Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 12. mars 2025 08:30 Rektor Háskóla Íslands er ekki aðeins leiðtogi starfsmanna og nemenda, heldur getur hann einnig haft áhrif á samfélagið í heild. Ég býð mig fram til að leiða Háskóla Íslands í átt að sjálfbærari framtíð, þar sem menntun, rannsóknir og samfélagsleg ábyrgð spila lykilhlutverk. Vísindi á óvissutímum Framtíðaráskoranir snúast að miklu leyti um sjálfbærni. Sjaldgæfir málmar, nauðsynlegir fyrir orkuskiptin, knýja yfirstandandi baráttu stórveldanna um landvinninga. Einnig eru yfirstandandi menningarátök, þar sem ekki er aðeins vegið að frjálslyndum lífsgildum sem ríkt hafa á Vesturlöndum undanfarna áratugi heldur er vegið að vísindalegri starfsemi og þekkingu. Það birtist ekki aðeins í afneitun á loftslagsbreytingum af mannavöldum og ávinningi bólusetninga heldur í vísindaafneitun almennt. Meira að segja Bandaríkin - sem hingað til hafa verið leiðandi í vísindum og nýsköpun - eru nú kerfisbundið að loka rannsóknarstofnunum. Í slíku ástandi eykst upplýsingaóreiða og æ erfiðara verður að greina hvað er satt og hvað er logið. Því hefur þjálfun í gagnrýnni hugsun og vísindagreiningu aldrei verið mikilvægari – og háskólar aldrei þýðingarmeiri! Þess vegna er mikilvægt að tilvonandi rektor Háskóla Íslands, flaggskips þekkingar á Íslandi, sé með djúpan skilning á alþjóðaværingum. Sjálfbærni í menntun og rannsóknum Háskólar gegna lykilhlutverki í því að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Þar eru stundaðar rannsóknir á rótum loftslagsvandans og lausnum til takast á við hann. Háskólar geta stutt betur við bakið á á þeim sem vinna rannsóknir á þessu aðkallandi sviði án þess þó að hefta akademískt frelsi rannsakenda. Ég tel mikilvægt að móta langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þannig tryggja að við sem samfélag höfum nauðsynlega þekkingu til þess að bregðast við framtíðaráskorunum. Skapa þarf víðtæka samstöðu um mikilvægi málaflokksins og virkja allar deildir til þátttöku í breytingum í þágu sjálfbærni. Til þess þarf háskólinn að auðvelda fræðasviðum og deildum háskólans að taka þátt í þverfræðilegu námi í sjálfbærnimálum og styðja við rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir. Einnig getur háskólinn með rektor í fararbroddi, með auknum fjárframlögum og stuðningi, eflt starfsemi eininga innan Háskóla Íslands, sem nú þegar vinnur gríðarmikilvægt starf með sjálfbærni að leiðarljósi. Háskóli Íslands getur liðkað fyrir samvinnu sérfræðinga skólans og stjórnvalda, til dæmis með tilfærslum í matskerfi opinberra háskóla. Þannig getur sú mikla þekking sem til er innan HÍ nýst stjórnvöldum við að þróa, samræma og rýna mælikvarða um sjálfbærni og innleiða mótvægis- og aðlögunaraðgerðir hjá ríki, sveitarfélögum, atvinnulífi og aðilum vinnumarkaðarins. Háskóli Íslands sem drifkraftur breytinga Rektor þarf að vera öflugur talsmaður sjálfbærni- og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Þá verður næsti rektor Háskóla Íslands að standa þétt við bakið á sínu starfsfólki sem verður fyrir aðkasti þeirra þjóðfélagshópa sem afneita staðreyndum og þarf þess vegna að geta átt markvisst samtal við almenning um hvers vegna afneitun vísinda og þekkingar er hættuleg og hve mikilvæg vísindi eru til þess að auka nýsköpun, tækniþróun og auka velferð samfélaga. Ég býð mig fram til þess að vera sá rektor. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til rektors Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Loftslagsmál Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands er ekki aðeins leiðtogi starfsmanna og nemenda, heldur getur hann einnig haft áhrif á samfélagið í heild. Ég býð mig fram til að leiða Háskóla Íslands í átt að sjálfbærari framtíð, þar sem menntun, rannsóknir og samfélagsleg ábyrgð spila lykilhlutverk. Vísindi á óvissutímum Framtíðaráskoranir snúast að miklu leyti um sjálfbærni. Sjaldgæfir málmar, nauðsynlegir fyrir orkuskiptin, knýja yfirstandandi baráttu stórveldanna um landvinninga. Einnig eru yfirstandandi menningarátök, þar sem ekki er aðeins vegið að frjálslyndum lífsgildum sem ríkt hafa á Vesturlöndum undanfarna áratugi heldur er vegið að vísindalegri starfsemi og þekkingu. Það birtist ekki aðeins í afneitun á loftslagsbreytingum af mannavöldum og ávinningi bólusetninga heldur í vísindaafneitun almennt. Meira að segja Bandaríkin - sem hingað til hafa verið leiðandi í vísindum og nýsköpun - eru nú kerfisbundið að loka rannsóknarstofnunum. Í slíku ástandi eykst upplýsingaóreiða og æ erfiðara verður að greina hvað er satt og hvað er logið. Því hefur þjálfun í gagnrýnni hugsun og vísindagreiningu aldrei verið mikilvægari – og háskólar aldrei þýðingarmeiri! Þess vegna er mikilvægt að tilvonandi rektor Háskóla Íslands, flaggskips þekkingar á Íslandi, sé með djúpan skilning á alþjóðaværingum. Sjálfbærni í menntun og rannsóknum Háskólar gegna lykilhlutverki í því að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Þar eru stundaðar rannsóknir á rótum loftslagsvandans og lausnum til takast á við hann. Háskólar geta stutt betur við bakið á á þeim sem vinna rannsóknir á þessu aðkallandi sviði án þess þó að hefta akademískt frelsi rannsakenda. Ég tel mikilvægt að móta langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þannig tryggja að við sem samfélag höfum nauðsynlega þekkingu til þess að bregðast við framtíðaráskorunum. Skapa þarf víðtæka samstöðu um mikilvægi málaflokksins og virkja allar deildir til þátttöku í breytingum í þágu sjálfbærni. Til þess þarf háskólinn að auðvelda fræðasviðum og deildum háskólans að taka þátt í þverfræðilegu námi í sjálfbærnimálum og styðja við rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir. Einnig getur háskólinn með rektor í fararbroddi, með auknum fjárframlögum og stuðningi, eflt starfsemi eininga innan Háskóla Íslands, sem nú þegar vinnur gríðarmikilvægt starf með sjálfbærni að leiðarljósi. Háskóli Íslands getur liðkað fyrir samvinnu sérfræðinga skólans og stjórnvalda, til dæmis með tilfærslum í matskerfi opinberra háskóla. Þannig getur sú mikla þekking sem til er innan HÍ nýst stjórnvöldum við að þróa, samræma og rýna mælikvarða um sjálfbærni og innleiða mótvægis- og aðlögunaraðgerðir hjá ríki, sveitarfélögum, atvinnulífi og aðilum vinnumarkaðarins. Háskóli Íslands sem drifkraftur breytinga Rektor þarf að vera öflugur talsmaður sjálfbærni- og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Þá verður næsti rektor Háskóla Íslands að standa þétt við bakið á sínu starfsfólki sem verður fyrir aðkasti þeirra þjóðfélagshópa sem afneita staðreyndum og þarf þess vegna að geta átt markvisst samtal við almenning um hvers vegna afneitun vísinda og þekkingar er hættuleg og hve mikilvæg vísindi eru til þess að auka nýsköpun, tækniþróun og auka velferð samfélaga. Ég býð mig fram til þess að vera sá rektor. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til rektors Háskóla Íslands
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun