Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2025 15:28 Foreldrar í Breiðholtsskóla hafa lýst yfir miklum áhyggjum af öryggi barna sinna. Vísir/Vilhelm Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. Foreldrar barna í sjöunda bekk Breiðholtsskóla eru á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum að ekkert virðist breytast varðandi öryggi barna í hverfinu. „Starfsfólk skóla- og frístundasviðs og Breiðholtsskóla hefur lagt sig fram um að vinna á þeim vanda sem fjallað hefur verið um undanfarið,“ segir í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði. Árás á barn sem átti sér stað utan skólatíma á miðvikudag sé að sjálfsögðu litin mjög alvarlegum augum. Málið teygi anga sína út fyrir skólann en starfsfólk hafi aðstoðað lögreglu í gær við rannsóknina og muni leggja henni lið eftir þörfum. „Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafa komið fram um að ekkert hafi verið aðhafst af hálfu skólans eða sviðsins vegna vandans sem hefur verið til umfjöllunar.“ Gripið hafi verið til ýmissa úrræða til að bæta skólastarfið og líðan nemenda í skólanum. Þær eru taldar upp: Í skólanum hefur stuðningur og sérkennsla verið aukin, auk þess sem sérfræðingar hafa komið að málum. Hópaskipting var endurskoðuð og henni breytt til að skapa meiri ró og vinnufrið í 7. bekk. Velferðarsvið og barnavernd eru með aðkomu í málefnum einstakra barna og gerðar hafa verið ráðstafanir til að dreifa álagi og bæta líðan allra. Unnið hefur verið á grundvelli farsældarlaga og komið á samþættingu og stuðningsteymum til að samræma vinnubrögð skóla, velferðarsviðs og barnaverndar og eftir atvikum þriðja stigs úrræða á vegum ríkisins eins og barna og unglingageðdeildar, og stendur sú vinna yfir. Brúarskóli og Farteymi Suðurmiðstöðvar eru mikilvæg úrræði sem hafa nú verið nýtt. Hópefli er í árganginum í samvinnu við frístundamiðstöðina í hverfinu og Suðurmiðstöð. Komið hefur verið inn með forvarnarfræðslu bæði fyrir börn og foreldra. Jafnréttisskólinn hefur komið inn með fræðslu um samskipti, virðingu og ofbeldi. Landsteymi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS) hefur komið inn auk þess sem stofnunin kemur að námsmati í bekknum. Skólastjórnendur telji að þær aðgerðir og þau úrræði bæði innan og utan skóla sem hafi komið til séu farin að skila árangri. „Vinnufriður er mun betri í skólanum en áður og nemendum líður betur. Áfram verður unnið að auknum stuðningi og sérkennslu.“ Aðkoma skóla- og frístundasviðs að börnum á þessum aldri, utan skólatíma, sé helst í gegnum félagsmiðstöðvarnar í hverfinu og Flotann, flakkandi félagsmiðstöð sem starfar í borginni við að greina hvar von sé á hópamyndunum og hættu á slæmri unglingamenningu og bregðast við eftir megni. „Það er gert í samvinnu við samfélagslögregluna auk þess sem nágrannasveitarfélögin hafa komið inn með starfsfólk um helgar þar sem unglingar hafa verið að safnast saman þvert á sveitarfélög.“ Utan skólatíma fari almennt starf fyrir unglinga í borginni fram í þeim 25 félagsmiðstöðvum sem skóla- og frístundasvið rekui. „Þar er boðið upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir 10–16 ára börn og unglinga. Sérstök áhersla er lögð á að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Foreldrar barna í sjöunda bekk Breiðholtsskóla eru á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum að ekkert virðist breytast varðandi öryggi barna í hverfinu. „Starfsfólk skóla- og frístundasviðs og Breiðholtsskóla hefur lagt sig fram um að vinna á þeim vanda sem fjallað hefur verið um undanfarið,“ segir í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði. Árás á barn sem átti sér stað utan skólatíma á miðvikudag sé að sjálfsögðu litin mjög alvarlegum augum. Málið teygi anga sína út fyrir skólann en starfsfólk hafi aðstoðað lögreglu í gær við rannsóknina og muni leggja henni lið eftir þörfum. „Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafa komið fram um að ekkert hafi verið aðhafst af hálfu skólans eða sviðsins vegna vandans sem hefur verið til umfjöllunar.“ Gripið hafi verið til ýmissa úrræða til að bæta skólastarfið og líðan nemenda í skólanum. Þær eru taldar upp: Í skólanum hefur stuðningur og sérkennsla verið aukin, auk þess sem sérfræðingar hafa komið að málum. Hópaskipting var endurskoðuð og henni breytt til að skapa meiri ró og vinnufrið í 7. bekk. Velferðarsvið og barnavernd eru með aðkomu í málefnum einstakra barna og gerðar hafa verið ráðstafanir til að dreifa álagi og bæta líðan allra. Unnið hefur verið á grundvelli farsældarlaga og komið á samþættingu og stuðningsteymum til að samræma vinnubrögð skóla, velferðarsviðs og barnaverndar og eftir atvikum þriðja stigs úrræða á vegum ríkisins eins og barna og unglingageðdeildar, og stendur sú vinna yfir. Brúarskóli og Farteymi Suðurmiðstöðvar eru mikilvæg úrræði sem hafa nú verið nýtt. Hópefli er í árganginum í samvinnu við frístundamiðstöðina í hverfinu og Suðurmiðstöð. Komið hefur verið inn með forvarnarfræðslu bæði fyrir börn og foreldra. Jafnréttisskólinn hefur komið inn með fræðslu um samskipti, virðingu og ofbeldi. Landsteymi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS) hefur komið inn auk þess sem stofnunin kemur að námsmati í bekknum. Skólastjórnendur telji að þær aðgerðir og þau úrræði bæði innan og utan skóla sem hafi komið til séu farin að skila árangri. „Vinnufriður er mun betri í skólanum en áður og nemendum líður betur. Áfram verður unnið að auknum stuðningi og sérkennslu.“ Aðkoma skóla- og frístundasviðs að börnum á þessum aldri, utan skólatíma, sé helst í gegnum félagsmiðstöðvarnar í hverfinu og Flotann, flakkandi félagsmiðstöð sem starfar í borginni við að greina hvar von sé á hópamyndunum og hættu á slæmri unglingamenningu og bregðast við eftir megni. „Það er gert í samvinnu við samfélagslögregluna auk þess sem nágrannasveitarfélögin hafa komið inn með starfsfólk um helgar þar sem unglingar hafa verið að safnast saman þvert á sveitarfélög.“ Utan skólatíma fari almennt starf fyrir unglinga í borginni fram í þeim 25 félagsmiðstöðvum sem skóla- og frístundasvið rekui. „Þar er boðið upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir 10–16 ára börn og unglinga. Sérstök áhersla er lögð á að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira