Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson og Tina Paic skrifa 17. mars 2025 13:01 Virðisaukaskattur er flestum okkar vel kunnugur. Snertiflöturinn er víða, hann er í hverri einustu verslun, á nánast hverri einustu kvittun og er hann í raun óumflýjanlegur hluti af daglegum viðskiptum. Flest fyrirtæki og einstaklingar í atvinnurekstri geta dregið þann virðisaukaskatt sem þau greiða af aðföngum sínum frá þeim virðisaukaskatti sem þau innheimta við sölu, þannig að skatturinn leggst í raun á neytendur. En hvað með sveitarfélögin? Þau veita margvíslega grunnþjónustu, byggja upp innviði, reka skóla og annast velferðarmál svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir það eru þau almennt ekki í virðisaukaskattskyldum rekstri. Það þýðir að sveitarfélögin innheimta almennt ekki virðisaukaskatt, en greiða hann engu að síður af flest öllum vörum og þjónustu sem þau kaupa. Til að vega upp á móti þessu eiga sveitarfélög, sem og aðrir opinberir aðilar svo sem ríkið og stofnanir, ákveðinn rétt til að sækja endurgreiðslu á greiddum virðisaukaskatti. En hvernig virkar það kerfi í raun og veru? Hvað er endurgreitt – og hvað ekki? Aðilarnir njóta takmarkaðs endurgreiðsluréttar samkvæmt lögum um virðisaukaskatt. Þau geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þau greiða af ákveðnum útgjöldum, en alls ekki öllum. Umfang endurgreiðslu ræðst af eðli útgjaldanna. Þannig geta sveitarfélög t.d. fengið fulla endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna sorphreinsunar, ræstingar, snjómoksturs, björgunarstarfa og sérfræðiþjónustu. Hins vegar er alls ekki virðisaukaskattur af allri þjónustu sem sveitarfélög kaupa endurgreiddur að fullu. Í sumum tilfellum fá þau einungis hluta af virðisaukaskattinum endurgreiddan og í öðrum tilfellum fá þau alls enga endurgreiðslu. Þetta getur leitt til þess að sveitarfélög greiða virðisaukaskatt af aðföngum í rekstri sínum, án þess að fá hann endurgreiddan. Þegar fyrirtæki kaupir tölvubúnað fyrir rekstur sinn greiðir það virðisaukaskatt af kaupverðinu, en getur síðan dregið þá upphæð frá þeim virðisaukaskatti sem það innheimtir af sínum viðskiptavinum. Sveitarfélög, aftur á móti, hafa enga slíka leið. Þau greiða virðisaukaskatt af tölvubúnaði sem þau kaupa, en ef sú þjónusta sem tölvubúnaðurinn styður fellur ekki undir endurgreiðsluréttinn, verður þessi skattur hreinn kostnaður fyrir sveitarfélagið sem þarf að fjármagna. Hvaða „aðrir“ opinberu aðilar falla undir reglurnar? Það eru þó ekki einungis ríki, sveitarfélög og stofnanir sem eiga rétt á endurgreiðslu heldur mögulega einnig aðrir opinberir aðilar. Nýlega féll úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 10/2025 þar sem deilt var um hvort sjálfseignarstofnun um framhaldsskóla gæti fallið undir endurgreiðslureglurnar sem opinber aðili. Sjálfeignastofnunin sem slík var ekki opinber aðili og hafnaði skatturinn því upphaflega endurgreiðslu beiðni þess. Í stuttu máli þá féllst Yfirskattanefnd ekki á rök Skattsins og taldi að sjálfseignarstofnunin sem um ræddi félli undir endurgreiðsluheimildina sem opinber aðili í grunninn vegna m.a, eðlis starfseminnar sjálfrar, lagaumhverfis, eftirlits og að stærsti hluti rekstrarkostnaðar sem og kostnaður við uppbyggingu skólans var borinn af hinu opinbera. Þannig var niðurstaðan sú að sjálfseignarstofnunin fékk fullan rétt til endurgreiðslu líkt og opinber aðili. Eins og þetta dæmi sýnir falla án efa fleiri aðilar undir reglurnar heldur en ætla mætti og því mikilvægt fyrir alla sem starfa í þessum geira að kanna rétt sinn m.t.t. endurgreiðslu. Lokaorð Virðisaukaskattur sveitarfélaga og opinbera aðila er flókið mál sem hefur fjárhagslegar afleiðingar í för með sér og getur þannig haft áhrif á þjónustu við íbúa þegar horft er á heildarmyndina. Það má auðvitað alltaf deila um það hvort kerfið sé sanngjarnt eða ekki en eitt er víst að þetta er mál sem skiptir sveitarfélög landsins og aðra opinbera aðila miklu máli. Það er því mikilvægt að aðilar þekki rétt sinn og fái nauðsynlegar leiðbeiningar þegar við á en hugsanlega er til staðar endurgreiðsluréttur sem aðilar eru ekki meðvitaðir um og því mikilvægt að þekkja rétt sinn. Höfundar: Helgi Már Jósepsson og Tina Paic hjá KPMG Law. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Virðisaukaskattur er flestum okkar vel kunnugur. Snertiflöturinn er víða, hann er í hverri einustu verslun, á nánast hverri einustu kvittun og er hann í raun óumflýjanlegur hluti af daglegum viðskiptum. Flest fyrirtæki og einstaklingar í atvinnurekstri geta dregið þann virðisaukaskatt sem þau greiða af aðföngum sínum frá þeim virðisaukaskatti sem þau innheimta við sölu, þannig að skatturinn leggst í raun á neytendur. En hvað með sveitarfélögin? Þau veita margvíslega grunnþjónustu, byggja upp innviði, reka skóla og annast velferðarmál svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir það eru þau almennt ekki í virðisaukaskattskyldum rekstri. Það þýðir að sveitarfélögin innheimta almennt ekki virðisaukaskatt, en greiða hann engu að síður af flest öllum vörum og þjónustu sem þau kaupa. Til að vega upp á móti þessu eiga sveitarfélög, sem og aðrir opinberir aðilar svo sem ríkið og stofnanir, ákveðinn rétt til að sækja endurgreiðslu á greiddum virðisaukaskatti. En hvernig virkar það kerfi í raun og veru? Hvað er endurgreitt – og hvað ekki? Aðilarnir njóta takmarkaðs endurgreiðsluréttar samkvæmt lögum um virðisaukaskatt. Þau geta fengið endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem þau greiða af ákveðnum útgjöldum, en alls ekki öllum. Umfang endurgreiðslu ræðst af eðli útgjaldanna. Þannig geta sveitarfélög t.d. fengið fulla endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna sorphreinsunar, ræstingar, snjómoksturs, björgunarstarfa og sérfræðiþjónustu. Hins vegar er alls ekki virðisaukaskattur af allri þjónustu sem sveitarfélög kaupa endurgreiddur að fullu. Í sumum tilfellum fá þau einungis hluta af virðisaukaskattinum endurgreiddan og í öðrum tilfellum fá þau alls enga endurgreiðslu. Þetta getur leitt til þess að sveitarfélög greiða virðisaukaskatt af aðföngum í rekstri sínum, án þess að fá hann endurgreiddan. Þegar fyrirtæki kaupir tölvubúnað fyrir rekstur sinn greiðir það virðisaukaskatt af kaupverðinu, en getur síðan dregið þá upphæð frá þeim virðisaukaskatti sem það innheimtir af sínum viðskiptavinum. Sveitarfélög, aftur á móti, hafa enga slíka leið. Þau greiða virðisaukaskatt af tölvubúnaði sem þau kaupa, en ef sú þjónusta sem tölvubúnaðurinn styður fellur ekki undir endurgreiðsluréttinn, verður þessi skattur hreinn kostnaður fyrir sveitarfélagið sem þarf að fjármagna. Hvaða „aðrir“ opinberu aðilar falla undir reglurnar? Það eru þó ekki einungis ríki, sveitarfélög og stofnanir sem eiga rétt á endurgreiðslu heldur mögulega einnig aðrir opinberir aðilar. Nýlega féll úrskurður Yfirskattanefndar í máli nr. 10/2025 þar sem deilt var um hvort sjálfseignarstofnun um framhaldsskóla gæti fallið undir endurgreiðslureglurnar sem opinber aðili. Sjálfeignastofnunin sem slík var ekki opinber aðili og hafnaði skatturinn því upphaflega endurgreiðslu beiðni þess. Í stuttu máli þá féllst Yfirskattanefnd ekki á rök Skattsins og taldi að sjálfseignarstofnunin sem um ræddi félli undir endurgreiðsluheimildina sem opinber aðili í grunninn vegna m.a, eðlis starfseminnar sjálfrar, lagaumhverfis, eftirlits og að stærsti hluti rekstrarkostnaðar sem og kostnaður við uppbyggingu skólans var borinn af hinu opinbera. Þannig var niðurstaðan sú að sjálfseignarstofnunin fékk fullan rétt til endurgreiðslu líkt og opinber aðili. Eins og þetta dæmi sýnir falla án efa fleiri aðilar undir reglurnar heldur en ætla mætti og því mikilvægt fyrir alla sem starfa í þessum geira að kanna rétt sinn m.t.t. endurgreiðslu. Lokaorð Virðisaukaskattur sveitarfélaga og opinbera aðila er flókið mál sem hefur fjárhagslegar afleiðingar í för með sér og getur þannig haft áhrif á þjónustu við íbúa þegar horft er á heildarmyndina. Það má auðvitað alltaf deila um það hvort kerfið sé sanngjarnt eða ekki en eitt er víst að þetta er mál sem skiptir sveitarfélög landsins og aðra opinbera aðila miklu máli. Það er því mikilvægt að aðilar þekki rétt sinn og fái nauðsynlegar leiðbeiningar þegar við á en hugsanlega er til staðar endurgreiðsluréttur sem aðilar eru ekki meðvitaðir um og því mikilvægt að þekkja rétt sinn. Höfundar: Helgi Már Jósepsson og Tina Paic hjá KPMG Law.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun