Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 16. mars 2025 07:02 Háskóli Íslands er stærri en hann hefur nokkru sinni verið. Á þessari öld hefur námsleiðum farið sífjölgandi og fjöldi nemenda hefur tvöfaldast. Á meðan hefur kennurum hins vegar aðeins fjölgað um þriðjung. En þó álagið í kennslu hafi stóraukist birta kennarar tvöfalt meira nú en þeir gerðu. Starfsfólk háskólans er þannig orðið mun afkastameira en áður og á sama tíma hefur álagið á háskólakennara aukist fram úr hófi. Helsta ástæða þessa er vanfjármögnun háskólans sem hefur hindrað nauðsynlega fjölgun akademísks starfsfólks við skólann en einnig hafa rannsóknir á starfsumhverfi í Háskóla Íslands, sem og kannanir á líðan nemenda, sýnt að þar þarf að gera betur. Inngrip til þess að bæta líðan hafa hingað til beinst að einstaklingum þótt vitað sé að stofnanainngrip séu markvissari og skilvirkari. Kjarninn í Háskóla Íslands er fólkið sem þar starfar. Það er með öllu óviðunandi að þriðjungur akademísks starfsfólks sé á mörkum kulnunar. Stórtækra breytinga er þörf ef skólinn á áfram að vera sú öfluga menntastofnun sem hann hefur verið til þessa. Sem rektor mun ég berjast fyrir aukinni fjármögnun Háskóla Íslands og beita mér fyrir því að: Stórátak verð gert í fjölgun fastráðinna akademískra starfsmanna til að dreifa megi kennsluálagi og gera akademísku starfsfólki kleift betur sinnt sinni kjarnastarfsemi; rannsóknum og kennslu. Taka út starfsumhverfi kennara og nemenda í háskólanum með það að markmiði að vinna að úrbótum. Rýna þarf fyrirliggjandi gögn, svo sem gæðaskýrslur og rannsóknir á starfsaðstæðum, og afla þeirra sem upp á skortir. Auk þess þarf að læra af því sem best gerist og gengur í erlendum háskólum. Vinna þarf að úrbótum bæði í grundvelli skólans í heild, á sviðum og í deildum, í virkri samvinnu við starfsfólk. Skilvirkni í stoðþjónustu verði bætt í samráði við starfsfólk. Draga þarf úr óþarfa skriffinnsku og efla rafrænar lausnir. Háskóli Íslands er mikilvægasta stofnun íslensks þjóðfélags og gríðarlega öflug sé litið til smæðar þjóðarinnar. En skólinn getur orðið enn öflugri með vel hugsuðum og útfærðum breytingum. Til þess býð ég mig fram sem rektor. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er stærri en hann hefur nokkru sinni verið. Á þessari öld hefur námsleiðum farið sífjölgandi og fjöldi nemenda hefur tvöfaldast. Á meðan hefur kennurum hins vegar aðeins fjölgað um þriðjung. En þó álagið í kennslu hafi stóraukist birta kennarar tvöfalt meira nú en þeir gerðu. Starfsfólk háskólans er þannig orðið mun afkastameira en áður og á sama tíma hefur álagið á háskólakennara aukist fram úr hófi. Helsta ástæða þessa er vanfjármögnun háskólans sem hefur hindrað nauðsynlega fjölgun akademísks starfsfólks við skólann en einnig hafa rannsóknir á starfsumhverfi í Háskóla Íslands, sem og kannanir á líðan nemenda, sýnt að þar þarf að gera betur. Inngrip til þess að bæta líðan hafa hingað til beinst að einstaklingum þótt vitað sé að stofnanainngrip séu markvissari og skilvirkari. Kjarninn í Háskóla Íslands er fólkið sem þar starfar. Það er með öllu óviðunandi að þriðjungur akademísks starfsfólks sé á mörkum kulnunar. Stórtækra breytinga er þörf ef skólinn á áfram að vera sú öfluga menntastofnun sem hann hefur verið til þessa. Sem rektor mun ég berjast fyrir aukinni fjármögnun Háskóla Íslands og beita mér fyrir því að: Stórátak verð gert í fjölgun fastráðinna akademískra starfsmanna til að dreifa megi kennsluálagi og gera akademísku starfsfólki kleift betur sinnt sinni kjarnastarfsemi; rannsóknum og kennslu. Taka út starfsumhverfi kennara og nemenda í háskólanum með það að markmiði að vinna að úrbótum. Rýna þarf fyrirliggjandi gögn, svo sem gæðaskýrslur og rannsóknir á starfsaðstæðum, og afla þeirra sem upp á skortir. Auk þess þarf að læra af því sem best gerist og gengur í erlendum háskólum. Vinna þarf að úrbótum bæði í grundvelli skólans í heild, á sviðum og í deildum, í virkri samvinnu við starfsfólk. Skilvirkni í stoðþjónustu verði bætt í samráði við starfsfólk. Draga þarf úr óþarfa skriffinnsku og efla rafrænar lausnir. Háskóli Íslands er mikilvægasta stofnun íslensks þjóðfélags og gríðarlega öflug sé litið til smæðar þjóðarinnar. En skólinn getur orðið enn öflugri með vel hugsuðum og útfærðum breytingum. Til þess býð ég mig fram sem rektor. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun