Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2025 23:01 Guðmundur Rúnar í nýju byggingunni. Mynd/Stefán Ingvarsson Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn. „Leifsstöð var opnuð árið 1987 og var fyrsta áratuginn nánast eina byggingin hér upp í heiðinni,“ segir Kristján Már Unnarsson og að núna sé þetta eitt öflugasta vaxtasvæði landsins. Nú er verið að taka í notkun nýja viðbyggingu í austurálmu flugvallarins sem kostaði, með landgöngubrúm og flugvélastæðum, hartnær 30 milljarða króna og eru framkvæmdirnar þannig með þeim stærstu á Íslandi síðustu ár. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia, segist stundum nota orðið stóriðja um starfsemi flugvallarins. „Efnahagsleg umsvif Keflavíkurflugvallar, ferðaþjónustunnar, fyrirtækjanna sem hér starfa, tengiflugfélaganna íslensku, eru gríðarlega mikil, og við erum í rauninni líka að framkvæmda hér og bæta þjónustuna til að tryggja þennan efnahagslega grundvöll sem öll þjóðin nýtur góðs af,“ segir Guðmundur Daði. Því er spáð að 8,4 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár. Þjónustan kallar á mikinn fjölda starfa í ólíkum geirum. Áætlað er að átta til níu þúsund störf fylgja starfseminni og ef spár ganga eftir má gera ráð fyrir að flugvallasvæðið verði áfram ein öflugasta uppspretta nýrra starfa á landinu. Nýja flugstöðvarálman séð frá flughlaðinu. Mynd/Stefán Ingvarsson Þúsund starfsmenn á hverja milljón farþega Guðmundur segir að fyrir hverja milljón farþega þurfirðu um þúsund starfsmenn. „Það hefur verið meðaltalið sem hefur verið rétt á Keflavíkurflugvelli,“ segir hann og að samhliða fjölgun farþega fjölgi starfandi á flugvellinum um tvö til fjögur hundruð á hverju ári næsta áratuginn. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Suðurnesjabær Flugþjóðin Isavia Tengdar fréttir Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
„Leifsstöð var opnuð árið 1987 og var fyrsta áratuginn nánast eina byggingin hér upp í heiðinni,“ segir Kristján Már Unnarsson og að núna sé þetta eitt öflugasta vaxtasvæði landsins. Nú er verið að taka í notkun nýja viðbyggingu í austurálmu flugvallarins sem kostaði, með landgöngubrúm og flugvélastæðum, hartnær 30 milljarða króna og eru framkvæmdirnar þannig með þeim stærstu á Íslandi síðustu ár. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunar hjá Isavia, segist stundum nota orðið stóriðja um starfsemi flugvallarins. „Efnahagsleg umsvif Keflavíkurflugvallar, ferðaþjónustunnar, fyrirtækjanna sem hér starfa, tengiflugfélaganna íslensku, eru gríðarlega mikil, og við erum í rauninni líka að framkvæmda hér og bæta þjónustuna til að tryggja þennan efnahagslega grundvöll sem öll þjóðin nýtur góðs af,“ segir Guðmundur Daði. Því er spáð að 8,4 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll í ár. Þjónustan kallar á mikinn fjölda starfa í ólíkum geirum. Áætlað er að átta til níu þúsund störf fylgja starfseminni og ef spár ganga eftir má gera ráð fyrir að flugvallasvæðið verði áfram ein öflugasta uppspretta nýrra starfa á landinu. Nýja flugstöðvarálman séð frá flughlaðinu. Mynd/Stefán Ingvarsson Þúsund starfsmenn á hverja milljón farþega Guðmundur segir að fyrir hverja milljón farþega þurfirðu um þúsund starfsmenn. „Það hefur verið meðaltalið sem hefur verið rétt á Keflavíkurflugvelli,“ segir hann og að samhliða fjölgun farþega fjölgi starfandi á flugvellinum um tvö til fjögur hundruð á hverju ári næsta áratuginn.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Suðurnesjabær Flugþjóðin Isavia Tengdar fréttir Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17
Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45