Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar 10. mars 2025 21:32 Heimurinn talar stanslaust um hringrásarhagkerfið, að endurnýta hráefni jarðar betur og lengur. Samt féll hringrásarhlutfall heimsins úr 9,1% í 7,2% frá 2018 til 2023. Þrátt fyrir loforð um 4,5 billjón dollara tækifæri í hringrásarhagkerfinu er það ekki að kveikja í fjárfestum. Aðeins 3-4% fjármagns flæðir inn í hringrásarhagkerfið sem á að vera framtíðarhagkerfi heimsins. Fjárfestingarsjóðum tengdum hringrásarhagkerfinu fjölgar ekki og eru að minnka að stærð. Bankar segja að þeir vilji græn verkefni. Fjárfestar segjast leita að jákvæðum áhrifum. Fyrirtæki heita sjálfbærnimarkmiðum. Reglugerðir þrýsta á fyrirtæki að upplýsa um framgang að hringrásarhagkerfinu. En peningurinn flæðir ekki í átt að hringrás. Ég hef varið síðustu árum meðal annars að vinnu við hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Tók þátt í að stofna Nordic Circular Hotspot, fjármagnað af Nordic Innovation. Leitt vegvísa fyrir fjármálakerfið. Búið til fjárfestingaáætlanir og fjármagnað hringrásarhagkerfið með leiðandi fyrirtækjum, bönkum og fjárfestum. Frá allri þessari reynslu hefur einn sannleikur komið í ljós: Við erum föst í pattstöðu. „Svona höfum við alltaf gert þetta" hugarfar er auðveldara. Allir bíða eftir að einhver annar taki fyrsta skrefið. Á meðan safnast sönnunargögnin og áhætturnar upp: → Rannsókn frá 2021 (Ellen MacArthur) sem ég vona að haldi vatni í dag segir að fyrirtæki sem innleiða hringrásarhugsun í sínum rekstri hafa sýnt 8,6% lægri vanskilaáhættu og skila betri áhættuleiðréttri ávöxtun. → Verð á auðlindum heldur áfram að hækka. → Úrgangskostnaður er að springa út. → Aðfangakeðjur rofna. → Viðskipta- og tollastríð eru á leiðinni (sbr. Bandaríki Trump). → Óháð öllu þá er bara skynsamlegt að nota hráefni betur og lengur. Hindranirnar eru ekki tæknilegar. Þær eru mannlegar. Ef þér líður eins og það sé ekki framtíð í línulegu kerfi er tækifærið núna. Stjórnvöld verða að taka fyrsta skrefið. Svo þurfa bankarnir að meta betur og verðleggja áhættu línulegra viðskiptalíkana. Fyrirtækin munu síðan hugsa ný viðskiptalíkön, spennandi verkefni og lækka þannig áhættu og auka tækifæri og tekjur. Fjárfestingar munu koma. Neytendur kjósa með veskinu. Ég skil þig eftir með fjögur skref til að græða á hringrásarhagkerfinu: 1. Spyrð þig hvort það sé framtíð í línulegu hagkerfi. 2. Innleiðir hringrásarhugsun. 3. 4. Hagnaður. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Accrona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Heimurinn talar stanslaust um hringrásarhagkerfið, að endurnýta hráefni jarðar betur og lengur. Samt féll hringrásarhlutfall heimsins úr 9,1% í 7,2% frá 2018 til 2023. Þrátt fyrir loforð um 4,5 billjón dollara tækifæri í hringrásarhagkerfinu er það ekki að kveikja í fjárfestum. Aðeins 3-4% fjármagns flæðir inn í hringrásarhagkerfið sem á að vera framtíðarhagkerfi heimsins. Fjárfestingarsjóðum tengdum hringrásarhagkerfinu fjölgar ekki og eru að minnka að stærð. Bankar segja að þeir vilji græn verkefni. Fjárfestar segjast leita að jákvæðum áhrifum. Fyrirtæki heita sjálfbærnimarkmiðum. Reglugerðir þrýsta á fyrirtæki að upplýsa um framgang að hringrásarhagkerfinu. En peningurinn flæðir ekki í átt að hringrás. Ég hef varið síðustu árum meðal annars að vinnu við hringrásarhagkerfið á Norðurlöndunum. Tók þátt í að stofna Nordic Circular Hotspot, fjármagnað af Nordic Innovation. Leitt vegvísa fyrir fjármálakerfið. Búið til fjárfestingaáætlanir og fjármagnað hringrásarhagkerfið með leiðandi fyrirtækjum, bönkum og fjárfestum. Frá allri þessari reynslu hefur einn sannleikur komið í ljós: Við erum föst í pattstöðu. „Svona höfum við alltaf gert þetta" hugarfar er auðveldara. Allir bíða eftir að einhver annar taki fyrsta skrefið. Á meðan safnast sönnunargögnin og áhætturnar upp: → Rannsókn frá 2021 (Ellen MacArthur) sem ég vona að haldi vatni í dag segir að fyrirtæki sem innleiða hringrásarhugsun í sínum rekstri hafa sýnt 8,6% lægri vanskilaáhættu og skila betri áhættuleiðréttri ávöxtun. → Verð á auðlindum heldur áfram að hækka. → Úrgangskostnaður er að springa út. → Aðfangakeðjur rofna. → Viðskipta- og tollastríð eru á leiðinni (sbr. Bandaríki Trump). → Óháð öllu þá er bara skynsamlegt að nota hráefni betur og lengur. Hindranirnar eru ekki tæknilegar. Þær eru mannlegar. Ef þér líður eins og það sé ekki framtíð í línulegu kerfi er tækifærið núna. Stjórnvöld verða að taka fyrsta skrefið. Svo þurfa bankarnir að meta betur og verðleggja áhættu línulegra viðskiptalíkana. Fyrirtækin munu síðan hugsa ný viðskiptalíkön, spennandi verkefni og lækka þannig áhættu og auka tækifæri og tekjur. Fjárfestingar munu koma. Neytendur kjósa með veskinu. Ég skil þig eftir með fjögur skref til að græða á hringrásarhagkerfinu: 1. Spyrð þig hvort það sé framtíð í línulegu hagkerfi. 2. Innleiðir hringrásarhugsun. 3. 4. Hagnaður. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Accrona.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar