Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2025 14:06 Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru sakfelldir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Vísir/Vilhelm Fangelsisdómar tveggja bræðra sem stýrðu trúfélaginu Zuism voru staðfestir í Hæstarétti í dag. Annar þeirra var dæmdur í tveggja ára fangelsi og hinn í eins og hálfs árs fangelsi. Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru sakfelldir fyrir fjársvik og peningaþvætti í Landsrétti í mars 2022. Hæstiréttur staðfesti þann dóm Landsréttar klukkan 14:00 í dag. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur en bræðurnum var gert að greiða málsvarnar- og áfrýjunarkostnað. Þeir voru fundnir sekir í Landsrétti um að hafa blekkt ríkið til þess að greiða trúfélaginu sóknargjöld sem það átti ekki rétt á, meðal annars með því að upplýsa ekki stjórnvöld um að það uppfyllti ekki skilyrði laga og að senda inn röng eða villandi gögn um félagið. Fénu hefðu þeir svo ráðstafað að mestu leyti til eigin nota, meðal annars í veitingahúsaferðir, áfengi og ferðalög. Alls greiddi ríkissjóður félagi bræðranna rúmar 84 milljónir króna í sóknargjöld áður en frekari greiðslur til þess voru frystar árið 2019. Ágúst Arnar hlaut tveggja ára fangelsisdóm en Einar eins og hálfs árs dóm. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sýknað bræðurna af ákæru héraðssaksóknara. Af þeim sökum áttu þeir rétt á að áfrýja til Hæstaréttar. Fyrir Hæstarétti byggðu verjendur bræðranna meðal annars á því að þeir hefðu ekki fengið sanngjarna málsmeðferð fyrir íslenskum dómstólum. Landsréttur hefði ekki fjallað um málsvarnir þeirra og gögn sem þeir lögðu fram sem áttu að sýna fram á starfsemi trúfélagsins. Einar hlaut þriggja ára fangelsisdóm í óskyldu fjársvikamáli. Í því var hann sakfelldur fyrir að svíkja tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum með því að látast reka fjárfestingasjóð. Fréttin hefur verið uppfærð. Zuism Dómsmál Trúmál Stjórnsýsla Efnahagsbrot Tengdar fréttir Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. 22. mars 2024 14:13 Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu. 27. október 2023 15:45 Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru sakfelldir fyrir fjársvik og peningaþvætti í Landsrétti í mars 2022. Hæstiréttur staðfesti þann dóm Landsréttar klukkan 14:00 í dag. Dómurinn hefur enn ekki verið birtur en bræðurnum var gert að greiða málsvarnar- og áfrýjunarkostnað. Þeir voru fundnir sekir í Landsrétti um að hafa blekkt ríkið til þess að greiða trúfélaginu sóknargjöld sem það átti ekki rétt á, meðal annars með því að upplýsa ekki stjórnvöld um að það uppfyllti ekki skilyrði laga og að senda inn röng eða villandi gögn um félagið. Fénu hefðu þeir svo ráðstafað að mestu leyti til eigin nota, meðal annars í veitingahúsaferðir, áfengi og ferðalög. Alls greiddi ríkissjóður félagi bræðranna rúmar 84 milljónir króna í sóknargjöld áður en frekari greiðslur til þess voru frystar árið 2019. Ágúst Arnar hlaut tveggja ára fangelsisdóm en Einar eins og hálfs árs dóm. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði sýknað bræðurna af ákæru héraðssaksóknara. Af þeim sökum áttu þeir rétt á að áfrýja til Hæstaréttar. Fyrir Hæstarétti byggðu verjendur bræðranna meðal annars á því að þeir hefðu ekki fengið sanngjarna málsmeðferð fyrir íslenskum dómstólum. Landsréttur hefði ekki fjallað um málsvarnir þeirra og gögn sem þeir lögðu fram sem áttu að sýna fram á starfsemi trúfélagsins. Einar hlaut þriggja ára fangelsisdóm í óskyldu fjársvikamáli. Í því var hann sakfelldur fyrir að svíkja tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum með því að látast reka fjárfestingasjóð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Zuism Dómsmál Trúmál Stjórnsýsla Efnahagsbrot Tengdar fréttir Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. 22. mars 2024 14:13 Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu. 27. október 2023 15:45 Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. 22. mars 2024 14:13
Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu. 27. október 2023 15:45
Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51