Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Bjarki Sigurðsson skrifar 14. mars 2025 21:46 Björgvin Víkingsson er framkvæmdastjóri Bónuss. Vísir/Ívar Fannar Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. Búðarhnupl hefur verið vandamál nánast frá því að verslun hófst. Fólk freistast til þess að smella einum hlut í vasann, eða skipuleggur aðgerðina vandlega, og gengur út með heilmikil verðmæti án þess að borga. Í fyrra varð mikil aukning í búðarhnupli á Íslandi. Frá 2015 til 2024 var fjöldi þjófnaða nokkuð stöðugur, tæplega fjögur þúsund tilvik á ári. Fjöldi tilkynninga um búðarhnupl hefur einnig verið á svipuðu róli, að jafnaði rúmlega 900 tilvik á ári. Í fyrra rauk sú tala hins vegar upp og tilkynnt var um búðarhnupl tæplega 1.500 sinnum. Sjötíu prósent aukning á einu ári. Hlutfall búðarhnupls af þjófnaðarmálum fór úr 23 prósentum í 38 prósent. Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segist hafa tekið eftir aukningunni. Brugðist sé stanslaust við þessari þróun. „Við verðum að gera það. Það væri ekki gott mót hjá okkur ef við myndum ekki reyna að bregðast við þessu,“ segir Björgvin. Og þjófarnir þeir gera kannski slíkt hið sama, þeir reyna alltaf nýjar aðferðir? „Það er allt reynt. Það er ótrúlegt. Við vitum um tug aðferða sem eru notaðar til að reyna að stela. Við kennum okkar starfsfólki að sjá í gegnum það, því þetta er oft sama hegðunin.“ Hann telur sjálfsafgreiðslunýjungar í verslunum ekki skýra aukinn þjófnað. „Þau bara komið til að hjálpa okkur. Sjálfsafgreiðslukerfið getur myndgreint vörurnar sem eru á kassanum. Það er líka hægt með gripið og greitt, það er alltaf hægt að sjá gögnin. Þetta hjálpar okkur,“ segir Björgvin. Þjófarnir stefni oftast á dýrustu vörurnar, það er kjöt og snyrtivörur. „Þetta er mjög mikið skipulagt. Það er það sem við erum helst að reyna að berjast við. Það er að sjá hegðunina í kringum þessi brot og þannig kenna okkar fólki og nýtt kerfin til þess að taka á móti þessu,“ segir Björgvin. Neytendur Verslun Lögreglumál Hagar Matvöruverslun Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Búðarhnupl hefur verið vandamál nánast frá því að verslun hófst. Fólk freistast til þess að smella einum hlut í vasann, eða skipuleggur aðgerðina vandlega, og gengur út með heilmikil verðmæti án þess að borga. Í fyrra varð mikil aukning í búðarhnupli á Íslandi. Frá 2015 til 2024 var fjöldi þjófnaða nokkuð stöðugur, tæplega fjögur þúsund tilvik á ári. Fjöldi tilkynninga um búðarhnupl hefur einnig verið á svipuðu róli, að jafnaði rúmlega 900 tilvik á ári. Í fyrra rauk sú tala hins vegar upp og tilkynnt var um búðarhnupl tæplega 1.500 sinnum. Sjötíu prósent aukning á einu ári. Hlutfall búðarhnupls af þjófnaðarmálum fór úr 23 prósentum í 38 prósent. Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segist hafa tekið eftir aukningunni. Brugðist sé stanslaust við þessari þróun. „Við verðum að gera það. Það væri ekki gott mót hjá okkur ef við myndum ekki reyna að bregðast við þessu,“ segir Björgvin. Og þjófarnir þeir gera kannski slíkt hið sama, þeir reyna alltaf nýjar aðferðir? „Það er allt reynt. Það er ótrúlegt. Við vitum um tug aðferða sem eru notaðar til að reyna að stela. Við kennum okkar starfsfólki að sjá í gegnum það, því þetta er oft sama hegðunin.“ Hann telur sjálfsafgreiðslunýjungar í verslunum ekki skýra aukinn þjófnað. „Þau bara komið til að hjálpa okkur. Sjálfsafgreiðslukerfið getur myndgreint vörurnar sem eru á kassanum. Það er líka hægt með gripið og greitt, það er alltaf hægt að sjá gögnin. Þetta hjálpar okkur,“ segir Björgvin. Þjófarnir stefni oftast á dýrustu vörurnar, það er kjöt og snyrtivörur. „Þetta er mjög mikið skipulagt. Það er það sem við erum helst að reyna að berjast við. Það er að sjá hegðunina í kringum þessi brot og þannig kenna okkar fólki og nýtt kerfin til þess að taka á móti þessu,“ segir Björgvin.
Neytendur Verslun Lögreglumál Hagar Matvöruverslun Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira