Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar 12. mars 2025 12:47 Við búum í landi ofgnóttar, það má segja að hér drjúpi smjör af hverju strái. Náttúran hefur gefið okkur margt t.d.: Hreina loftið, heitt vatn úr iðrum jarðar, yndislegt kalt vatn, sjávarauðlindina, græna raforku og hrein íslensk matvæli. Fáar ef nokkrar þjóðir búa yfir jafn miklum náttúruauðlindum og Ísland. Hér er ekki hægt að stoppa upptalninguna því við, sem þjóð, höfum skapað okkur samfélag þar sem t.d.: Öryggi okkar er mikið, spilling lítil, jafnrétti í hæstu hæðum, stéttaskipting lítil, fátækt lítil, laun há og mannréttindi virt. Á Íslandi er fyrirtaks jarðvegur til að ná árangri og engar afsakanir mögulegar ef við stöndum okkur ekki. Hvað þá ef við skröpum botninn í einhverjum málaflokkum. Með Reykjavíkurborg í broddi fylkingar hefur í áratugi molnað undan grunnskólanum og borgin látið það afskiptalaust. Bara haldið áfram sömu leið ár eftir ár og vonast eftir betri útkomu með ömurlegum afleiðingum fyrir börn og unglinga. Með því að axla ekki pólítíska ábyrgð á menntamálum og trú á handónýta menntastefnu er skólaskútan löngu strönduð. Ekki eru menntamálin, svo nokkru nemi, ávörpuð hjá nýrri borgarstjórn og þau látin sitja á hakanum eins og venjulega. Er það forsvaranlegt að þjóð sem hefur allt til alls sé ekki í fremstu röð hvað menntun grunnskólabarna varðar? Árangur er í öfugu hlutfallið við kostnað kerfisins. Er ekki alveg ljóst að við erum á rangri leið? Gleggsta dæmið er að við „töpuðum“ tveimur skólaárum í PISA-stigum á milli áranna 2018 og 2022. Tveimur árum. Þegar Íslensku skólarnir voru miklu meira opnir en skólar langflestra annarra landa í C19-faraldrinum. Hér er verulega mikið að. Menntamál eru grjóthörð efnahagsmál og grundvöllur samkeppnishæfni og verðmætasköpunar landsins. Með þessu áframhaldi fjarar hratt undan skólaskútunni og við verðum eftirbátar annarra í flestu tilliti. Stéttaskipting mun aukast og lífsgæði munu dala. Börnin vilja breytingar, foreldrar vilja breytingar, afar og ömmur vilja breytingar. Það er ákall um breytingar úr öllum áttum. Við getum ekki látið fleiri kynslóðir útskrifast úr grunnskólanum með glötuð tækifæri til lífsgæða. Þetta hrun er mest á vakt vinstri manna, látum þá finna fyrir því að íslensk börn og unglingar skipta samfélagið máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins (jpz@althingi.is). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Við búum í landi ofgnóttar, það má segja að hér drjúpi smjör af hverju strái. Náttúran hefur gefið okkur margt t.d.: Hreina loftið, heitt vatn úr iðrum jarðar, yndislegt kalt vatn, sjávarauðlindina, græna raforku og hrein íslensk matvæli. Fáar ef nokkrar þjóðir búa yfir jafn miklum náttúruauðlindum og Ísland. Hér er ekki hægt að stoppa upptalninguna því við, sem þjóð, höfum skapað okkur samfélag þar sem t.d.: Öryggi okkar er mikið, spilling lítil, jafnrétti í hæstu hæðum, stéttaskipting lítil, fátækt lítil, laun há og mannréttindi virt. Á Íslandi er fyrirtaks jarðvegur til að ná árangri og engar afsakanir mögulegar ef við stöndum okkur ekki. Hvað þá ef við skröpum botninn í einhverjum málaflokkum. Með Reykjavíkurborg í broddi fylkingar hefur í áratugi molnað undan grunnskólanum og borgin látið það afskiptalaust. Bara haldið áfram sömu leið ár eftir ár og vonast eftir betri útkomu með ömurlegum afleiðingum fyrir börn og unglinga. Með því að axla ekki pólítíska ábyrgð á menntamálum og trú á handónýta menntastefnu er skólaskútan löngu strönduð. Ekki eru menntamálin, svo nokkru nemi, ávörpuð hjá nýrri borgarstjórn og þau látin sitja á hakanum eins og venjulega. Er það forsvaranlegt að þjóð sem hefur allt til alls sé ekki í fremstu röð hvað menntun grunnskólabarna varðar? Árangur er í öfugu hlutfallið við kostnað kerfisins. Er ekki alveg ljóst að við erum á rangri leið? Gleggsta dæmið er að við „töpuðum“ tveimur skólaárum í PISA-stigum á milli áranna 2018 og 2022. Tveimur árum. Þegar Íslensku skólarnir voru miklu meira opnir en skólar langflestra annarra landa í C19-faraldrinum. Hér er verulega mikið að. Menntamál eru grjóthörð efnahagsmál og grundvöllur samkeppnishæfni og verðmætasköpunar landsins. Með þessu áframhaldi fjarar hratt undan skólaskútunni og við verðum eftirbátar annarra í flestu tilliti. Stéttaskipting mun aukast og lífsgæði munu dala. Börnin vilja breytingar, foreldrar vilja breytingar, afar og ömmur vilja breytingar. Það er ákall um breytingar úr öllum áttum. Við getum ekki látið fleiri kynslóðir útskrifast úr grunnskólanum með glötuð tækifæri til lífsgæða. Þetta hrun er mest á vakt vinstri manna, látum þá finna fyrir því að íslensk börn og unglingar skipta samfélagið máli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins (jpz@althingi.is).
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar