Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Lovísa Arnardóttir skrifar 9. mars 2025 17:42 Frá vinstri á myndinni eru Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Radosław Sikorski, utanríkisráðherra Póllands og svo Elon Musk eigandi Tesla og SpaceX. Vísir/EPA Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði Póllandi að þakka fyrir sig í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum X og að enginn hefði hótað að loka á tengingu Úkraínumanna við Starlink netþjónustuna. Það sagði hann í tilefni af því að Radosław Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, svaraði Elon Musk á sama miðli eftir að Musk sagði í færslu á sama miðli að Úkraína yrði sambandslaus ef hann myndi slökkva á Starlink. „Bara að skálda,“ segir Rubio í færslunni sinni og segir engan hafa hótað að skera á tengingu Úkraínu við Starlink eins og Sikorski talaði um í sinni færslu. Marco Rubio sagði engan hafa hótað að skera á tengingu Úkraínumanna við Starlink. X „Og segðu takk því án Starlink hefði Úkraína tapað þessu stríði fyrir löngu og Rússar væru komnir að landamærunum við Pólland núna,“ segir Rubio. Greiða milljónir árlega fyrir þjónustuna Sikorski bendir á það í sinni færslu að pólsk yfirvöld greiði um 50 milljónir Bandaríkjadala árlega fyrir Starlink í Úkraínu. Þá segir hann Pólland neyðast til að leita annað eftir slíkri þjónustu ef SpaceX reynist vera óáreiðanlegur þjónustuveitandi. Sikorski svaraði Musk á samfélagsmiðlinum X. X Musk sagði í sinni færslu að hann hefði skorað Vladimír Pútín á hólm og að Starlink væri meginstoð í úkraínska hernum. „Fremsta línan þeirra myndi falla saman ef ég myndi slökkva á því,“ sagði Musk og að hann væri orðinn þreyttur á pattstöðu sem Úkraína myndi á endanum tapa og kallaði eftir friði. Musk sagðist hafa skorað Pútín á hólm. X Pólland Bandaríkin SpaceX Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Elon Musk Tengdar fréttir Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Donald Trump kallaði saman ráðherra sína á fund á fimmtudag til að ræða DOGE, sparnaðarstofnun Elons Musk. Upp úr sauð á fundinum milli Musk og ráðherranna Marco Rubio og Sean Duffy. Forsetinn sagði að teymi Musk myndi framvegis aðeins hafa ráðgefandi hlutverk. 8. mars 2025 15:48 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Það sagði hann í tilefni af því að Radosław Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, svaraði Elon Musk á sama miðli eftir að Musk sagði í færslu á sama miðli að Úkraína yrði sambandslaus ef hann myndi slökkva á Starlink. „Bara að skálda,“ segir Rubio í færslunni sinni og segir engan hafa hótað að skera á tengingu Úkraínu við Starlink eins og Sikorski talaði um í sinni færslu. Marco Rubio sagði engan hafa hótað að skera á tengingu Úkraínumanna við Starlink. X „Og segðu takk því án Starlink hefði Úkraína tapað þessu stríði fyrir löngu og Rússar væru komnir að landamærunum við Pólland núna,“ segir Rubio. Greiða milljónir árlega fyrir þjónustuna Sikorski bendir á það í sinni færslu að pólsk yfirvöld greiði um 50 milljónir Bandaríkjadala árlega fyrir Starlink í Úkraínu. Þá segir hann Pólland neyðast til að leita annað eftir slíkri þjónustu ef SpaceX reynist vera óáreiðanlegur þjónustuveitandi. Sikorski svaraði Musk á samfélagsmiðlinum X. X Musk sagði í sinni færslu að hann hefði skorað Vladimír Pútín á hólm og að Starlink væri meginstoð í úkraínska hernum. „Fremsta línan þeirra myndi falla saman ef ég myndi slökkva á því,“ sagði Musk og að hann væri orðinn þreyttur á pattstöðu sem Úkraína myndi á endanum tapa og kallaði eftir friði. Musk sagðist hafa skorað Pútín á hólm. X
Pólland Bandaríkin SpaceX Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Elon Musk Tengdar fréttir Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Donald Trump kallaði saman ráðherra sína á fund á fimmtudag til að ræða DOGE, sparnaðarstofnun Elons Musk. Upp úr sauð á fundinum milli Musk og ráðherranna Marco Rubio og Sean Duffy. Forsetinn sagði að teymi Musk myndi framvegis aðeins hafa ráðgefandi hlutverk. 8. mars 2025 15:48 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Donald Trump kallaði saman ráðherra sína á fund á fimmtudag til að ræða DOGE, sparnaðarstofnun Elons Musk. Upp úr sauð á fundinum milli Musk og ráðherranna Marco Rubio og Sean Duffy. Forsetinn sagði að teymi Musk myndi framvegis aðeins hafa ráðgefandi hlutverk. 8. mars 2025 15:48