Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir og Sigurður Örn Stefánsson skrifa 15. mars 2025 08:03 Dagana 18. - 19. mars næstkomandi munu starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands kjósa sér nýjan rektor. Til að mæta þeim fjölmörgu áskorunum sem Háskóli Íslands mun standa frammi fyrir á komandi árum þarf skólinn öflugan leiðtoga sem hefur skýra framtíðarsýn, ríka réttlætiskennd og hæfni til að koma hagsmunum Háskóla Íslands á framfæri með festu og fagmennsku. Við styðjum Silju Báru í rektorskjörinu því hún býr yfir þeim eiginleikum sem þarf til. Við höfum unnið með Silju Báru að kennslumálum innan Háskóla Íslands undanfarin ár, bæði í Kennslumálanefnd skólans og í Kennsluakademíu opinberu háskólanna. Í gegnum þessi störf höfum við kynnst fagmennsku hennar, skýrri framtíðarsýn og óþreytandi baráttu fyrir bættum gæðum náms og kennslu við Háskóla Íslands. Ótal frásagnir fyrrum nemenda hennar staðfesta hversu góður kennari Silja Bára er en hún hlaut viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu árið 2019 og var tekin inn í Kennsluakademíu opinberu háskólanna árið 2022. Hún er því ekki aðeins framúrskarandi kennari heldur einnig leiðtogi á sviði kennslu. Henni er umhugað um að nemendum hennar gangi vel og hefur einstakt lag á að skapa umhverfi þar sem nemendur finna fyrir stuðningi og hvatningu. Þetta er einn af þeim eiginleikum sem munu gera Silju Báru að frábærum rektor. Við höfum ásamt fleira samstarfsfólki rannsakað tengslanet nemenda í háskólanámi og hafa rannsóknir okkar sýnt að tengslamyndun nemenda í námi skiptir sköpum fyrir námsárangur. Þannig eru nemendur með sterkt tengslanet mun líklegri til að ljúka háskólanámi en þau sem ekki mynda tengsl við samnemendur sína. Silja Bára hefur ávallt lagt áherslu á mikilvægi sterks námssamfélags og unnið að því að skapa umhverfi sem styður við nám nemenda. Við treystum henni manna best til að leiða umbætur á námsumhverfi Háskóla Íslands til heilla fyrir alla nemendur skólans. Silja Bára hefur víðtæka reynslu af stjórnun, bæði innan sem utan háskólasamfélagsins, og hefur hún ítrekað sýnt að hún er óhrædd við að taka afstöðu og standa með sínum gildum, jafnvel þótt það feli í sér að ganga gegn ríkjandi straumum. Bókanir hennar í fundargerðum Háskólaráðs Háskóla Íslands eru til marks um að hún hefur ekki látið undan þrýstingi, heldur tekið ákvarðanir byggðar á eigin sannfæringu með langtímahagsmuni Háskóla Íslands að leiðarljósi. Eitt stærsta verkefni komandi rektors er að tryggja aukin fjárframlög til Háskóla Íslands. Við þurfum sterkan talsmann sem getur sannfært stjórnvöld um mikilvægi þess að efla háskólastarf og tryggja nægjanlegt fjármagn til rannsókna og kennslu, samfélaginu í heild til góða. Sérfræðiþekking Silju Báru í samningatækni og víðtæk reynsla hennar að koma fram á opinberum vettvangi mun koma að góðum notum og höfum við fullt traust á henni til að leiða þann slag af festu og fagmennsku. Háskóli Íslands þarf rektor sem hefur reynslu, framsýni og kjark til að leiða skólann til framtíðar. Að okkar mati er Silja Bára sú manneskja. Höfundar eru prófessorar við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Dagana 18. - 19. mars næstkomandi munu starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands kjósa sér nýjan rektor. Til að mæta þeim fjölmörgu áskorunum sem Háskóli Íslands mun standa frammi fyrir á komandi árum þarf skólinn öflugan leiðtoga sem hefur skýra framtíðarsýn, ríka réttlætiskennd og hæfni til að koma hagsmunum Háskóla Íslands á framfæri með festu og fagmennsku. Við styðjum Silju Báru í rektorskjörinu því hún býr yfir þeim eiginleikum sem þarf til. Við höfum unnið með Silju Báru að kennslumálum innan Háskóla Íslands undanfarin ár, bæði í Kennslumálanefnd skólans og í Kennsluakademíu opinberu háskólanna. Í gegnum þessi störf höfum við kynnst fagmennsku hennar, skýrri framtíðarsýn og óþreytandi baráttu fyrir bættum gæðum náms og kennslu við Háskóla Íslands. Ótal frásagnir fyrrum nemenda hennar staðfesta hversu góður kennari Silja Bára er en hún hlaut viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu árið 2019 og var tekin inn í Kennsluakademíu opinberu háskólanna árið 2022. Hún er því ekki aðeins framúrskarandi kennari heldur einnig leiðtogi á sviði kennslu. Henni er umhugað um að nemendum hennar gangi vel og hefur einstakt lag á að skapa umhverfi þar sem nemendur finna fyrir stuðningi og hvatningu. Þetta er einn af þeim eiginleikum sem munu gera Silju Báru að frábærum rektor. Við höfum ásamt fleira samstarfsfólki rannsakað tengslanet nemenda í háskólanámi og hafa rannsóknir okkar sýnt að tengslamyndun nemenda í námi skiptir sköpum fyrir námsárangur. Þannig eru nemendur með sterkt tengslanet mun líklegri til að ljúka háskólanámi en þau sem ekki mynda tengsl við samnemendur sína. Silja Bára hefur ávallt lagt áherslu á mikilvægi sterks námssamfélags og unnið að því að skapa umhverfi sem styður við nám nemenda. Við treystum henni manna best til að leiða umbætur á námsumhverfi Háskóla Íslands til heilla fyrir alla nemendur skólans. Silja Bára hefur víðtæka reynslu af stjórnun, bæði innan sem utan háskólasamfélagsins, og hefur hún ítrekað sýnt að hún er óhrædd við að taka afstöðu og standa með sínum gildum, jafnvel þótt það feli í sér að ganga gegn ríkjandi straumum. Bókanir hennar í fundargerðum Háskólaráðs Háskóla Íslands eru til marks um að hún hefur ekki látið undan þrýstingi, heldur tekið ákvarðanir byggðar á eigin sannfæringu með langtímahagsmuni Háskóla Íslands að leiðarljósi. Eitt stærsta verkefni komandi rektors er að tryggja aukin fjárframlög til Háskóla Íslands. Við þurfum sterkan talsmann sem getur sannfært stjórnvöld um mikilvægi þess að efla háskólastarf og tryggja nægjanlegt fjármagn til rannsókna og kennslu, samfélaginu í heild til góða. Sérfræðiþekking Silju Báru í samningatækni og víðtæk reynsla hennar að koma fram á opinberum vettvangi mun koma að góðum notum og höfum við fullt traust á henni til að leiða þann slag af festu og fagmennsku. Háskóli Íslands þarf rektor sem hefur reynslu, framsýni og kjark til að leiða skólann til framtíðar. Að okkar mati er Silja Bára sú manneskja. Höfundar eru prófessorar við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun