Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar 10. mars 2025 13:33 Það leikur enginn vafi á því að Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur allt til brunns að bera sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hún er í fremstu röð okkar vísindamanna og framúrskarandi kennari. Hún er úrræðagóður og sanngjarn leiðtogi og hefur farsæla reynslu af samvinnu og stjórnun á fjölbreyttum vettvangi, meðal annars í forystu Háskóla Íslands sem aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg talar fyrir ákveðnum kerfisbreytingum sem miða að valdeflingu nemenda (og í leiðinni akademísks starfsfólks) í formi aukinna tækifæra: til að taka námskeið í öðrum deildum eða fræðasviðum, til starfsþjálfunar í fyrirtækjum eða stofnunun, til að dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í tímabundnu fjarnámi, til að fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. Tækifæri nemenda til að móta eigin framtíð á eigin forsendum, móta eigið háskólanám með sínum nánustu, auka víðsýni og hæfni til að vinna þvert á fræðigreinar og taka virkan þátt í samfélaginu. Þarna talar aðstoðarrektor vísinda og samfélags, sem þekkir vel hvar tækifærin til breytinga liggja, en líka prófessorinn, fyrrum nemandinn, fjölskyldukonan, íþróttakonan, liðsfélaginn og mentorinn Ingibjörg. Og ég er ekki í nokkrum vafa um að hún muni standa við stóru orðin, fái hún umboð háskólasamfélagsins til þess. Ingibjörg skapaði mér þessi tækifæri í meistara- og doktorsnámi. Þannig tók ég fjölbreytt námskeið í háskólanum, fór í starfsnám í Kaupmannahöfn, skiptinám í Uppsala og sumarskóla í Cambridge, ásamt því að fara á flottar alþjóðlegar ráðstefnur. Ég man líka hvað doktorsnemanum mér þótti mikið til þess koma þegar hún treysti mér til að fara í sinn stað á fund mjög sérhæfðs norræns samstarfshóps í Helsinki. Ingibjörg treysti mér fyrir eigin námi og verkefnum, það fann ég daglega. Hún hvatti mig til að huga að hvíld á meðgöngunum og taka góð fæðingarorlof þegar eldri börnin fæddust meðan á doktorsnáminu stóð, hafandi sjálf verið í sömu sporum í sínu doktorsnámi. Hún er mikil fyrirmynd þegar kemur að því að samræma vinnu og einkalíf þannig að bæði blómstri. Enda þekki ég engan betri í að skilja hismið frá kjarnanum og beina kröftunum á rétta staði. Hún leggur ríka áherslu á gæði frekar en magn og hvetur samstarfsfólk sitt og nemendur til að gera hið sama. Ég hvet nemendur og starfsfólk til að kynna sér áherslur Ingibjargar á heimasíðunni ingibjorg.hi.is og nýta atkvæðisrétt sinn í kosningunum 18. og 19. mars. Höfundur er lektor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Það leikur enginn vafi á því að Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur allt til brunns að bera sem næsti rektor Háskóla Íslands. Hún er í fremstu röð okkar vísindamanna og framúrskarandi kennari. Hún er úrræðagóður og sanngjarn leiðtogi og hefur farsæla reynslu af samvinnu og stjórnun á fjölbreyttum vettvangi, meðal annars í forystu Háskóla Íslands sem aðstoðarrektor vísinda og samfélags. Ingibjörg talar fyrir ákveðnum kerfisbreytingum sem miða að valdeflingu nemenda (og í leiðinni akademísks starfsfólks) í formi aukinna tækifæra: til að taka námskeið í öðrum deildum eða fræðasviðum, til starfsþjálfunar í fyrirtækjum eða stofnunun, til að dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í tímabundnu fjarnámi, til að fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. Tækifæri nemenda til að móta eigin framtíð á eigin forsendum, móta eigið háskólanám með sínum nánustu, auka víðsýni og hæfni til að vinna þvert á fræðigreinar og taka virkan þátt í samfélaginu. Þarna talar aðstoðarrektor vísinda og samfélags, sem þekkir vel hvar tækifærin til breytinga liggja, en líka prófessorinn, fyrrum nemandinn, fjölskyldukonan, íþróttakonan, liðsfélaginn og mentorinn Ingibjörg. Og ég er ekki í nokkrum vafa um að hún muni standa við stóru orðin, fái hún umboð háskólasamfélagsins til þess. Ingibjörg skapaði mér þessi tækifæri í meistara- og doktorsnámi. Þannig tók ég fjölbreytt námskeið í háskólanum, fór í starfsnám í Kaupmannahöfn, skiptinám í Uppsala og sumarskóla í Cambridge, ásamt því að fara á flottar alþjóðlegar ráðstefnur. Ég man líka hvað doktorsnemanum mér þótti mikið til þess koma þegar hún treysti mér til að fara í sinn stað á fund mjög sérhæfðs norræns samstarfshóps í Helsinki. Ingibjörg treysti mér fyrir eigin námi og verkefnum, það fann ég daglega. Hún hvatti mig til að huga að hvíld á meðgöngunum og taka góð fæðingarorlof þegar eldri börnin fæddust meðan á doktorsnáminu stóð, hafandi sjálf verið í sömu sporum í sínu doktorsnámi. Hún er mikil fyrirmynd þegar kemur að því að samræma vinnu og einkalíf þannig að bæði blómstri. Enda þekki ég engan betri í að skilja hismið frá kjarnanum og beina kröftunum á rétta staði. Hún leggur ríka áherslu á gæði frekar en magn og hvetur samstarfsfólk sitt og nemendur til að gera hið sama. Ég hvet nemendur og starfsfólk til að kynna sér áherslur Ingibjargar á heimasíðunni ingibjorg.hi.is og nýta atkvæðisrétt sinn í kosningunum 18. og 19. mars. Höfundur er lektor við Háskóla Íslands.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar