„Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar 12. mars 2025 12:32 Þessi orð formanns Samtaka iðnaðarins féllu á Iðnþingi fyrr í þessum mánuði. Samband orkunotkunar og hagvaxtar er vel þekkt og margstaðfest. Því má síðan við bæta að án nýrrar orkuvinnslu verða hvorki orkuskipti né árangur í loftslagsmálum. Staðan í raforkumálum er ekki góð. Líkurnar á því að skortur undanfarinna ára verði viðvarandi eru meiri en gott getur talist og eftirspurn vex hraðar en framboð. Til að laga það þarf að virkja en einnig að styrkja flutningskerfið. Flutningstakmarkanir milli landshluta valda því að mikil orka sem væri annars hægt að nýta strandar í kerfinu okkar. Fyrir liggur að til að ná markmiðum okkar um hagvöxt samhliða orkuskiptum þarf að tvöfalda innlenda orkuvinnslu á næstu 20-25 árum. Við megum því engan tíma missa ef við sem þjóð ætlum okkur að ná markmiðum okkar. Allir sem hlut eiga að máli þurfa að bretta upp ermarnar, fyrst og fremst orkufyrirtæki, sveitarfélög, Alþingi og opinberar stofnanir. Aðgangur að orku skapar tækifæri Góðu fréttirnar eru að við vitum hvað við þurfum að gera til að tryggja aðgang að orku og reynslan sýnir okkur að orð formannsins eiga við rök að styðjast. Undanfarin ár hefur okkur hjá Landsneti verið tíðrætt um tækifærin sem tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur fyrir atvinnuþróun sveitarfélaga. Við höfum sýnt fram á hvernig laun almennings hækkuðu hægast í þeim sveitarfélögum sem bjuggu við takmarkaðan aðgang að raforku en undanfarin ár hefur það sýnt sig að þegar þessum takmörkunum léttir hefur atvinnulífið á viðkomandi svæði jafnan tekið við sér. Áður en Hólasandslína 3 var tekin í rekstur í september 2022 voru verulegar takmarkanir á atvinnuþróun í Eyjafirði. Svo afgerandi áhrif hafði væntanleg tilkoma línunnar að Akureyrarbær og gagnaverið AtNorth undirrituðu viljayfirlýsingu í apríl 2022, næstum hálfu ári áður en línan var tekin í rekstur. AtNorth stækkaði svo starfsemi sína 2024 og er í samstarfi við félagið Hringvarma sem nýtir glatvarma frá gagnaverinu til að rækta grænspírur í samstarfi við Rækta Microfarm. Vestmannaeyjar hafa lengi búið við takmarkaðan aðgang að raforku en í kjölfar bilunar á streng til Vestmannaeyja árið 2023 var ákveðið að flýta styrkingu á raforkuafhendingu til Vestmannaeyja með lagningu tveggja nýrra strengja sem verða teknir í rekstur nú í ár. Samhliða því er hafin uppbygging eldisfyrirtækisins Laxeyjar í Vestmannaeyjum sem áætlað er að skapi yfir 100 bein störf. Í Ölfusi er mikill uppgangur í atvinnulífinu en þótt liðin séu níu ár síðan tvítengingu sveitarfélagsins lauk er ljóst að án hennar væru hvorki forsendur fyrir rekstri landeldis né gervigreindargagnaversins sem þar er rekið. Fleiri svona dæmi mætti sjálfsagt tína til. Því miður eru dæmi um hið gagnstæða líka til. Þrautagangan við byggingu Suðurnesjalínu 2 hefur varað í 16 ár og er enn eina ferðina fyrir dómi. Ástand raforkumála á Suðurnesjum líður fyrir það enda gáfu fyrirtæki á svæðinu út neyðarkall í janúar 2023 þar sem þau kölluðu eftir tafarlausri byggingu Suðurnesjalínu 2. Þessi dæmi sýna svo ekki verður um villst að þegar við fjárfestum í styrkingu flutningskerfisins þá sigla tækifærin í kjölfarið. Flutningskerfið fyrst Við hjá Landsneti eigum ærið verk fyrir höndum til að gera orkuskiptin möguleg og allt samfélagið þarf að leggjast á árarnar. Við þurfum að styrkja flutningskerfið og tvöfalda efnahagsreikning fyrirtækisins. Norska systurfyrirtækið okkar Statnett er í sömu sporum og raunar er styrking flutningskerfa raforku hvarvetna aðkallandi í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Það liggur í hlutarins eðli að þegar orkunotkun samfélagsins á að færast frá olíu í græna raforku þarf að styrkja innviðina fyrst. Við mætum ekki aukinni eftirspurn ef innviðirnir til að afhenda raforkuna eru ekki til staðar og þá er heldur ekki til neins að reisa nýjar virkjanir. Þess vegna þarf að styrkja flutningskerfið fyrst. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Fjarskipti Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Þessi orð formanns Samtaka iðnaðarins féllu á Iðnþingi fyrr í þessum mánuði. Samband orkunotkunar og hagvaxtar er vel þekkt og margstaðfest. Því má síðan við bæta að án nýrrar orkuvinnslu verða hvorki orkuskipti né árangur í loftslagsmálum. Staðan í raforkumálum er ekki góð. Líkurnar á því að skortur undanfarinna ára verði viðvarandi eru meiri en gott getur talist og eftirspurn vex hraðar en framboð. Til að laga það þarf að virkja en einnig að styrkja flutningskerfið. Flutningstakmarkanir milli landshluta valda því að mikil orka sem væri annars hægt að nýta strandar í kerfinu okkar. Fyrir liggur að til að ná markmiðum okkar um hagvöxt samhliða orkuskiptum þarf að tvöfalda innlenda orkuvinnslu á næstu 20-25 árum. Við megum því engan tíma missa ef við sem þjóð ætlum okkur að ná markmiðum okkar. Allir sem hlut eiga að máli þurfa að bretta upp ermarnar, fyrst og fremst orkufyrirtæki, sveitarfélög, Alþingi og opinberar stofnanir. Aðgangur að orku skapar tækifæri Góðu fréttirnar eru að við vitum hvað við þurfum að gera til að tryggja aðgang að orku og reynslan sýnir okkur að orð formannsins eiga við rök að styðjast. Undanfarin ár hefur okkur hjá Landsneti verið tíðrætt um tækifærin sem tapast þegar aðgangur að raforku er takmarkandi þáttur fyrir atvinnuþróun sveitarfélaga. Við höfum sýnt fram á hvernig laun almennings hækkuðu hægast í þeim sveitarfélögum sem bjuggu við takmarkaðan aðgang að raforku en undanfarin ár hefur það sýnt sig að þegar þessum takmörkunum léttir hefur atvinnulífið á viðkomandi svæði jafnan tekið við sér. Áður en Hólasandslína 3 var tekin í rekstur í september 2022 voru verulegar takmarkanir á atvinnuþróun í Eyjafirði. Svo afgerandi áhrif hafði væntanleg tilkoma línunnar að Akureyrarbær og gagnaverið AtNorth undirrituðu viljayfirlýsingu í apríl 2022, næstum hálfu ári áður en línan var tekin í rekstur. AtNorth stækkaði svo starfsemi sína 2024 og er í samstarfi við félagið Hringvarma sem nýtir glatvarma frá gagnaverinu til að rækta grænspírur í samstarfi við Rækta Microfarm. Vestmannaeyjar hafa lengi búið við takmarkaðan aðgang að raforku en í kjölfar bilunar á streng til Vestmannaeyja árið 2023 var ákveðið að flýta styrkingu á raforkuafhendingu til Vestmannaeyja með lagningu tveggja nýrra strengja sem verða teknir í rekstur nú í ár. Samhliða því er hafin uppbygging eldisfyrirtækisins Laxeyjar í Vestmannaeyjum sem áætlað er að skapi yfir 100 bein störf. Í Ölfusi er mikill uppgangur í atvinnulífinu en þótt liðin séu níu ár síðan tvítengingu sveitarfélagsins lauk er ljóst að án hennar væru hvorki forsendur fyrir rekstri landeldis né gervigreindargagnaversins sem þar er rekið. Fleiri svona dæmi mætti sjálfsagt tína til. Því miður eru dæmi um hið gagnstæða líka til. Þrautagangan við byggingu Suðurnesjalínu 2 hefur varað í 16 ár og er enn eina ferðina fyrir dómi. Ástand raforkumála á Suðurnesjum líður fyrir það enda gáfu fyrirtæki á svæðinu út neyðarkall í janúar 2023 þar sem þau kölluðu eftir tafarlausri byggingu Suðurnesjalínu 2. Þessi dæmi sýna svo ekki verður um villst að þegar við fjárfestum í styrkingu flutningskerfisins þá sigla tækifærin í kjölfarið. Flutningskerfið fyrst Við hjá Landsneti eigum ærið verk fyrir höndum til að gera orkuskiptin möguleg og allt samfélagið þarf að leggjast á árarnar. Við þurfum að styrkja flutningskerfið og tvöfalda efnahagsreikning fyrirtækisins. Norska systurfyrirtækið okkar Statnett er í sömu sporum og raunar er styrking flutningskerfa raforku hvarvetna aðkallandi í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Það liggur í hlutarins eðli að þegar orkunotkun samfélagsins á að færast frá olíu í græna raforku þarf að styrkja innviðina fyrst. Við mætum ekki aukinni eftirspurn ef innviðirnir til að afhenda raforkuna eru ekki til staðar og þá er heldur ekki til neins að reisa nýjar virkjanir. Þess vegna þarf að styrkja flutningskerfið fyrst. Höfundur er sérfræðingur í hagfræðilegum greiningum hjá Landsneti.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar