Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar 10. mars 2025 11:00 Samtök áhugafólks um spilafíkn voru stofnuð árið 2019 af hópi fólks sem lætur sig málefni spilafíkla, spilakassa og fjárhættuspila varða. Eitt af fyrstu verkum samtakanna var að ráðast í skoðanakönnun sem kannaði viðhorf Íslendinga til spilakassa og hvort Íslendingar vildu almennt loka spilakössum til framtíðar. Niðurstöðurnar voru mjög afgerandi og 86% þjóðarinnar vildi að þeim yrði lokað. Auk þess er viðhorf almennings almennt mjög neikvætt gagnvart því að stofnanir sem gefa sig út fyrir að starfa í almannaþágu séu að fjármagna sig með spilakössum. Síðan þá hafa aðrir látið sig málaflokkinn varða og tekið afstöðu. Stúdentaráð vill burt með spilakassa Stúdentaráð Háskóla Íslands sendi frá ályktun árið 2021 þar sem segir meðal annars; „Stúdentaráð hvetur Háskólann til að taka skýra afstöðu, segja skilið við umræddan rekstur og setja gott fordæmi fyrir aðrar stofnanir sem hafa aðkomu að samskonar starfsemi“. Nemendur skólans eru afgerandi og taka skýra afstöðu.Sama ár skilaði starfshópur á vegum skólans skýrslu sem tók af allan vafa og kom þar meðal annars fram að ef til „skaðaminnkandi aðgerða“ yrði grípið yrði tekjuhrun í rekstri spilakassa en þar með staðfestir starfshópurinn að meirihluti þess gríðarlega hagnaðar sem næst með rekstri spilakassa kemur úr vasa fólks sem hefur þróað með sér spilafíkn. Starfshópur HÍ bendir á neikvæðar afleiðingar spilakassa Auk þess segir „þá er það engum vafa undirorpið að þessi helsta menntastofnun þjóðarinnar getur ekki staðið að rekstrinum öðruvísi en að taka tillit til nýjustu rannsókna um áhrif spilakassa á tiltekna hópa samfélagsins og með því að taka upp allar mögulegar aðgerðir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild“. Brugðust í Covid! Í Covid-19 þegar fyrirtækjum, skólum og stofnunum var lokað til að vernda líf og heilsu almennings horfðum við í samtökunum upp á þá staðreynd að Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg reyna með öllum mögulegum brögðum að hafa spilakassa sína opna, en fyrir tilstuðlan Samtaka áhugafólks um spilafíkn var spilakössum á endanum lokað – en aðeins tímabundið. Afvegaleiða með ósannindum Í hita þessarar baráttu var farið í árvekniverkefnið LOKUM.IS. Þar var lögð áhersla á persónulega reynslu fólks af spilakössum og leitast við að leiða samfélagið inn í heim spilakassa og afleiðingar þessarar starfsemi. Það hafði nefnilega verið svo í ár og áratugi að eigendur spilakassa höfðu ítrekað komið opinberlega fram og dregið upp saklausa mynd af þessari starfsemi og sumir jafnvel vísvitandi með ósannindum afvegaleitt fólk til þess að breiða yfir hversu ósiðleg og ógeðfeld starfsemi spilakassa er og hve margir eiga um sárt að binda vegna hennar. Í myrkrinu þar til við lokum Þessi starfsemi er flestum hulin og í myrkrinu. En fæstir þeirra sem telja peningana sem koma upp úr kössunum myndu nokkurn tíma sjálf/sjálfir fara og því síður væru þeir sömu til að í að fórna sínum nánustu í spilakassa. En hér erum við enn og ekkert hefur verið gert. En við erum ekki hætt og krafa okkar mun heyrast af vaxandi þunga: Lokum.is Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Fíkn Alma Hafsteinsdóttir Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Samtök áhugafólks um spilafíkn voru stofnuð árið 2019 af hópi fólks sem lætur sig málefni spilafíkla, spilakassa og fjárhættuspila varða. Eitt af fyrstu verkum samtakanna var að ráðast í skoðanakönnun sem kannaði viðhorf Íslendinga til spilakassa og hvort Íslendingar vildu almennt loka spilakössum til framtíðar. Niðurstöðurnar voru mjög afgerandi og 86% þjóðarinnar vildi að þeim yrði lokað. Auk þess er viðhorf almennings almennt mjög neikvætt gagnvart því að stofnanir sem gefa sig út fyrir að starfa í almannaþágu séu að fjármagna sig með spilakössum. Síðan þá hafa aðrir látið sig málaflokkinn varða og tekið afstöðu. Stúdentaráð vill burt með spilakassa Stúdentaráð Háskóla Íslands sendi frá ályktun árið 2021 þar sem segir meðal annars; „Stúdentaráð hvetur Háskólann til að taka skýra afstöðu, segja skilið við umræddan rekstur og setja gott fordæmi fyrir aðrar stofnanir sem hafa aðkomu að samskonar starfsemi“. Nemendur skólans eru afgerandi og taka skýra afstöðu.Sama ár skilaði starfshópur á vegum skólans skýrslu sem tók af allan vafa og kom þar meðal annars fram að ef til „skaðaminnkandi aðgerða“ yrði grípið yrði tekjuhrun í rekstri spilakassa en þar með staðfestir starfshópurinn að meirihluti þess gríðarlega hagnaðar sem næst með rekstri spilakassa kemur úr vasa fólks sem hefur þróað með sér spilafíkn. Starfshópur HÍ bendir á neikvæðar afleiðingar spilakassa Auk þess segir „þá er það engum vafa undirorpið að þessi helsta menntastofnun þjóðarinnar getur ekki staðið að rekstrinum öðruvísi en að taka tillit til nýjustu rannsókna um áhrif spilakassa á tiltekna hópa samfélagsins og með því að taka upp allar mögulegar aðgerðir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild“. Brugðust í Covid! Í Covid-19 þegar fyrirtækjum, skólum og stofnunum var lokað til að vernda líf og heilsu almennings horfðum við í samtökunum upp á þá staðreynd að Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg reyna með öllum mögulegum brögðum að hafa spilakassa sína opna, en fyrir tilstuðlan Samtaka áhugafólks um spilafíkn var spilakössum á endanum lokað – en aðeins tímabundið. Afvegaleiða með ósannindum Í hita þessarar baráttu var farið í árvekniverkefnið LOKUM.IS. Þar var lögð áhersla á persónulega reynslu fólks af spilakössum og leitast við að leiða samfélagið inn í heim spilakassa og afleiðingar þessarar starfsemi. Það hafði nefnilega verið svo í ár og áratugi að eigendur spilakassa höfðu ítrekað komið opinberlega fram og dregið upp saklausa mynd af þessari starfsemi og sumir jafnvel vísvitandi með ósannindum afvegaleitt fólk til þess að breiða yfir hversu ósiðleg og ógeðfeld starfsemi spilakassa er og hve margir eiga um sárt að binda vegna hennar. Í myrkrinu þar til við lokum Þessi starfsemi er flestum hulin og í myrkrinu. En fæstir þeirra sem telja peningana sem koma upp úr kössunum myndu nokkurn tíma sjálf/sjálfir fara og því síður væru þeir sömu til að í að fórna sínum nánustu í spilakassa. En hér erum við enn og ekkert hefur verið gert. En við erum ekki hætt og krafa okkar mun heyrast af vaxandi þunga: Lokum.is Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun