Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar 13. mars 2025 08:32 Störf Ingibjargar á ýmsum vettvangi endurspegla að þar er á ferð öflug manneskja. Hún er afreksmanneskja í íþróttum en meðal eiginleika afburðaíþróttafólks er skýr markmiðasetning, einbeiting, samskiptahæfni, þrautseigja og sjálfsagi. Eiginleikar sem eru sameiginlegir þeim sem vilja ná afburðaárangri á hvaða vettvangi sem er. Þeir eiginleikar hafa greinilega nýst henni í vísindum því eins og sjá má á heimasíðu hennar framboðs er hún meðal fremstu vísindamanna skólans og með sambönd út um allan heim (https://ingibjorg.hi.is/). Þá þekkir hún flókna innviði háskólans vel eftir störf sín sem sviðsforseti, deildarforseti og aðstoðarrektor vísinda. Stjórnunar- og vísindareynsla Ingibjargar eru tvær ástæður þess að ég gef henni mitt atkvæði. Aðrar ástæður eru afstaða hennar til nemenda, sem grunneiningar háskólans, og afstaða hennar til fjármögnunar skólans og lesa má um á heimasíðunni. Það er grundvallarafstaða mín eftir að hafa starfað í 38 ár við Háskóla Íslands að frumskylda okkar er að standa vörð um öflugt nám á öllum skólastigum í öllum námsgreinum sem kenndar eru við skólann. Fjármögnun skólans endurspeglar hins vegar ekki að þetta sé viðhorf þeirra sem útdeila fjármagninu. Það er almenn vitneskja að háskólarnir eru undir fjármagnaðir. En eitt er að vera undir fjármagnaður, annað að útdeila ekki réttlátlega því fjármagni sem til staðar er til mismunandi námsleiða. Þar vísa ég í reikniflokka námsleiða en ég á erfitt með að sætta mig við það óréttlæti sem felst í röðun námsleiða í reikniflokka. Röðunin er ógegnsæ en allir sjá þó að flokkun námsleiða felur í sér að í námsleiðum sem flokkast í hæsta flokk er að finna „fyrirlestranámskeið” sem fá tvöfalda greiðslu miðað við „fyrirlestranámskeið” í námsleið sem flokkast í lægsta flokk. Niðurstaðan er að nemendur og nám þeirra líða fyrir þessa flokkun og það er óásættanlegt. Þar sem Ingibjörg hefur sýnt fram á getu sína til afreka þá treysti ég henni til að leiðrétta þetta óréttlæti nemendum skólans til hagsbóta. Af öllu ofan töldu er það mat mitt að Ingibjörg sé kjörin til að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands. Svo má bæta við að hún er einfaldlega öflugasti frambjóðandinn líkt og heimasíða hennar ber glöggt vitni um. Höfundur er prófessor Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Störf Ingibjargar á ýmsum vettvangi endurspegla að þar er á ferð öflug manneskja. Hún er afreksmanneskja í íþróttum en meðal eiginleika afburðaíþróttafólks er skýr markmiðasetning, einbeiting, samskiptahæfni, þrautseigja og sjálfsagi. Eiginleikar sem eru sameiginlegir þeim sem vilja ná afburðaárangri á hvaða vettvangi sem er. Þeir eiginleikar hafa greinilega nýst henni í vísindum því eins og sjá má á heimasíðu hennar framboðs er hún meðal fremstu vísindamanna skólans og með sambönd út um allan heim (https://ingibjorg.hi.is/). Þá þekkir hún flókna innviði háskólans vel eftir störf sín sem sviðsforseti, deildarforseti og aðstoðarrektor vísinda. Stjórnunar- og vísindareynsla Ingibjargar eru tvær ástæður þess að ég gef henni mitt atkvæði. Aðrar ástæður eru afstaða hennar til nemenda, sem grunneiningar háskólans, og afstaða hennar til fjármögnunar skólans og lesa má um á heimasíðunni. Það er grundvallarafstaða mín eftir að hafa starfað í 38 ár við Háskóla Íslands að frumskylda okkar er að standa vörð um öflugt nám á öllum skólastigum í öllum námsgreinum sem kenndar eru við skólann. Fjármögnun skólans endurspeglar hins vegar ekki að þetta sé viðhorf þeirra sem útdeila fjármagninu. Það er almenn vitneskja að háskólarnir eru undir fjármagnaðir. En eitt er að vera undir fjármagnaður, annað að útdeila ekki réttlátlega því fjármagni sem til staðar er til mismunandi námsleiða. Þar vísa ég í reikniflokka námsleiða en ég á erfitt með að sætta mig við það óréttlæti sem felst í röðun námsleiða í reikniflokka. Röðunin er ógegnsæ en allir sjá þó að flokkun námsleiða felur í sér að í námsleiðum sem flokkast í hæsta flokk er að finna „fyrirlestranámskeið” sem fá tvöfalda greiðslu miðað við „fyrirlestranámskeið” í námsleið sem flokkast í lægsta flokk. Niðurstaðan er að nemendur og nám þeirra líða fyrir þessa flokkun og það er óásættanlegt. Þar sem Ingibjörg hefur sýnt fram á getu sína til afreka þá treysti ég henni til að leiðrétta þetta óréttlæti nemendum skólans til hagsbóta. Af öllu ofan töldu er það mat mitt að Ingibjörg sé kjörin til að gegna stöðu rektors Háskóla Íslands. Svo má bæta við að hún er einfaldlega öflugasti frambjóðandinn líkt og heimasíða hennar ber glöggt vitni um. Höfundur er prófessor Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar