Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2025 15:00 Eiríkur Valberg vildi ekki tjá sig um mögulega ferð íslenskra lögreglumanna á fund írskra kollega sinna þegar eftir því var leitað. Lögregluyfirvöld á Íslandi segjast ekki geta staðfest þá staðhæfingu Davíðs Karls Wiium, bróður Jóns Þrastar Jónssonar, að íslenska lögreglan og sú írska muni funda um hvarf Jóns í Haag í Hollandi á næstunni. Jón hvarf sporlaust, eins og kunnugt er, í Dublin árið 2019. Davíð ræddi stöðu málsins í Kastljósinu á RÚV í gær en þar greindi hann frá því að fjölskyldan hefði átt fund með lögregluyfirvöldum á Írlandi, þar sem hún hefði fengið fullnægjandi svör um leitina að Jóni í almenningsgarði í Dublin og um rannsókn málsins almennt. Lögreglan hefði til að mynda sannfært fjölskylduna um að það væri ekki minni áhersla lögð á rannsókn málsins jafnvel þótt það væri flokkað sem mannshvarf frekar en morð. Fréttastofa ræddi við Eirík Valberg, lögreglufulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagðist ekki geta staðfest að íslenskir lögreglumenn hygðust ferðast út til Haag til að funda með írskum kollegum sínum. Þá sagðist hann heldur ekki geta tjáð sig um þá fullyrðingu Davíðs að Europol ætlaði að koma að málum. Eiríkur varðist raunar allra fregna og sagði rannsóknina algjörlega á forræði lögreglunnar á Írlandi. Það væri þannig hennar að stjórna því hvað gefið væri út um stöðu málsins. Eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Davíð sagði í Kastljósi að fjölskyldu Jóns hefði þótt samvinnu lögregluyfirvalda hérlendis og á Írlandi ábótavant. Virðast vonir fjölskyldunnar standa til þess að aðkoma Europol muni liðka fyrir samskiptum, eins og Davíð komst að orði. „Ég upplifi það þannig, og sérstaklega af heimsókn okkar núna til Írlands, að lögreglan líti ekki á það sem svo, nei,“ sagði Davíð í Kastljósinu, spurður að því hvort hann teldi lögreglu enn meta málið þannig að Jón hefði bara látið sig hverfa. „Að því sögðu þá hef ég ekkert í höndunum sem að fullyrðir það. En mín samtöl við teymið sem fer með rannsókn málsins úti á Írlandi, sem við teljum að sé afbragðsfólk... Það er nýr yfirmaður kominn í málið, við hittum æðstu menn og konur hjá lögreglunni og það er okkar tilfinning að þeir séu farnir að líta á málið meira í áttina að því að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, frekar en að hann hafi einfaldlega látið sig hverfa.“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá þurfum við öll að geta byrjað í sorgarferli,“ sagði Hanna Björk Þrastardóttir, móðir Jóns, í Kastljósinu um mikilvægi þess að fá svör. „Það er alltaf gat, lífið verður aldrei eins.“ Erlend sakamál Íslendingar erlendis Lögreglumál Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Jón hvarf sporlaust, eins og kunnugt er, í Dublin árið 2019. Davíð ræddi stöðu málsins í Kastljósinu á RÚV í gær en þar greindi hann frá því að fjölskyldan hefði átt fund með lögregluyfirvöldum á Írlandi, þar sem hún hefði fengið fullnægjandi svör um leitina að Jóni í almenningsgarði í Dublin og um rannsókn málsins almennt. Lögreglan hefði til að mynda sannfært fjölskylduna um að það væri ekki minni áhersla lögð á rannsókn málsins jafnvel þótt það væri flokkað sem mannshvarf frekar en morð. Fréttastofa ræddi við Eirík Valberg, lögreglufulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagðist ekki geta staðfest að íslenskir lögreglumenn hygðust ferðast út til Haag til að funda með írskum kollegum sínum. Þá sagðist hann heldur ekki geta tjáð sig um þá fullyrðingu Davíðs að Europol ætlaði að koma að málum. Eiríkur varðist raunar allra fregna og sagði rannsóknina algjörlega á forræði lögreglunnar á Írlandi. Það væri þannig hennar að stjórna því hvað gefið væri út um stöðu málsins. Eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Davíð sagði í Kastljósi að fjölskyldu Jóns hefði þótt samvinnu lögregluyfirvalda hérlendis og á Írlandi ábótavant. Virðast vonir fjölskyldunnar standa til þess að aðkoma Europol muni liðka fyrir samskiptum, eins og Davíð komst að orði. „Ég upplifi það þannig, og sérstaklega af heimsókn okkar núna til Írlands, að lögreglan líti ekki á það sem svo, nei,“ sagði Davíð í Kastljósinu, spurður að því hvort hann teldi lögreglu enn meta málið þannig að Jón hefði bara látið sig hverfa. „Að því sögðu þá hef ég ekkert í höndunum sem að fullyrðir það. En mín samtöl við teymið sem fer með rannsókn málsins úti á Írlandi, sem við teljum að sé afbragðsfólk... Það er nýr yfirmaður kominn í málið, við hittum æðstu menn og konur hjá lögreglunni og það er okkar tilfinning að þeir séu farnir að líta á málið meira í áttina að því að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, frekar en að hann hafi einfaldlega látið sig hverfa.“ „Númer eitt, tvö og þrjú þá þurfum við öll að geta byrjað í sorgarferli,“ sagði Hanna Björk Þrastardóttir, móðir Jóns, í Kastljósinu um mikilvægi þess að fá svör. „Það er alltaf gat, lífið verður aldrei eins.“
Erlend sakamál Íslendingar erlendis Lögreglumál Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira