Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar 17. mars 2025 11:02 Ég dáist að öllum þeim framúrskarandi einstaklingum sem bjóða sig fram til embættis rektors Háskóla Íslands og eru tilbúnir til að takast á við erfiða stjórnun undirfjármagnaðrar stofnunar. Rektor þarf að setja sig inn í flókin mál sem snúa að kennslu í ólíkum greinum og fjölbreytilegum rannsóknum sem fram fara á vegum háskólans, ekki bara í höfuðborginni heldur einnig víða um landið. Þá þarf hann að gæta hagsmuna fjölbreytilegs starfsfólks og fjölda nemenda með ólíkan bakgrunn, íslenskra sem erlendra. Sá sem gegnir stöðu rektors Háskóla Íslands er um leið andlit Háskóla Íslands út á við og mikilvægt er að hann hafi getu og vilja til að tjá um erfið samfélagsmál hér heima sem og horfur í alþjóðamálum. Ég efast ekki um að allir frambjóðendur til rektors séu hæfir á sínu sviði og myndu reynast góðir stjórnendur. En fáum þeirra treysti ég eins vel og Birni Þorsteinssyni heimspekingi til að vera andlit Háskóla Íslands út á við. Björn hefur yfir sér fágæta áru yfirvegunar og rökvísi, hann hefur ekki síst talað máli náttúrunnar og umhverfisins af einurð og spyr mikilvægra spurninga um vísindi og samfélag sem snúa að framtíð sem í mörgu tilliti virðist ógnvænleg. Svo vitnað sé beint í skrif Björns. af kynningarsíðu hans: Hvort sem vísindin snúast um náttúruna, lífríkið, loftslagið, löndin eða höfin, mannlegt samfélag, menninguna, menntunina, heilbrigði mannfólksins eða velferð annarra tegunda – þá blasa verkefnin við. Hver verður framtíð barnanna okkar og barnabarnanna? Hvers konar samfélag verður það sem þau munu búa í, hvers konar menning, hvers konar menntun mun þrífast þar, hvert verður hlutverk tækninnar, og hvernig og hvar verður náttúran? Vísindin munu ekki láta sitt eftir liggja í leit að svarinu við þeirri spurningu. Samstarfsfólk Björns og nemendur hans bera honum einstaklega góða sögu og vísa til mannkosta hans, samskiptahæfni, forystuhæfileika og kímnigáfu. Sjálf þekki ég rannsóknir hans og hugvekjandi skrif sem eru framúrskarandi og skipta máli. Ég styð því, af heilum hug, Björn Þorsteinsson til embættis rektors Háskóla Íslands og vona að sem flestir greiði honum atkvæði sitt. Höfundur er bókmenntafræðingur og rannsóknarprófessor við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Ég dáist að öllum þeim framúrskarandi einstaklingum sem bjóða sig fram til embættis rektors Háskóla Íslands og eru tilbúnir til að takast á við erfiða stjórnun undirfjármagnaðrar stofnunar. Rektor þarf að setja sig inn í flókin mál sem snúa að kennslu í ólíkum greinum og fjölbreytilegum rannsóknum sem fram fara á vegum háskólans, ekki bara í höfuðborginni heldur einnig víða um landið. Þá þarf hann að gæta hagsmuna fjölbreytilegs starfsfólks og fjölda nemenda með ólíkan bakgrunn, íslenskra sem erlendra. Sá sem gegnir stöðu rektors Háskóla Íslands er um leið andlit Háskóla Íslands út á við og mikilvægt er að hann hafi getu og vilja til að tjá um erfið samfélagsmál hér heima sem og horfur í alþjóðamálum. Ég efast ekki um að allir frambjóðendur til rektors séu hæfir á sínu sviði og myndu reynast góðir stjórnendur. En fáum þeirra treysti ég eins vel og Birni Þorsteinssyni heimspekingi til að vera andlit Háskóla Íslands út á við. Björn hefur yfir sér fágæta áru yfirvegunar og rökvísi, hann hefur ekki síst talað máli náttúrunnar og umhverfisins af einurð og spyr mikilvægra spurninga um vísindi og samfélag sem snúa að framtíð sem í mörgu tilliti virðist ógnvænleg. Svo vitnað sé beint í skrif Björns. af kynningarsíðu hans: Hvort sem vísindin snúast um náttúruna, lífríkið, loftslagið, löndin eða höfin, mannlegt samfélag, menninguna, menntunina, heilbrigði mannfólksins eða velferð annarra tegunda – þá blasa verkefnin við. Hver verður framtíð barnanna okkar og barnabarnanna? Hvers konar samfélag verður það sem þau munu búa í, hvers konar menning, hvers konar menntun mun þrífast þar, hvert verður hlutverk tækninnar, og hvernig og hvar verður náttúran? Vísindin munu ekki láta sitt eftir liggja í leit að svarinu við þeirri spurningu. Samstarfsfólk Björns og nemendur hans bera honum einstaklega góða sögu og vísa til mannkosta hans, samskiptahæfni, forystuhæfileika og kímnigáfu. Sjálf þekki ég rannsóknir hans og hugvekjandi skrif sem eru framúrskarandi og skipta máli. Ég styð því, af heilum hug, Björn Þorsteinsson til embættis rektors Háskóla Íslands og vona að sem flestir greiði honum atkvæði sitt. Höfundur er bókmenntafræðingur og rannsóknarprófessor við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun