Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar 8. mars 2025 09:02 Ísland hefur lengi verið í fararbroddi kynjajafnréttis. Við áttum fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta heims, og konur gegna í dag helstu embættum landsins. Ísland hefur árum saman verið efst á lista World Economic Forum yfir jafnrétti kynjanna. En jafnrétti er ekki náttúrulögmál. Það er ekki sjálfgefið. Það er mannanna verk og því brothætt. Það sem hefur áunnist getur tapast á örfáum árum, jafnvel mánuðum, með einu pennastriki. Afturför í jafnréttismálum er staðreynd Víða um heim hafa réttindi kvenna og hinsegin fólks verið skert á síðustu árum. Lög sem áttu að tryggja vernd gegn mismunun og ofbeldi hafa verið afnumin eða veikt. Í mörgum ríkjum er markvisst unnið að því að þagga niður raddir kvenna í opinberri umræðu. Konur hafa verið útilokaðar frá vinnumarkaði, stjórnmálum og menntakerfinu. Konur sem höfðu byggt upp framtíð sína hafa misst öll réttindi sín og eru nú nánast ósýnilegar og fá ekki að láta rödd sína heyrast. Réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama hefur verið takmarkaður og á heimsvísu hefur kynbundið ofbeldi aukist. Á hverjum tíu mínútum er kona drepin af maka eða nákomnum aðila. Hinsegin fólk stendur frammi fyrir stóraukinni mismunun, vaxandi hatursorðræðu og ofbeldi. Ísland er ekki undanskilið Þetta bakslag er ekki tilviljun. Þetta er skipulögð aðför að jafnrétti og hún á sér ekki aðeins stað í fjarlægum löndum. Við viljum trúa því að Ísland sé undantekning. Að hér sé jafnrétti svo rótgróið að við séum örugg. En við sjáum viðvörunarmerkin: Kynbundið ofbeldi eykst. Á Íslandi eru fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en nokkru sinni fyrr. Konur verða fyrir stafrænu áreiti og hótunum í auknum mæli, sérstaklega ungar konur. Þetta er ógn við lýðræði þar sem konur fara að veigra sér við að taka þátt í umræðum vegna áhættunnar að verða fyrir áreitni. Stuðningur við jafnréttismál er ekki lengur sjálfsagður. Sérstaklega hefur dregið úr stuðningi við jafnréttisbaráttuna meðal ungra karlmanna. Kvennamorðum fjölgaði gríðarlega hér á landi árið 2024. March Forward – Við stöndum saman! Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, hrindir UN Women á Íslandi af stað herferðinni March Forward, alþjóðlegri hreyfingu gegn afturför í jafnréttismálum. Herferðin hefst formlega í dag með viðburði UN Women í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll kl. 15:00. Með þessum viðburði sendum við skýr skilaboð út í samfélagið: Við samþykkjum ekki afturför kynjajafnréttis! Hvað getum við gert? Jafnréttisbaráttan er ekki barátta sumra – hún er barátta okkar allra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: Skrifum undir áskorun UN Women til stjórnvalda um að grípa til aðgerða. Tölum gegn ofbeldi og mismunun – þögn er ekki valkostur. Styðjum grasrótarhreyfingar sem berjast fyrir jafnrétti. Jafnrétti er ekki forréttindi, það er mannréttindi. Jafnrétti er ekki gjöf, heldur krafa. Jafnrétti er ekki draumur, heldur framtíð sem við verðum að berjast fyrir. Jafnrétti er framtíð sem er betri fyrir okkur öll. Við stöndum ekki í stað. Við göngum ekki aftur á bak. Við göngum áfram! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Stella Samúelsdóttir Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Ísland hefur lengi verið í fararbroddi kynjajafnréttis. Við áttum fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta heims, og konur gegna í dag helstu embættum landsins. Ísland hefur árum saman verið efst á lista World Economic Forum yfir jafnrétti kynjanna. En jafnrétti er ekki náttúrulögmál. Það er ekki sjálfgefið. Það er mannanna verk og því brothætt. Það sem hefur áunnist getur tapast á örfáum árum, jafnvel mánuðum, með einu pennastriki. Afturför í jafnréttismálum er staðreynd Víða um heim hafa réttindi kvenna og hinsegin fólks verið skert á síðustu árum. Lög sem áttu að tryggja vernd gegn mismunun og ofbeldi hafa verið afnumin eða veikt. Í mörgum ríkjum er markvisst unnið að því að þagga niður raddir kvenna í opinberri umræðu. Konur hafa verið útilokaðar frá vinnumarkaði, stjórnmálum og menntakerfinu. Konur sem höfðu byggt upp framtíð sína hafa misst öll réttindi sín og eru nú nánast ósýnilegar og fá ekki að láta rödd sína heyrast. Réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama hefur verið takmarkaður og á heimsvísu hefur kynbundið ofbeldi aukist. Á hverjum tíu mínútum er kona drepin af maka eða nákomnum aðila. Hinsegin fólk stendur frammi fyrir stóraukinni mismunun, vaxandi hatursorðræðu og ofbeldi. Ísland er ekki undanskilið Þetta bakslag er ekki tilviljun. Þetta er skipulögð aðför að jafnrétti og hún á sér ekki aðeins stað í fjarlægum löndum. Við viljum trúa því að Ísland sé undantekning. Að hér sé jafnrétti svo rótgróið að við séum örugg. En við sjáum viðvörunarmerkin: Kynbundið ofbeldi eykst. Á Íslandi eru fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en nokkru sinni fyrr. Konur verða fyrir stafrænu áreiti og hótunum í auknum mæli, sérstaklega ungar konur. Þetta er ógn við lýðræði þar sem konur fara að veigra sér við að taka þátt í umræðum vegna áhættunnar að verða fyrir áreitni. Stuðningur við jafnréttismál er ekki lengur sjálfsagður. Sérstaklega hefur dregið úr stuðningi við jafnréttisbaráttuna meðal ungra karlmanna. Kvennamorðum fjölgaði gríðarlega hér á landi árið 2024. March Forward – Við stöndum saman! Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, hrindir UN Women á Íslandi af stað herferðinni March Forward, alþjóðlegri hreyfingu gegn afturför í jafnréttismálum. Herferðin hefst formlega í dag með viðburði UN Women í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll kl. 15:00. Með þessum viðburði sendum við skýr skilaboð út í samfélagið: Við samþykkjum ekki afturför kynjajafnréttis! Hvað getum við gert? Jafnréttisbaráttan er ekki barátta sumra – hún er barátta okkar allra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: Skrifum undir áskorun UN Women til stjórnvalda um að grípa til aðgerða. Tölum gegn ofbeldi og mismunun – þögn er ekki valkostur. Styðjum grasrótarhreyfingar sem berjast fyrir jafnrétti. Jafnrétti er ekki forréttindi, það er mannréttindi. Jafnrétti er ekki gjöf, heldur krafa. Jafnrétti er ekki draumur, heldur framtíð sem við verðum að berjast fyrir. Jafnrétti er framtíð sem er betri fyrir okkur öll. Við stöndum ekki í stað. Við göngum ekki aftur á bak. Við göngum áfram! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun