Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar 13. mars 2025 13:03 Embætti landlæknis hefur endurnýjað ráðleggingar sínar um mataræði og eru þær gefnar út í dag. Síðustu ráðleggingar um mataræði voru frá árinu 2014. Endurskoðunin byggir á nýlegum Norrænum næringarráðleggingum (NNR) frá 2023 sem Norræna ráðherranefndin gaf út. Þær ráðleggingar standa á sterkum vísindalegum grunni en um 400 óháðir sérfræðingar yfirfóru á kerfisbundinn hátt vísindarannsóknir um tengsl mismunandi næringarefna og fæðuhópa við heilsu. Í þeim hópi sem kom að gerð ráðlegginganna voru fulltrúar frá háskólasamfélaginu svo og heilbrigðis- og matvælayfirvöldum frá Norðurlöndunum. Af hálfu Íslands tók starfsfólk Háskóla Íslands og embættis landlæknis þátt í þeirri vinnu. Norrænu næringarráðleggingarnar frá 2023 eru settar fram út frá jákvæðum áhrifum á heilsufar en fjalla einnig um sjálfbærni og umhverfisáhrif mismunandi fæðutegunda. Faghópur frá háskólasamfélaginu og viðeigandi stofnunum kom síðan að endurskoðun íslensku ráðlegginganna um mataræði á vegum embættis landlæknis. Í þeirri vinnu var byggt á norrænu ráðleggingunum en jafnframt var tekið tillit til aðstæðna hér á landi. Markmiðið með því að gefa út nýjar ráðleggingar um mataræði er að bjóða upp á uppfærðar og traustar upplýsingar sem geta lagt grunninn að mataræði sem flestra og þannig stutt við eða bætt heilsu og vellíðan sem og minnkað líkur á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, sumum krabbameinum og sykursýki af tegund 2. Þessar ráðleggingar eru hugsaðar fyrir fólk sem er almennt heilsuhraust, bæði fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Ráðleggingarnar hafa mikið lýðheilsugildi því að ef almenningur tileinkar sér þær að hluta til eða að miklu leyti þá er hægt að draga úr sjúkdómsbyrði þjóðarinnar og auka lífslíkur. Við vitum öll að það er ekki alltaf hægt að borða hollt og fjölbreytt en aðalatriðið er að viðhalda ákveðnu heilsusamlegu fæðumynstri flesta daga ársins. Einnig má líta á ráðleggingar um mataræði sem ákveðinn leiðarvísi sem gott er að hafa aðgengi að, sérstaklega á tímum eins og núna þegar misgóðar upplýsingar um mataræði og lifnaðarhætti eru reglulega til umfjöllunar á frétta- og samfélagsmiðlum. Hvað hefur breyst í nýjum ráðleggingum? Þrátt fyrir yfirgripsmikla greiningu sérfræðinga á vísindarannsóknum um tengsl milli mataræðis og heilsu þá kom í ljós við endurskoðunina að lítið þurfti að breyta fyrri ráðleggingum um mataræði. Þó er lögð aukin áhersla á grænmeti, ávexti og heilkornavörur. Það sem er einnig tekið fyrir núna eru drykkjarvörur, svo sem orkudrykkir sem ekki voru algengir á markaði síðast þegar ráðleggingarnar komu út. Embætti landlæknis tekur skýra afstöðu til neyslu orkudrykkja og leggur áherslu á að slíkir drykkir eru ekki ætlaðir börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Miðað við fyrri ráðleggingar er lögð enn meiri áhersla á að draga úr neyslu á rauðu kjöti og einnig er áfram varað sérstaklega við neyslu unninna kjötvara, hvoru tveggja vegna aukinnar krabbameinsáhættu. Einnig er fjallað sérstaklega um að forðast áfengi, meðal annars vegna krabbameinsvaldandi áhrifa. Eins og komið hefur fram er áfram lögð áhersla á að heildarmataræði skipti mestu máli og ekki er æskilegt að setja of mikla áherslu á einstaka fæðutegundir eða næringarefni þar sem slíkt getur ýtt undir næringarefnaskort og jafnvel átraskanir. Til þess að fá öll næringarefni sem líkaminn þarfnast, sem og minnka líkur á langvinnum sjúkdómum, er ráðlagt að borða fjölbreyttan mat og ríflega af matvælum úr jurtaríkinu eins og grænmeti, ávöxtum og berjum, baunum, linsum, hnetum, fræjum og heilkornavörum. Einnig er áhersla á fisk (300-450 grömm á viku) og hóflega neyslu á fituminni og ósætum mjólkurvörum (350-500 grömm á dag). Mælt er með takmarkaðri neyslu á rauðu kjöti (hámark 350 grömm á viku), sérstaklega unnum kjötvörum og unnum vörum sem innihalda mikinn viðbættan sykur, mettaða fitu og salt svo sem sælgæti, kökur, kex, snakk og marga tilbúnir réttir. Best er að fá öll næringarefni úr mat en þó er mælt með að taka D-vítamín sem bætiefni í mismunandi skömmtum háð aldri. Einnig er mælt með því að konur á barneignaraldri taki fólat (fólínsýru) sem bætiefni. Við sérstakar aðstæður, eins og til dæmis fyrir einstaklinga með fæðuofnæmi og fæðuóþol, ætti að ræða við heilbrigðisstarfsfólk til að meta hvort það þurfi að taka aukalega bætiefni. Mataræði í takt í við ráðleggingar er samfélagslegt verkefni Það er von okkar hjá embætti landlæknis að þessi leiðarvísir um mataræði nýtist almenningi í daglegu lífi. Samkvæmt síðustu landskönnun á mataræði frá 2019 til 2021 þá fylgja því miður ekki nógu margir opinberum ráðleggingum um mataræði. Ýmsar skyndilausnir freista okkar þegar kemur að útliti og heilsu en þær geta líka reynst skaðlegar til lengri tíma litið. Ráðleggingar um mataræði leggja áherslu á vellíðan, að njóta matarins og að borða nóg, svo líkami okkar geti starfað eðlilega. Það eru engin boð og bönn í ráðleggingunum en nefndar eru vörur sem umgangast þarf með varúð sérstaklega þegar börn og ungmenni eiga í hlut. Aðstæður til að borða hollt og fjölbreytt geta einnig ráðist af ýmsum ytri aðstæðum svo sem aðgengi að hollari valkostum á viðráðanlegu verði. Samfélagið í heild sinni þarf að styðja landsmenn og bjóða upp á gott fæðuumhverfi til dæmis í skólum, við íþrótta – og tómstundaiðkun, á vinnustöðum og í matvöruverslunum. Hollt mataræði er hægt að setja saman á marga mismunandi vegu og hver og einn þarf að finna sína leið. Nánari upplýsingar um nýju ráðleggingarnar um mataræði má finna á vefsíðu embættis landlæknis. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Heilbrigðismál Börn og uppeldi María Heimisdóttir Embætti landlæknis Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Embætti landlæknis hefur endurnýjað ráðleggingar sínar um mataræði og eru þær gefnar út í dag. Síðustu ráðleggingar um mataræði voru frá árinu 2014. Endurskoðunin byggir á nýlegum Norrænum næringarráðleggingum (NNR) frá 2023 sem Norræna ráðherranefndin gaf út. Þær ráðleggingar standa á sterkum vísindalegum grunni en um 400 óháðir sérfræðingar yfirfóru á kerfisbundinn hátt vísindarannsóknir um tengsl mismunandi næringarefna og fæðuhópa við heilsu. Í þeim hópi sem kom að gerð ráðlegginganna voru fulltrúar frá háskólasamfélaginu svo og heilbrigðis- og matvælayfirvöldum frá Norðurlöndunum. Af hálfu Íslands tók starfsfólk Háskóla Íslands og embættis landlæknis þátt í þeirri vinnu. Norrænu næringarráðleggingarnar frá 2023 eru settar fram út frá jákvæðum áhrifum á heilsufar en fjalla einnig um sjálfbærni og umhverfisáhrif mismunandi fæðutegunda. Faghópur frá háskólasamfélaginu og viðeigandi stofnunum kom síðan að endurskoðun íslensku ráðlegginganna um mataræði á vegum embættis landlæknis. Í þeirri vinnu var byggt á norrænu ráðleggingunum en jafnframt var tekið tillit til aðstæðna hér á landi. Markmiðið með því að gefa út nýjar ráðleggingar um mataræði er að bjóða upp á uppfærðar og traustar upplýsingar sem geta lagt grunninn að mataræði sem flestra og þannig stutt við eða bætt heilsu og vellíðan sem og minnkað líkur á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, sumum krabbameinum og sykursýki af tegund 2. Þessar ráðleggingar eru hugsaðar fyrir fólk sem er almennt heilsuhraust, bæði fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Ráðleggingarnar hafa mikið lýðheilsugildi því að ef almenningur tileinkar sér þær að hluta til eða að miklu leyti þá er hægt að draga úr sjúkdómsbyrði þjóðarinnar og auka lífslíkur. Við vitum öll að það er ekki alltaf hægt að borða hollt og fjölbreytt en aðalatriðið er að viðhalda ákveðnu heilsusamlegu fæðumynstri flesta daga ársins. Einnig má líta á ráðleggingar um mataræði sem ákveðinn leiðarvísi sem gott er að hafa aðgengi að, sérstaklega á tímum eins og núna þegar misgóðar upplýsingar um mataræði og lifnaðarhætti eru reglulega til umfjöllunar á frétta- og samfélagsmiðlum. Hvað hefur breyst í nýjum ráðleggingum? Þrátt fyrir yfirgripsmikla greiningu sérfræðinga á vísindarannsóknum um tengsl milli mataræðis og heilsu þá kom í ljós við endurskoðunina að lítið þurfti að breyta fyrri ráðleggingum um mataræði. Þó er lögð aukin áhersla á grænmeti, ávexti og heilkornavörur. Það sem er einnig tekið fyrir núna eru drykkjarvörur, svo sem orkudrykkir sem ekki voru algengir á markaði síðast þegar ráðleggingarnar komu út. Embætti landlæknis tekur skýra afstöðu til neyslu orkudrykkja og leggur áherslu á að slíkir drykkir eru ekki ætlaðir börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Miðað við fyrri ráðleggingar er lögð enn meiri áhersla á að draga úr neyslu á rauðu kjöti og einnig er áfram varað sérstaklega við neyslu unninna kjötvara, hvoru tveggja vegna aukinnar krabbameinsáhættu. Einnig er fjallað sérstaklega um að forðast áfengi, meðal annars vegna krabbameinsvaldandi áhrifa. Eins og komið hefur fram er áfram lögð áhersla á að heildarmataræði skipti mestu máli og ekki er æskilegt að setja of mikla áherslu á einstaka fæðutegundir eða næringarefni þar sem slíkt getur ýtt undir næringarefnaskort og jafnvel átraskanir. Til þess að fá öll næringarefni sem líkaminn þarfnast, sem og minnka líkur á langvinnum sjúkdómum, er ráðlagt að borða fjölbreyttan mat og ríflega af matvælum úr jurtaríkinu eins og grænmeti, ávöxtum og berjum, baunum, linsum, hnetum, fræjum og heilkornavörum. Einnig er áhersla á fisk (300-450 grömm á viku) og hóflega neyslu á fituminni og ósætum mjólkurvörum (350-500 grömm á dag). Mælt er með takmarkaðri neyslu á rauðu kjöti (hámark 350 grömm á viku), sérstaklega unnum kjötvörum og unnum vörum sem innihalda mikinn viðbættan sykur, mettaða fitu og salt svo sem sælgæti, kökur, kex, snakk og marga tilbúnir réttir. Best er að fá öll næringarefni úr mat en þó er mælt með að taka D-vítamín sem bætiefni í mismunandi skömmtum háð aldri. Einnig er mælt með því að konur á barneignaraldri taki fólat (fólínsýru) sem bætiefni. Við sérstakar aðstæður, eins og til dæmis fyrir einstaklinga með fæðuofnæmi og fæðuóþol, ætti að ræða við heilbrigðisstarfsfólk til að meta hvort það þurfi að taka aukalega bætiefni. Mataræði í takt í við ráðleggingar er samfélagslegt verkefni Það er von okkar hjá embætti landlæknis að þessi leiðarvísir um mataræði nýtist almenningi í daglegu lífi. Samkvæmt síðustu landskönnun á mataræði frá 2019 til 2021 þá fylgja því miður ekki nógu margir opinberum ráðleggingum um mataræði. Ýmsar skyndilausnir freista okkar þegar kemur að útliti og heilsu en þær geta líka reynst skaðlegar til lengri tíma litið. Ráðleggingar um mataræði leggja áherslu á vellíðan, að njóta matarins og að borða nóg, svo líkami okkar geti starfað eðlilega. Það eru engin boð og bönn í ráðleggingunum en nefndar eru vörur sem umgangast þarf með varúð sérstaklega þegar börn og ungmenni eiga í hlut. Aðstæður til að borða hollt og fjölbreytt geta einnig ráðist af ýmsum ytri aðstæðum svo sem aðgengi að hollari valkostum á viðráðanlegu verði. Samfélagið í heild sinni þarf að styðja landsmenn og bjóða upp á gott fæðuumhverfi til dæmis í skólum, við íþrótta – og tómstundaiðkun, á vinnustöðum og í matvöruverslunum. Hollt mataræði er hægt að setja saman á marga mismunandi vegu og hver og einn þarf að finna sína leið. Nánari upplýsingar um nýju ráðleggingarnar um mataræði má finna á vefsíðu embættis landlæknis. Höfundur er landlæknir.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar