Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar 13. mars 2025 13:31 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru ein öflugustu hagsmunasamtök landsins og gegna lykilhlutverki í að móta framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi. Til að samtökin haldi áfram að dafna og vaxa sem sameiginlegur vettvangur okkar allra, er mikilvægt að rödd allra félagsmanna heyrist – jafnt stórra sem smárra fyrirtækja, af höfuðborgarsvæðinu sem og af landsbyggðinni. Stærstur hluti félaga í SAF eru lítil og meðalstór fyrirtæki, dreifð um landið, sem skapa líf, störf og verðmæti í sínum nærumhverfum. Það skiptir því máli að stjórn SAF endurspegli þessa breidd og vinni markvisst að því að gæta hagsmuna allra félaga. Í komandi stjórnarkosningum vil ég vekja sérstaka athygli á framboði Sævars Guðjónssonar hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri á Eskifirði. Sævar býr að víðtækri reynslu sem rekstraraðili á landsbyggðinni og skilur vel þær áskoranir og tækifæri sem minni fyrirtæki standa frammi fyrir. Með því að kjósa Sævar gefum við landsbyggðinni og litlum fyrirtækjum sterka rödd innan SAF – rödd sem stendur fyrir sanngirni og jafnvægi í hagsmunabaráttu samtakanna. Um leið vil ég hvetja öll fyrirtæki í ferðaþjónustu sem ekki eru enn aðilar að SAF að ganga til liðs við samtökin. Með sterkari breidd félaga verður SAF öflugra í hagsmunabaráttu og getur haft enn meiri slagkraft fyrir atvinnugreinina í heild. Einnig hvet ég félagsmenn til að taka virkan þátt í starfi SAF, meðal annars með því að bjóða sig fram í nefndir samtakanna og taka þátt í viðburðum. Það skiptir máli að sem flestir láti til sín taka, því þannig mótum við samtökin að okkar þörfum og styrkjum þau til framtíðar. Viljum við að SAF endurspegli fjölbreytileika ferðaþjónustunnar og verði áfram sterk samtök til framtíðar? Þá þurfum við að velja stjórn sem talar fyrir alla. Kjósum Sævar Guðjónsson í stjórn SAF – fyrir öflugri, breiðari og sterkari samtök! Höfundur er starfar hjá Hótel Breiðdalsvík & Travel East Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru ein öflugustu hagsmunasamtök landsins og gegna lykilhlutverki í að móta framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi. Til að samtökin haldi áfram að dafna og vaxa sem sameiginlegur vettvangur okkar allra, er mikilvægt að rödd allra félagsmanna heyrist – jafnt stórra sem smárra fyrirtækja, af höfuðborgarsvæðinu sem og af landsbyggðinni. Stærstur hluti félaga í SAF eru lítil og meðalstór fyrirtæki, dreifð um landið, sem skapa líf, störf og verðmæti í sínum nærumhverfum. Það skiptir því máli að stjórn SAF endurspegli þessa breidd og vinni markvisst að því að gæta hagsmuna allra félaga. Í komandi stjórnarkosningum vil ég vekja sérstaka athygli á framboði Sævars Guðjónssonar hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri á Eskifirði. Sævar býr að víðtækri reynslu sem rekstraraðili á landsbyggðinni og skilur vel þær áskoranir og tækifæri sem minni fyrirtæki standa frammi fyrir. Með því að kjósa Sævar gefum við landsbyggðinni og litlum fyrirtækjum sterka rödd innan SAF – rödd sem stendur fyrir sanngirni og jafnvægi í hagsmunabaráttu samtakanna. Um leið vil ég hvetja öll fyrirtæki í ferðaþjónustu sem ekki eru enn aðilar að SAF að ganga til liðs við samtökin. Með sterkari breidd félaga verður SAF öflugra í hagsmunabaráttu og getur haft enn meiri slagkraft fyrir atvinnugreinina í heild. Einnig hvet ég félagsmenn til að taka virkan þátt í starfi SAF, meðal annars með því að bjóða sig fram í nefndir samtakanna og taka þátt í viðburðum. Það skiptir máli að sem flestir láti til sín taka, því þannig mótum við samtökin að okkar þörfum og styrkjum þau til framtíðar. Viljum við að SAF endurspegli fjölbreytileika ferðaþjónustunnar og verði áfram sterk samtök til framtíðar? Þá þurfum við að velja stjórn sem talar fyrir alla. Kjósum Sævar Guðjónsson í stjórn SAF – fyrir öflugri, breiðari og sterkari samtök! Höfundur er starfar hjá Hótel Breiðdalsvík & Travel East Iceland.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar