Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar 13. mars 2025 07:02 18. og 19. mars næstkomandi kjósa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sér nýjan rektor. Höfuðmáli skiptir að til starfsins veljist einstaklingur sem getur staðið vörð um gildi háskólans og hafi skýra sýn á hlutverk hans í nútíð og framtíð. Sem æðsti stjórnandi skólans þarf rektor einnig að geta leitt saman ólíka hópa og verið talsmanneskja skólans út á við og við stjórnvöld. Allir rektorsframbjóðendur eru sammála um að til þess að Háskólinn geti rækt hlutverk sitt þurfi að auka fjárveitingar til háskólastigins ásamt því að bæta starfsaðstæður nemenda jafnt sem kennara. Valið sem kjósendur standa frammi fyrir hverfist því ekki um málaskrána sem slíka heldur fremur um það hvaða frambjóðandi er líklegastur til að fylgja þeim málum eftir sem vinna þarf að og ná árangri. Síðastliðinn áratug hef ég fylgst vel með störfum Kolbrúnar Pálsdóttur innan Háskóla Íslands. Hún hefur sem sviðsforseti Menntavísindasviðs sýnt að hún er hvoru tveggja öflugur stjórnandi og sterkur leiðtogi. Hún hefur til að bera skýra sýn á stöðu og hlutverk Háskólans í íslensku samfélagi, jafnframt því að hafa kjark og seiglu til að fylgja málum eftir, ekki síst í samskipum við stjórnvöld. Einmitt þeir eiginleikar í fari hennar munu gagnast Háskóla Íslands til að styrkja stöðu sína og standa vörð um mikilvægi rannsókna og fagmenntunar fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
18. og 19. mars næstkomandi kjósa nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands sér nýjan rektor. Höfuðmáli skiptir að til starfsins veljist einstaklingur sem getur staðið vörð um gildi háskólans og hafi skýra sýn á hlutverk hans í nútíð og framtíð. Sem æðsti stjórnandi skólans þarf rektor einnig að geta leitt saman ólíka hópa og verið talsmanneskja skólans út á við og við stjórnvöld. Allir rektorsframbjóðendur eru sammála um að til þess að Háskólinn geti rækt hlutverk sitt þurfi að auka fjárveitingar til háskólastigins ásamt því að bæta starfsaðstæður nemenda jafnt sem kennara. Valið sem kjósendur standa frammi fyrir hverfist því ekki um málaskrána sem slíka heldur fremur um það hvaða frambjóðandi er líklegastur til að fylgja þeim málum eftir sem vinna þarf að og ná árangri. Síðastliðinn áratug hef ég fylgst vel með störfum Kolbrúnar Pálsdóttur innan Háskóla Íslands. Hún hefur sem sviðsforseti Menntavísindasviðs sýnt að hún er hvoru tveggja öflugur stjórnandi og sterkur leiðtogi. Hún hefur til að bera skýra sýn á stöðu og hlutverk Háskólans í íslensku samfélagi, jafnframt því að hafa kjark og seiglu til að fylgja málum eftir, ekki síst í samskipum við stjórnvöld. Einmitt þeir eiginleikar í fari hennar munu gagnast Háskóla Íslands til að styrkja stöðu sína og standa vörð um mikilvægi rannsókna og fagmenntunar fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er prófessor við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar