstéttarhellu í höfuð manns um helgina við strætóstoppistöð í Mjóddinni í Reykjavík. Árásin mun hafa verið tilviljanakennd, en hópur ungmenna mun hafa veist að manninum sem var að stiga úr strætisvagni. Aðdragandi árásarinnar, milli mannsins og ungmennanna, mun ekki hafa verið neinn. 17. mars 2025 16:45