Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir og Arnrún María Magnúsdóttir skrifa 10. mars 2025 20:33 Móðir: „Nú ferð þú að fara að byrja á blæðingum, það má búast við því að þetta verði sárt, mikið blóð, því þannig er þetta bara í okkar fjölskyldu, amma þín var líka með mikla verki.” 8 ára dóttir: „Ókey mamma, hvað geri ég þegar þær byrja?“ Móðir: „Ég skal hjálpa þér að finna dömubindi, svo skulum við eiga nóg af verkjalyfjum, því þetta eru oft miklir verkir, en ég veit að þú harkar þetta af þér, alveg eins og við mamma gerðum því svona er það bara að vera kona elskan mín“ 9 ára dóttir: „Mamma ég er að drepast mér er svo illt að ég get ekkert farið í skólann“ Móðir: „Hérna taktu íbúfen og paratabs, endilega prófaðu bara að mæta í skólann þetta er sárt og vont en ég veit að þú getur harkað þetta af þér og stundum er gott að dreifa huganum“ Móðir fær símtal um að sækja dóttur í skóla klukkutíma seinna, sárkvalin af túrverkjum, fer með hana heim, gefur henni kaldan þvottapoka á ennið og hitapoka á magann, hvetur hana til að reyna að sofa meðan þetta líður hjá. Móðir: „Ég er að hringja á barnadeildina og fá þau til að skoða þig elsku barn, þetta er ekki eðlilegt að sjá þig kveljast svona mikið“.Eftir símtal: „Þau vita ekkert hvað þau geta gert fyrir þig og vilja ekki að þú komir þangað, viltu fá hitapoka og þvottapoka á ennið?“ 13 ára dóttir: Öskur grátur! „ég vil deyja þetta er svo ógeðslega vont!“Móðir: „Á morgun förum við að hitta kvensjúkdómalækni sem ég þekki, hann getur örugglega hjálpað okkur, ég skal liggja hjá þér í nótt og halda í höndina þína, þetta líður hjá.“Hjá lækni: „Hún verður að fá getnaðarvarnarpilluna það er eina sem hægt er að gera fyrir hana.“ Ekkert breyttist! Móðir: „Förum og hittum heimilislækninn okkar, hann veit svo margt“ Læknir: Það er ómögulegt að segja hvað geti verið að, það er allt eðlilegt, getur ekki verið að þetta sé depurð og unglingaveiki, endilega prófaðu að fara út í stafagöngu og fá súrefni í heilann, það fær mann til að hugsa skýrt og gleyma sársauka”. Árin liðu og ekkert breyttist! 20 ára dóttir: „Ég er upp á spítala er í mígreniskasti, þau eru að sprauta mig niður með morfíni“ Móðir: „Ástin mín, á ég að koma og sækja þig?“ 21 árs dóttir: „Mamma ég má ekki fara á blæðingar læknarnir segja að ég ráði bara ekki við það“ Móðir: „Guð minn almáttugur, hvað ertu að segja, þetta er miklu verra en þegar ég var barn“ 21 árs dóttir: „Mamma ég glími örugglega við ófrjósemi!“ Móðir: „Elskan mín, hræðilega er sárt að heyra þetta, við förum í gegnum þetta saman, ég stend við hliðina á þér sama hvað mundu það.“ 27 ára dóttir: „Mamma ég kem ekkert heim strax þau vilja leggja mig inn í sterka verkjameðferð til að ná að stoppa verkina“ Móðir: „Er það eitthvað annað en þau hafa verið að prófa síðustu mánuði?“ 27 ára dóttir: „Ég veit það ekki“ Móðir: „Við pabbi þinn komum, þið hjónin eigið ekki að standa í þessu ein, við förum í þetta verkefni saman“ 29 ára dóttir: „Mamma ég er að fara í legnám“ 29 ára dóttir:“Mamma það fannst adenomyosis, systur sjúkdómur endómetríósu út um allt legið mitt“ Móðir: „Ástin mín loksins var einhver sem hlustaði á þig, ég vissi það allan tíma að, þetta var ekkert allt í hausnum á þér!“ Dóttir 30 ára: „Mamma viltu koma með mér í göngutúr í dag?“Móðir 52 ára: „Æi, ég verð að fá að svíkja þig enn eitt skiptið, ég er eitthvað tussuleg og slöpp“ 30 ára dóttir: „Mamma þetta er ekki eðlilegt“ Móðir 52 ára: „Ég er svo þrútin eitthvað, hlýt að hafa borðað hvítlauk, blæs út eins og ég sé komin 8 mánuði á leið, hrikalega sárt, ætla að taka verkjalyf og hvíla mig.“ 30 ára dóttir: „Mamma þú þarft að hitta lækni“Móðir 52 ára: „Elskan mín, ég er búin að hitta marga kvensjúkdómalækni bæði hér fyrir sunnan og norðan, það er allt eðlilegt, ég er bara á svo erfiðum blæðingum“ 30 ára dóttir: „Mamma það er eitthvað að! Viltu fara í legnám?“ Móðir 52 ára: „Það er ekkert að mér segja læknar og þetta er of mikil aðgerð til að gera eitthvað fyrir mig, þau segja að ég sé með svo fallegt leg og allt eðlilegt“ Að lokum Mæðgur fara saman til læknis þar sem dóttir rekur sögu þeirra mæðgna Móðir 52 ára: “Ég fer í legnám rétt fyrir jól, ég vona að þetta hafi einhver áhrif og það finnist eitthvað” Móðir 53 ára: “Það er komið úr niðurstöðunum, ég er með endó og adenó, legið mitt leit hræðilega út mjög illa farið og afar líklegt að ég hafi fæðst með þetta. Þetta er örugglega ástæðan fyrir fósturmissinum og af hverju ég hætti aldrei á blæðingum, öllum þeim hræðilegu verkjum, vanlíðan og því sem ég setti bara á að ég væri móðursjúk á breytingaskeiðinu. Takk fyrir að gefast ekki uppá mér elsku dóttir og hjálpa mér.“ Dóttir: „Mamma þetta var aldrei allt í hausnum á þér!“ Samtalið hér að ofan er raunverulegt samtal mæðgnanna á bakvið þessa grein, þær deila sinni reynslu með þá ósk í hjarta að engar aðrar þurfi að ganga jafn langa þrautagöngu og þær í leit eftir aðstoð. Höfundar sitja báðar í stjórn Endósamtakanna sem standa nú fyrir herferðinni „Þetta er allt í hausnum á þér“ í tilefni af alþjóðlegum mánuði endómetríósu í mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Móðir: „Nú ferð þú að fara að byrja á blæðingum, það má búast við því að þetta verði sárt, mikið blóð, því þannig er þetta bara í okkar fjölskyldu, amma þín var líka með mikla verki.” 8 ára dóttir: „Ókey mamma, hvað geri ég þegar þær byrja?“ Móðir: „Ég skal hjálpa þér að finna dömubindi, svo skulum við eiga nóg af verkjalyfjum, því þetta eru oft miklir verkir, en ég veit að þú harkar þetta af þér, alveg eins og við mamma gerðum því svona er það bara að vera kona elskan mín“ 9 ára dóttir: „Mamma ég er að drepast mér er svo illt að ég get ekkert farið í skólann“ Móðir: „Hérna taktu íbúfen og paratabs, endilega prófaðu bara að mæta í skólann þetta er sárt og vont en ég veit að þú getur harkað þetta af þér og stundum er gott að dreifa huganum“ Móðir fær símtal um að sækja dóttur í skóla klukkutíma seinna, sárkvalin af túrverkjum, fer með hana heim, gefur henni kaldan þvottapoka á ennið og hitapoka á magann, hvetur hana til að reyna að sofa meðan þetta líður hjá. Móðir: „Ég er að hringja á barnadeildina og fá þau til að skoða þig elsku barn, þetta er ekki eðlilegt að sjá þig kveljast svona mikið“.Eftir símtal: „Þau vita ekkert hvað þau geta gert fyrir þig og vilja ekki að þú komir þangað, viltu fá hitapoka og þvottapoka á ennið?“ 13 ára dóttir: Öskur grátur! „ég vil deyja þetta er svo ógeðslega vont!“Móðir: „Á morgun förum við að hitta kvensjúkdómalækni sem ég þekki, hann getur örugglega hjálpað okkur, ég skal liggja hjá þér í nótt og halda í höndina þína, þetta líður hjá.“Hjá lækni: „Hún verður að fá getnaðarvarnarpilluna það er eina sem hægt er að gera fyrir hana.“ Ekkert breyttist! Móðir: „Förum og hittum heimilislækninn okkar, hann veit svo margt“ Læknir: Það er ómögulegt að segja hvað geti verið að, það er allt eðlilegt, getur ekki verið að þetta sé depurð og unglingaveiki, endilega prófaðu að fara út í stafagöngu og fá súrefni í heilann, það fær mann til að hugsa skýrt og gleyma sársauka”. Árin liðu og ekkert breyttist! 20 ára dóttir: „Ég er upp á spítala er í mígreniskasti, þau eru að sprauta mig niður með morfíni“ Móðir: „Ástin mín, á ég að koma og sækja þig?“ 21 árs dóttir: „Mamma ég má ekki fara á blæðingar læknarnir segja að ég ráði bara ekki við það“ Móðir: „Guð minn almáttugur, hvað ertu að segja, þetta er miklu verra en þegar ég var barn“ 21 árs dóttir: „Mamma ég glími örugglega við ófrjósemi!“ Móðir: „Elskan mín, hræðilega er sárt að heyra þetta, við förum í gegnum þetta saman, ég stend við hliðina á þér sama hvað mundu það.“ 27 ára dóttir: „Mamma ég kem ekkert heim strax þau vilja leggja mig inn í sterka verkjameðferð til að ná að stoppa verkina“ Móðir: „Er það eitthvað annað en þau hafa verið að prófa síðustu mánuði?“ 27 ára dóttir: „Ég veit það ekki“ Móðir: „Við pabbi þinn komum, þið hjónin eigið ekki að standa í þessu ein, við förum í þetta verkefni saman“ 29 ára dóttir: „Mamma ég er að fara í legnám“ 29 ára dóttir:“Mamma það fannst adenomyosis, systur sjúkdómur endómetríósu út um allt legið mitt“ Móðir: „Ástin mín loksins var einhver sem hlustaði á þig, ég vissi það allan tíma að, þetta var ekkert allt í hausnum á þér!“ Dóttir 30 ára: „Mamma viltu koma með mér í göngutúr í dag?“Móðir 52 ára: „Æi, ég verð að fá að svíkja þig enn eitt skiptið, ég er eitthvað tussuleg og slöpp“ 30 ára dóttir: „Mamma þetta er ekki eðlilegt“ Móðir 52 ára: „Ég er svo þrútin eitthvað, hlýt að hafa borðað hvítlauk, blæs út eins og ég sé komin 8 mánuði á leið, hrikalega sárt, ætla að taka verkjalyf og hvíla mig.“ 30 ára dóttir: „Mamma þú þarft að hitta lækni“Móðir 52 ára: „Elskan mín, ég er búin að hitta marga kvensjúkdómalækni bæði hér fyrir sunnan og norðan, það er allt eðlilegt, ég er bara á svo erfiðum blæðingum“ 30 ára dóttir: „Mamma það er eitthvað að! Viltu fara í legnám?“ Móðir 52 ára: „Það er ekkert að mér segja læknar og þetta er of mikil aðgerð til að gera eitthvað fyrir mig, þau segja að ég sé með svo fallegt leg og allt eðlilegt“ Að lokum Mæðgur fara saman til læknis þar sem dóttir rekur sögu þeirra mæðgna Móðir 52 ára: “Ég fer í legnám rétt fyrir jól, ég vona að þetta hafi einhver áhrif og það finnist eitthvað” Móðir 53 ára: “Það er komið úr niðurstöðunum, ég er með endó og adenó, legið mitt leit hræðilega út mjög illa farið og afar líklegt að ég hafi fæðst með þetta. Þetta er örugglega ástæðan fyrir fósturmissinum og af hverju ég hætti aldrei á blæðingum, öllum þeim hræðilegu verkjum, vanlíðan og því sem ég setti bara á að ég væri móðursjúk á breytingaskeiðinu. Takk fyrir að gefast ekki uppá mér elsku dóttir og hjálpa mér.“ Dóttir: „Mamma þetta var aldrei allt í hausnum á þér!“ Samtalið hér að ofan er raunverulegt samtal mæðgnanna á bakvið þessa grein, þær deila sinni reynslu með þá ósk í hjarta að engar aðrar þurfi að ganga jafn langa þrautagöngu og þær í leit eftir aðstoð. Höfundar sitja báðar í stjórn Endósamtakanna sem standa nú fyrir herferðinni „Þetta er allt í hausnum á þér“ í tilefni af alþjóðlegum mánuði endómetríósu í mars.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun