Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar 13. desember 2025 09:01 Til ykkar sem stýrið orkufyrirtækjum og veitum og til ykkar sem eigið eftir að velja ykkur náms- og starfsleiðir: orkan okkar er ekki bara megavött, jarðhitaholur og raflínur. Orkan okkar er fólk. Ef við nýtum ekki hæfileika alls hópsins, þá nýtum við ekki orkuna til fulls. Núna starfar stór hópur kvenna í orku- og veitugeiranum í mjög fjölbreyttum störfum. Þær starfa á aflstöðvum og í stjórnstöðvum, í fjármálum og greiningu, í öryggis- og gæðamálum, við þróun virkjunarkosta, í mannauði og samskiptum, hönnun og stafrænni þróun, bara svo nokkur dæmi séu nefnd. Hver og ein á sinn þátt í að skapa orkuna á Íslandi. Lítil breyting en samt svo mikil Sem formaður KÍO, Kvenna í orkumálum, og stjórnandi í orkugeiranum í rúman áratug sé ég þessa breidd á hverjum degi. Við hjá KÍO höfum frá árinu 2017 unnið að greiningu með ráðgjafarfyrirtækinu EY á kynjahlutföllum innan stærstu fyrirtækja geirans. Niðurstöðurnar sýna að hlutfall kvenna í hópi starfsfólks orku- og veitugeirans hefur ekki breyst mikið á þessum árum, að undanskildum framkvæmdastjórnum þar sem hlutur kvenna hefur aukist. Hlutföllin segja þó ekki alla söguna. Geirinn hefur stækkað og því hefur konum í greininni fjölgað verulega, þótt hlutfallið standi að mestu í stað. Á vinnustöðunum upplifum við þannig gjörbreytingu á síðustu fimm árum, jafnvel þótt tölfræðin sýni aðeins hóflega breytingu. Ástæðan er meðal annars sú að samsetning hópsins hefur breyst. Konur eru ekki lengur að stórum hluta í þjónustu- og stoðhlutverkum; þær eru komnar í áhrifastöður í orkugeiranum. Þær leiða þróunarverkefni, stýra stafrænum umbreytingum, fjármagna framkvæmdir, byggja upp öryggis- og umbótamenningu, hanna stafrænar lausnir og taka þátt í flóknum ákvörðunum um nýtingu og uppbyggingu. Hópurinn er líka orðinn mun fjölbreyttari, yngri og eldri konur, ólík menntun og ólíkur bakgrunnur. Mest hallar enn á í störfum sem krefjast iðnmenntunar og þar þurfum við að gera betur. Til þess þarf bæði breitt samstarf við yfirvöld og menntastofnanir og fleiri og fjölbreyttari fyrirmyndir. Einn, tveir... Af tólf stærstu orku- og veitufyrirtækjum landsins situr kona á forstjórastóli í tveimur þeirra. Það er framför og hún skiptir máli, en hún segir okkur líka að það eru tækifæri til að gera betur. Fjölbreytt teymi taka betri ákvarðanir, leysa hraðar úr flóknum áskorunum og skapa meira traust, það veit hver sá sem hefur stýrt breytingum eða setið í stjórn. Í geira þar sem við erum að fjárfesta fyrir tugi milljarða, breyta landnotkun og tryggja orkuskipti fyrir heila þjóð er einfaldlega óskynsamlegt að nýta ekki hæfileika fólks af öllum kynjum og með ólíkan bakgrunn, menntun og reynslu. Þess vegna höfum við í KÍO sett af stað vitundarvakninguna „Hér starfa líka konur“. Með viðtölum og myndum á samfélagsmiðlum sýnum við konur í ólíkum störfum og búum þannig til fyrirmyndir: jarðfræðing sem kortleggur jarðhita, sérfræðing í stjórnstöð sem fylgist með flæði orkunnar, fjármálastjóra sem tryggir að góðar hugmyndir fái eldsneyti, rafvirkja sem sinnir rekstri og viðhaldi í aflstöð og öryggis- og gæðastjóra sem byggir upp trausta öryggismenningu. Þar fyrir utan höldum við viðburði allt árið þar sem konur í geiranum tengjast og mynda sterkt faglegt net. Skýr skilaboð Skilaboðin til ungs fólks og þeirra sem eru að velta næstu skrefum fyrir sér eru einföld: það eru fleiri leiðir inn í orkugeirann en þú heldur. Þetta er sannarlega geiri fyrir tæknifólk og verkfræðinga,en líka fyrir lögfræðinga, hönnuði, rafvirkja, pípara, verkefnastjóra, rekstrarfólk og mannauðs- og samskiptasérfræðinga. Þetta er vettvangur fyrir fjölbreyttan hóp fólks sem vill hafa áhrif og byggja upp innviði framtíðar. Skilaboðin til fyrirtækjanna eru ekki síður skýr: það skiptir máli hvernig þið ráðið, leiðið og lyftið fólki upp. Ég er sannfærð um að aukin fjölbreytni í starfsmannahópnum á öllum sviðum orkugeirans muni auka verðmætasköpun og ýta undir samkeppnishæfni hans til framtíðar. Höfundur er formaður KÍO - Kvenna í orkumálum og forstöðumaður hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Til ykkar sem stýrið orkufyrirtækjum og veitum og til ykkar sem eigið eftir að velja ykkur náms- og starfsleiðir: orkan okkar er ekki bara megavött, jarðhitaholur og raflínur. Orkan okkar er fólk. Ef við nýtum ekki hæfileika alls hópsins, þá nýtum við ekki orkuna til fulls. Núna starfar stór hópur kvenna í orku- og veitugeiranum í mjög fjölbreyttum störfum. Þær starfa á aflstöðvum og í stjórnstöðvum, í fjármálum og greiningu, í öryggis- og gæðamálum, við þróun virkjunarkosta, í mannauði og samskiptum, hönnun og stafrænni þróun, bara svo nokkur dæmi séu nefnd. Hver og ein á sinn þátt í að skapa orkuna á Íslandi. Lítil breyting en samt svo mikil Sem formaður KÍO, Kvenna í orkumálum, og stjórnandi í orkugeiranum í rúman áratug sé ég þessa breidd á hverjum degi. Við hjá KÍO höfum frá árinu 2017 unnið að greiningu með ráðgjafarfyrirtækinu EY á kynjahlutföllum innan stærstu fyrirtækja geirans. Niðurstöðurnar sýna að hlutfall kvenna í hópi starfsfólks orku- og veitugeirans hefur ekki breyst mikið á þessum árum, að undanskildum framkvæmdastjórnum þar sem hlutur kvenna hefur aukist. Hlutföllin segja þó ekki alla söguna. Geirinn hefur stækkað og því hefur konum í greininni fjölgað verulega, þótt hlutfallið standi að mestu í stað. Á vinnustöðunum upplifum við þannig gjörbreytingu á síðustu fimm árum, jafnvel þótt tölfræðin sýni aðeins hóflega breytingu. Ástæðan er meðal annars sú að samsetning hópsins hefur breyst. Konur eru ekki lengur að stórum hluta í þjónustu- og stoðhlutverkum; þær eru komnar í áhrifastöður í orkugeiranum. Þær leiða þróunarverkefni, stýra stafrænum umbreytingum, fjármagna framkvæmdir, byggja upp öryggis- og umbótamenningu, hanna stafrænar lausnir og taka þátt í flóknum ákvörðunum um nýtingu og uppbyggingu. Hópurinn er líka orðinn mun fjölbreyttari, yngri og eldri konur, ólík menntun og ólíkur bakgrunnur. Mest hallar enn á í störfum sem krefjast iðnmenntunar og þar þurfum við að gera betur. Til þess þarf bæði breitt samstarf við yfirvöld og menntastofnanir og fleiri og fjölbreyttari fyrirmyndir. Einn, tveir... Af tólf stærstu orku- og veitufyrirtækjum landsins situr kona á forstjórastóli í tveimur þeirra. Það er framför og hún skiptir máli, en hún segir okkur líka að það eru tækifæri til að gera betur. Fjölbreytt teymi taka betri ákvarðanir, leysa hraðar úr flóknum áskorunum og skapa meira traust, það veit hver sá sem hefur stýrt breytingum eða setið í stjórn. Í geira þar sem við erum að fjárfesta fyrir tugi milljarða, breyta landnotkun og tryggja orkuskipti fyrir heila þjóð er einfaldlega óskynsamlegt að nýta ekki hæfileika fólks af öllum kynjum og með ólíkan bakgrunn, menntun og reynslu. Þess vegna höfum við í KÍO sett af stað vitundarvakninguna „Hér starfa líka konur“. Með viðtölum og myndum á samfélagsmiðlum sýnum við konur í ólíkum störfum og búum þannig til fyrirmyndir: jarðfræðing sem kortleggur jarðhita, sérfræðing í stjórnstöð sem fylgist með flæði orkunnar, fjármálastjóra sem tryggir að góðar hugmyndir fái eldsneyti, rafvirkja sem sinnir rekstri og viðhaldi í aflstöð og öryggis- og gæðastjóra sem byggir upp trausta öryggismenningu. Þar fyrir utan höldum við viðburði allt árið þar sem konur í geiranum tengjast og mynda sterkt faglegt net. Skýr skilaboð Skilaboðin til ungs fólks og þeirra sem eru að velta næstu skrefum fyrir sér eru einföld: það eru fleiri leiðir inn í orkugeirann en þú heldur. Þetta er sannarlega geiri fyrir tæknifólk og verkfræðinga,en líka fyrir lögfræðinga, hönnuði, rafvirkja, pípara, verkefnastjóra, rekstrarfólk og mannauðs- og samskiptasérfræðinga. Þetta er vettvangur fyrir fjölbreyttan hóp fólks sem vill hafa áhrif og byggja upp innviði framtíðar. Skilaboðin til fyrirtækjanna eru ekki síður skýr: það skiptir máli hvernig þið ráðið, leiðið og lyftið fólki upp. Ég er sannfærð um að aukin fjölbreytni í starfsmannahópnum á öllum sviðum orkugeirans muni auka verðmætasköpun og ýta undir samkeppnishæfni hans til framtíðar. Höfundur er formaður KÍO - Kvenna í orkumálum og forstöðumaður hjá Landsvirkjun.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar