Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar 10. mars 2025 07:47 „Getur þú ímyndað þér að þurfa alltaf að tala annað tungumál á fundum sem skipta einhverju raunverulegu máli í þínu eigin heimalandi?“ spurði grænlensk samstarfskona mig fyrir nokkrum árum og vísaði hér til dönsku. „Þú upplifir að þú sért óæðri á einhvern hátt, þó að það sé kannski ekki ætlunin, þá seytlast sú tilfinning smátt og smátt inn.“ Þessi upplifun festist í huga mér. Hún er ein birtingarmynd samskipta Dana við Grænlendinga sem hafa ekki alltaf verið til fyrirmyndar frá árinu 1721 þegar Grænland varð nýlenda Danmerkur. Grænland, stærsta eyja heims, er jafn stórt og Bretland, Þýskaland, Spánn, Ítalía, Austurríki, Sviss og Belgía samanlagt. Landfræðilega tilheyrir það Norður-Ameríkuflekanum og hefur í þúsundir ára verið heimili Inúíta sem hafa sitt eigið tungumál, sögu og menningu. Í dag hefur margt breyst til hins betra í samskiptum þjóðanna sem birtist meðal annars í formlegri stöðu Grænlands gagnvart Danmörku. Árið 1953 fengu Grænlendingar aukin réttindi sem danskt amt eða hérað í konungsríki Dana. Árið 1979 öðluðust Grænlendingar heimastjórn og grænlenska þjóðþingið var stofnað. Þrjátíu árum síðar greiddu Grænlendingar atkvæði með samkomulagi um aukna sjálfstjórn (e. Self Government Act) sem gaf þeim líka rödd á danska þinginu og varðaði leið Grænlands til sjálfstæðis. Ein helsta efnahagslega hindrunin í þeirri vegferð er að ríflega helmingur tekna Grænlands kemur frá Danmörku. Saga sjálfstæðisbaráttu Íslands og Grænlands Grænlendingar þurfa einnig oft að heyra að þeir séu of fáir til að verða sjálfstæð þjóð enda eingöngu um 57 þúsund. Þá er áhugavert að líta aftur í söguna og horfa til þess að við Íslendingar voru líka smá þjóð þegar við öðluðumst fullt sjálfstæði eða um rúm 120 þúsund. Líkindin með sögu og tækifærum Íslands þá og Grænlands í dag eru töluverð eins og sjá má á eftirfarandi dæmum: Á leið Íslands til sjálfstæðis jókst meðvitund um gildi íslenskrar tungu, menningar og náttúru sem varð grunnur að sjálfstæðisbaráttu okkar og sókn. Sama hefur verið uppi á teningnum í Grænlandi á undanförnum árum. Þegar Ísland lýsti yfir sjálfstæði skipti stuðningur og viðurkenning Bandaríkjanna sköpum, á tímum þegar Danmörk var hernumin. Núverandi ólga í alþjóðamálum sýnir að samvinna við Bandaríkin getur einnig haft áhrif á þróun Grænlands. Þegar Ísland varð sjálfstætt ríki var fiskurinn í sjónum okkar helsta tekjulind. Í Grænlandi er staðan sú sama en allt að þriðjungur landsframleiðslu þeirra kemur frá sjávarútvegi. Sóknarfærin í nýsköpun og aukinni verðmætasköpun á sviði sjávarútvegs geta orðið fjölmörg í framtíð Grænlands, líkt og við höfum reynslu af hér á landi. Eftir sjálfstæði Íslands nýttum við fallvötn til raforkuframleiðslu til að fjölga stoðum efnahagslífsins og byggðum upp sterka innviði raforku og tengdan iðnað svo sem álframleiðslu og gagnaver. Grænland býr yfir sömu möguleikum á enn stærri skala m.a. með sína ríku möguleika í vatnsafli. Þessir möguleikar orkumálanna geta líka stutt við framleiðslu rafeldsneytis eða nýtingu málma Grænlands, sem er orkufrekur iðnaður. Slík innviðauppbygging getur svo nýst fleiri sviðum samfélagsins til lengri tíma, líkt og raunin varð á Íslandi. Eftir að Ísland varð sjálfstætt ríki nýttum við legu landsins mitt milli Evrópu og Bandaríkjanna til að byggja upp millilandaflug. Það rauf einangrun Íslands, efldi viðskipti og varð grunnur ferðaþjónustunnar eins og við þekkjum hana í dag. Grænland er á barmi þessarar þróunar; lega landsins er hagstæð og eftir langa bið sem hefur heft þessa þróun munu þrír alþjóðlegir flugvellir starfa á Grænlandi frá og með 2026, en sá fyrsti opnaði í Nuuk árið 2024. Gera má ráð fyrir að þessar nýju samskiptaæðar muni gjörbreyta möguleikum Grænlendinga í viðskiptum og gera ferðaþjónustu að stærri tekjustoð, enda náttúra Grænlands og menning einstök. Staða Grænlands í dag – Ísland sem ákveðin fyrirmynd og bandamaður Grænland stendur því að sumu leiti á svipuðum tímamótum og Ísland gerði fyrir nokkrum áratugum. Samhliða og Ísland tryggði sér pólitískt sjálfstæði þurftum við að byggja upp efnahagslegt sjálfstæði, fjölga stoðum atvinnulífsins, byggja upp menntun og heilbrigðiskerfi, og skapa okkur sess á alþjóðavettvangi. Grænland stendur nú frammi fyrir sömu verkefnum: Að treysta efnahagsgrunn sinn, efla innviði, nýta auðlindir sínar á sjálfbæran hátt og auka alþjóðlega samkeppnishæfni. Þess vegna er Ísland kjörinn samstarfsaðili sem getur verið fyrirmynd í ákveðnum verkefnum í þessari vegferð. Þrátt fyrir smæð þjóðarinnar hefur Grænland burði til að byggja upp fjölbreytt efnahagslíf, rétt eins og Ísland gerði á sínum tíma. En það sem skiptir jafnvel enn meira máli er að Ísland er eitt af örfáum ríkjum sem skilur að ákveðnu leyti raunverulega hvaða áskoranir Grænland stendur frammi fyrir. Við erum þjóð sem hefur gengið í gegnum sjálfstæðisferli undan Dönum. Við eigum því sögu um samskipti við Danmörku bæði sem fyrrverandi hluti af veldi þeirra og upplifun af farsælum samskiptum eftir sjálfstæði. Þessi reynsla skapar einstakt tækifæri til samvinnu; Ísland hefur bæði reynslu og getu til að styðja Grænland í þeirri leið sem þeir ákveða og það er í okkar hagsmunum að tryggja að rödd Grænlands hljómi skýrar á alþjóðavettvangi. Aukin samvinna Íslands og Grænlands á að vera forgangsmál Eins og sjá má þá eru staða og tækifæri Íslands og Grænlendings í fortíð og framtíð lík að ýmsu leyti. Ofan á þessi líkindi hafa Grænlendingar mun fjölbreyttari tækifæri í öðrum auðlindum eins og kopar, gulli, úraníum og olíu. Þess vegna er vægi Grænlands í geopólitík ótvírætt sem skapar bæði tækifæri og ógnir eins og hefur birst á undanförnum vikum. Hvað sem líður ætti að vera forgangsmál Íslands að efla samstarf við Grænland. Þegar er samvinnan töluverð á sviði rannsókna, í orku, málmum og flugi svo dæmi séu tekin en færa ætti út kvíarnar í samvinnu þvert á geira og samfélag á sem flestum sviðum með framtíðarhagsmuni þessara vinaþjóða að leiðarljósi. Einnig á Ísland að beita sér fyrir því að Grænland verði sem allra fyrst fullgildur meðlimur í Norðurlandaráði til að styrkja möguleika þeirra á að láta rödd sína heyrast. Við erum til í viðskipti en ekki til sölu Árið 2019 tók ég á móti utanríkisráðherra Grænlands vegna funda og viðburðar Harvard-háskóla. Stuttu áður hafði Trump lýst yfir áhuga sínum í fyrsta sinn á að kaupa Grænland og aflýst opinberri heimsókn sinni til Danmerkur þegar Danir mótmæltu orðum hans. Á viðburðinum í háskólanum ítrekaði ráðherrann skýra afstöðu Grænlendinga: „Við erum til í viðskipti, en við erum ekki til sölu.“ Nú, nokkrum árum síðar, kemur áhugi Bandaríkjanna enn skýrar fram með endurkomu Trump. Ástæðan er enn á ný hernaðarlega mikilvæg staðsetning Grænlands og ríkidæmi þeirra í mikilvægum málmum og öðrum auðlindum. Samtímis er staða heimsmálanna er flóknari eftir innrás Rússa í Úkraínu sem meðal annars hefur veikt Norðurskautsráðið mikið sem áður var vettvangur samvinnu um málefni norðursins. Þess ber að geta að í vor taka Danir, sem fara með utanríkis- og varnarmál Grænlands, við formennsku í hálf lömuðu Norðurskautsráðinu og þar innanborðs eru einnig Bandaríkjamenn og Rússar sem eiga ríka hagsmuni í okkar heimshluta. Staðan er flókin á marga vegu en mikilvægi samvinnu og langtímahugsunar í allri ákvarðanatöku hefur sjaldan verið meiri. Breytir áhugi Bandaríkjanna einhverju fyrir Grænland? Samtöl mín við samstarfsfólk á Grænlandi hafa öll bent í sömu átt og utanríkisráðherrann nefndi á fundinum 2019 og kannanir um málið þar í landi undirstrika sömuleiðis; það er lítill áhugi á hugmyndum um að ganga í Bandaríkin, en áhugi á samvinnu og viðskiptum er fyrir hendi. Áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi hefur hins vegar ýtt við umræðum um framtíð Grænlands og skapað Grænlendingum að einhverju leyti betri samningsstöðu í samvinnu gagnvart Dönum, sem er þeim mikilvæg. Vert er að benda á að beint samstarf Grænlands og Bandaríkjanna hefur verið að aukast mikið undanfarin ár; eins og opnun ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í höfuðborg Grænlands, Nuuk, í fyrri forsetatíð Trumps og skrifstofa Grænlands í Washington sem opnaði árið 2021, eru dæmi um. Það verður áhugavert að sjá hvort eða hvernig núverandi staða heimsmálanna birtist í kosningunum Grænlandi á þriðjudaginn í samhengi við áherslu á sjálfstæði sem flestir Grænlendingar vilja á einhverjum tímapunkti samkvæmt könnunum. Grænland hefur oft farið sínar eigin leiðir. Þeir gengu til að mynda úr Evrópubandalaginu, forvera Evrópusambandsins, og sögðu sig tímabundið frá loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Hvoru tveggja var gert til að tryggja Grænland gæti nýtt auðlindir sínar og byggt upp efnahagslegan styrk í átt að sjálfstæði sem hefur verið þeirra forgangsmál. Þeir eru dugmikil þjóð sem spennandi verður að fylgjast með velja sína leið. Megi rödd Grænlands hljóma og samvinna aukast Hver sem niðurstaða kosninganna verður er ljóst, miðað við þróun undanfarinna áratuga og umræður í aðdraganda kosninganna, að Grænland er á vegferð til sjálfstæðis. Ísland hefur bæði reynslu og getu til að styðja Grænlendinga á þessari leið með viðeigandi hætti. Við þekkjum áskoranirnar sem fylgja sjálfstæðisbaráttu smáríkja – en við þekkjum líka tækifærin sem felast í því að byggja upp sterkt og sjálfstætt samfélag og öfluga alþjóðlega samvinnu. Það er bæði siðferðisleg og pólitísk skylda okkar að styðja Grænland og tryggja að rödd þeirra fái aukið vægi. Ísland og Grænland eiga sameiginlega framtíð á norðurslóðum, og það er undir okkur komið að styrkja það samstarf enn frekar. Höfundur er þingmaður Framsóknar, meðstofnandi Miðstöðvar norðurslóða (Arctic Initiative) við Harvard-háskóla og fulltrúi Íslands í Norðurlandaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Hrund Logadóttir Grænland Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Donald Trump Kosningar á Grænlandi Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
„Getur þú ímyndað þér að þurfa alltaf að tala annað tungumál á fundum sem skipta einhverju raunverulegu máli í þínu eigin heimalandi?“ spurði grænlensk samstarfskona mig fyrir nokkrum árum og vísaði hér til dönsku. „Þú upplifir að þú sért óæðri á einhvern hátt, þó að það sé kannski ekki ætlunin, þá seytlast sú tilfinning smátt og smátt inn.“ Þessi upplifun festist í huga mér. Hún er ein birtingarmynd samskipta Dana við Grænlendinga sem hafa ekki alltaf verið til fyrirmyndar frá árinu 1721 þegar Grænland varð nýlenda Danmerkur. Grænland, stærsta eyja heims, er jafn stórt og Bretland, Þýskaland, Spánn, Ítalía, Austurríki, Sviss og Belgía samanlagt. Landfræðilega tilheyrir það Norður-Ameríkuflekanum og hefur í þúsundir ára verið heimili Inúíta sem hafa sitt eigið tungumál, sögu og menningu. Í dag hefur margt breyst til hins betra í samskiptum þjóðanna sem birtist meðal annars í formlegri stöðu Grænlands gagnvart Danmörku. Árið 1953 fengu Grænlendingar aukin réttindi sem danskt amt eða hérað í konungsríki Dana. Árið 1979 öðluðust Grænlendingar heimastjórn og grænlenska þjóðþingið var stofnað. Þrjátíu árum síðar greiddu Grænlendingar atkvæði með samkomulagi um aukna sjálfstjórn (e. Self Government Act) sem gaf þeim líka rödd á danska þinginu og varðaði leið Grænlands til sjálfstæðis. Ein helsta efnahagslega hindrunin í þeirri vegferð er að ríflega helmingur tekna Grænlands kemur frá Danmörku. Saga sjálfstæðisbaráttu Íslands og Grænlands Grænlendingar þurfa einnig oft að heyra að þeir séu of fáir til að verða sjálfstæð þjóð enda eingöngu um 57 þúsund. Þá er áhugavert að líta aftur í söguna og horfa til þess að við Íslendingar voru líka smá þjóð þegar við öðluðumst fullt sjálfstæði eða um rúm 120 þúsund. Líkindin með sögu og tækifærum Íslands þá og Grænlands í dag eru töluverð eins og sjá má á eftirfarandi dæmum: Á leið Íslands til sjálfstæðis jókst meðvitund um gildi íslenskrar tungu, menningar og náttúru sem varð grunnur að sjálfstæðisbaráttu okkar og sókn. Sama hefur verið uppi á teningnum í Grænlandi á undanförnum árum. Þegar Ísland lýsti yfir sjálfstæði skipti stuðningur og viðurkenning Bandaríkjanna sköpum, á tímum þegar Danmörk var hernumin. Núverandi ólga í alþjóðamálum sýnir að samvinna við Bandaríkin getur einnig haft áhrif á þróun Grænlands. Þegar Ísland varð sjálfstætt ríki var fiskurinn í sjónum okkar helsta tekjulind. Í Grænlandi er staðan sú sama en allt að þriðjungur landsframleiðslu þeirra kemur frá sjávarútvegi. Sóknarfærin í nýsköpun og aukinni verðmætasköpun á sviði sjávarútvegs geta orðið fjölmörg í framtíð Grænlands, líkt og við höfum reynslu af hér á landi. Eftir sjálfstæði Íslands nýttum við fallvötn til raforkuframleiðslu til að fjölga stoðum efnahagslífsins og byggðum upp sterka innviði raforku og tengdan iðnað svo sem álframleiðslu og gagnaver. Grænland býr yfir sömu möguleikum á enn stærri skala m.a. með sína ríku möguleika í vatnsafli. Þessir möguleikar orkumálanna geta líka stutt við framleiðslu rafeldsneytis eða nýtingu málma Grænlands, sem er orkufrekur iðnaður. Slík innviðauppbygging getur svo nýst fleiri sviðum samfélagsins til lengri tíma, líkt og raunin varð á Íslandi. Eftir að Ísland varð sjálfstætt ríki nýttum við legu landsins mitt milli Evrópu og Bandaríkjanna til að byggja upp millilandaflug. Það rauf einangrun Íslands, efldi viðskipti og varð grunnur ferðaþjónustunnar eins og við þekkjum hana í dag. Grænland er á barmi þessarar þróunar; lega landsins er hagstæð og eftir langa bið sem hefur heft þessa þróun munu þrír alþjóðlegir flugvellir starfa á Grænlandi frá og með 2026, en sá fyrsti opnaði í Nuuk árið 2024. Gera má ráð fyrir að þessar nýju samskiptaæðar muni gjörbreyta möguleikum Grænlendinga í viðskiptum og gera ferðaþjónustu að stærri tekjustoð, enda náttúra Grænlands og menning einstök. Staða Grænlands í dag – Ísland sem ákveðin fyrirmynd og bandamaður Grænland stendur því að sumu leiti á svipuðum tímamótum og Ísland gerði fyrir nokkrum áratugum. Samhliða og Ísland tryggði sér pólitískt sjálfstæði þurftum við að byggja upp efnahagslegt sjálfstæði, fjölga stoðum atvinnulífsins, byggja upp menntun og heilbrigðiskerfi, og skapa okkur sess á alþjóðavettvangi. Grænland stendur nú frammi fyrir sömu verkefnum: Að treysta efnahagsgrunn sinn, efla innviði, nýta auðlindir sínar á sjálfbæran hátt og auka alþjóðlega samkeppnishæfni. Þess vegna er Ísland kjörinn samstarfsaðili sem getur verið fyrirmynd í ákveðnum verkefnum í þessari vegferð. Þrátt fyrir smæð þjóðarinnar hefur Grænland burði til að byggja upp fjölbreytt efnahagslíf, rétt eins og Ísland gerði á sínum tíma. En það sem skiptir jafnvel enn meira máli er að Ísland er eitt af örfáum ríkjum sem skilur að ákveðnu leyti raunverulega hvaða áskoranir Grænland stendur frammi fyrir. Við erum þjóð sem hefur gengið í gegnum sjálfstæðisferli undan Dönum. Við eigum því sögu um samskipti við Danmörku bæði sem fyrrverandi hluti af veldi þeirra og upplifun af farsælum samskiptum eftir sjálfstæði. Þessi reynsla skapar einstakt tækifæri til samvinnu; Ísland hefur bæði reynslu og getu til að styðja Grænland í þeirri leið sem þeir ákveða og það er í okkar hagsmunum að tryggja að rödd Grænlands hljómi skýrar á alþjóðavettvangi. Aukin samvinna Íslands og Grænlands á að vera forgangsmál Eins og sjá má þá eru staða og tækifæri Íslands og Grænlendings í fortíð og framtíð lík að ýmsu leyti. Ofan á þessi líkindi hafa Grænlendingar mun fjölbreyttari tækifæri í öðrum auðlindum eins og kopar, gulli, úraníum og olíu. Þess vegna er vægi Grænlands í geopólitík ótvírætt sem skapar bæði tækifæri og ógnir eins og hefur birst á undanförnum vikum. Hvað sem líður ætti að vera forgangsmál Íslands að efla samstarf við Grænland. Þegar er samvinnan töluverð á sviði rannsókna, í orku, málmum og flugi svo dæmi séu tekin en færa ætti út kvíarnar í samvinnu þvert á geira og samfélag á sem flestum sviðum með framtíðarhagsmuni þessara vinaþjóða að leiðarljósi. Einnig á Ísland að beita sér fyrir því að Grænland verði sem allra fyrst fullgildur meðlimur í Norðurlandaráði til að styrkja möguleika þeirra á að láta rödd sína heyrast. Við erum til í viðskipti en ekki til sölu Árið 2019 tók ég á móti utanríkisráðherra Grænlands vegna funda og viðburðar Harvard-háskóla. Stuttu áður hafði Trump lýst yfir áhuga sínum í fyrsta sinn á að kaupa Grænland og aflýst opinberri heimsókn sinni til Danmerkur þegar Danir mótmæltu orðum hans. Á viðburðinum í háskólanum ítrekaði ráðherrann skýra afstöðu Grænlendinga: „Við erum til í viðskipti, en við erum ekki til sölu.“ Nú, nokkrum árum síðar, kemur áhugi Bandaríkjanna enn skýrar fram með endurkomu Trump. Ástæðan er enn á ný hernaðarlega mikilvæg staðsetning Grænlands og ríkidæmi þeirra í mikilvægum málmum og öðrum auðlindum. Samtímis er staða heimsmálanna er flóknari eftir innrás Rússa í Úkraínu sem meðal annars hefur veikt Norðurskautsráðið mikið sem áður var vettvangur samvinnu um málefni norðursins. Þess ber að geta að í vor taka Danir, sem fara með utanríkis- og varnarmál Grænlands, við formennsku í hálf lömuðu Norðurskautsráðinu og þar innanborðs eru einnig Bandaríkjamenn og Rússar sem eiga ríka hagsmuni í okkar heimshluta. Staðan er flókin á marga vegu en mikilvægi samvinnu og langtímahugsunar í allri ákvarðanatöku hefur sjaldan verið meiri. Breytir áhugi Bandaríkjanna einhverju fyrir Grænland? Samtöl mín við samstarfsfólk á Grænlandi hafa öll bent í sömu átt og utanríkisráðherrann nefndi á fundinum 2019 og kannanir um málið þar í landi undirstrika sömuleiðis; það er lítill áhugi á hugmyndum um að ganga í Bandaríkin, en áhugi á samvinnu og viðskiptum er fyrir hendi. Áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi hefur hins vegar ýtt við umræðum um framtíð Grænlands og skapað Grænlendingum að einhverju leyti betri samningsstöðu í samvinnu gagnvart Dönum, sem er þeim mikilvæg. Vert er að benda á að beint samstarf Grænlands og Bandaríkjanna hefur verið að aukast mikið undanfarin ár; eins og opnun ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í höfuðborg Grænlands, Nuuk, í fyrri forsetatíð Trumps og skrifstofa Grænlands í Washington sem opnaði árið 2021, eru dæmi um. Það verður áhugavert að sjá hvort eða hvernig núverandi staða heimsmálanna birtist í kosningunum Grænlandi á þriðjudaginn í samhengi við áherslu á sjálfstæði sem flestir Grænlendingar vilja á einhverjum tímapunkti samkvæmt könnunum. Grænland hefur oft farið sínar eigin leiðir. Þeir gengu til að mynda úr Evrópubandalaginu, forvera Evrópusambandsins, og sögðu sig tímabundið frá loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Hvoru tveggja var gert til að tryggja Grænland gæti nýtt auðlindir sínar og byggt upp efnahagslegan styrk í átt að sjálfstæði sem hefur verið þeirra forgangsmál. Þeir eru dugmikil þjóð sem spennandi verður að fylgjast með velja sína leið. Megi rödd Grænlands hljóma og samvinna aukast Hver sem niðurstaða kosninganna verður er ljóst, miðað við þróun undanfarinna áratuga og umræður í aðdraganda kosninganna, að Grænland er á vegferð til sjálfstæðis. Ísland hefur bæði reynslu og getu til að styðja Grænlendinga á þessari leið með viðeigandi hætti. Við þekkjum áskoranirnar sem fylgja sjálfstæðisbaráttu smáríkja – en við þekkjum líka tækifærin sem felast í því að byggja upp sterkt og sjálfstætt samfélag og öfluga alþjóðlega samvinnu. Það er bæði siðferðisleg og pólitísk skylda okkar að styðja Grænland og tryggja að rödd þeirra fái aukið vægi. Ísland og Grænland eiga sameiginlega framtíð á norðurslóðum, og það er undir okkur komið að styrkja það samstarf enn frekar. Höfundur er þingmaður Framsóknar, meðstofnandi Miðstöðvar norðurslóða (Arctic Initiative) við Harvard-háskóla og fulltrúi Íslands í Norðurlandaráði
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun