Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar 8. mars 2025 07:31 Í dag er alþjóðabaráttudagur kvenna. Af því tilefni er gott að líta í eigin barm og fara yfir stöðuna hér á landi og í samhengi við umheiminn. Því er gjarnan haldið fram að Ísland sé jafnréttisparadís og vissulega er mikið til í því. Lagaleg réttindi karla og kvenna eru jafnari hér en víða annars staðar. Við höfum sjálfsvald til þess að ákvarða kyntjáningu okkar og kynskráningu. Hér á landi hafa konur nánast fullt frelsi yfir líkama sínum og sífellt er verið að reyna að bæta bæði hugsanahátt og löggjöf þegar kemur að jafnrétti. Fyrir það er ég þakklát. Við vitum nefnilega að hið sama á ekki við um stöðu kvenna alls staðar í heiminum. Nú sýna rannsóknir að bakslag hefur orðið í réttindum kvenna og hinseiginfólks á heimsvísu. Við horfum á réttindi fólks af ýmsum kynjum hrifsuð burt t.d. í Bandaríkjunum og Austur Evrópu þar sem orðræða ákveðinna valdhafa er orðin skuggalega hörð. Þessi staða minnir okkur á að við megum ekki sofa á verðinum. Það að við höfum náð langt í þessum málaflokkum hér á landi er ekki tilefni til þess að slá af. Miklu heldur felst í þeirri stöðu ákall um að gera betur, um að halda áfram að varða veginn fram á við, fyrir öll hin – en líka fyrir okkur sjálf. Staðreyndin er nefnilega sú að Ísland er ekki jafnréttisparadís þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Það er jafn hættulegt að vera kona á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum. Kvennamorð eru jafn algeng hér og í öðrum vestrænum löndum. Í raun má halda því fram að kynbundið ofbeldi sé faraldur í heiminum. Hættulegasti staður konunnar er heimili hennar, staðurinn þar sem hún ætti að vera öruggust. Kynbundið ofbeldi er faraldur hér, rétt eins og í öðrum vestrænum löndum. Það er mikilvægt að fagna vel unnu verki. En slíkur fögnuður má ekki varpa skugga á það óunna verk sem framundan er og við verðum að hafa kjark til þess að viðurkenna okkar eigin bresti. Staðreyndin er nefnilega sú, að fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis er Ísland engin jafnréttisparadís og tölur, tölfræði og alþjóðlegur samanburður veitir þeim sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi litla vörn. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna langar mig að vekja athygli á því að á tíu mínútna fresti er kona drepin í heiminum af einhverjum sér nákomnum og enn oftar í fjölmörgum löndum. Ýmislegt hefur verið gert til þess að ráða bót á þessum alvarlegu málum á undanförum árum. Lögreglan hefur lagt áherslu á að taka á ofbeldi í nánum samböndum af meiri festu og núverandi dómsmálaráðherra hefur til dæmis kynnt ýmsar úrlausnir sem hún áformar að hrinda í framkvæmd svo sem að þau sem ítrekað brjóta nálgunarbann fái ökklaband. Allt skiptir þetta máli. Það sem þó skiptir mestu er viðhorf okkar til kvenna og til jafnréttis allra kynja. Við verðum að breyta úreltum viðhorfum gagnvart konum og taka því alvarlega að ofbeldi gegn konum í nánu sambandi er faraldur í heiminum. Konur á Íslandi deyja vegna ofbeldis í nánu sambandi. Sumar vegna áverkanna sem þær hlutu og aðrar vegna þess að þær gátu ekki lifað með afleiðingunum. Ofbeldi getur átt sér stað á heimilum sem þig síst grunar að ofbeldi gæti þrifist á. Það sést ekki endilega utan á fólki að það beiti ofbeldi eða að það verði fyrir ofbeldi. Jesús var fyrirmynd þegar kemur að sýn karla á konur. Hann stöðvaði karla sem voru við það að grýta konu fyrir að hafa tekið þátt í hjúskaparbroti og fékk þá til að líta í eigin barm. Jesús lyfti Maríu upp þegar hún var gagnrýnd fyrir að sinna ekki húsverkunum. Jesús varði konuna sem „sóaði“ á hann dýrum smyrslum og hann treysti konum fyrstum allra fyrir upprisuboðskapnum, gleðiboðskapnum sem kristin trú byggir á. Á alþjóðabaráttudegi kvenna er gott að hafa í huga að sá Guð sem Jesús birtir okkur tekur ekki þátt í því að þagga niður og réttlæta nokkurs konar ofbeldi. Enn betra er þó að hafa það í huga alla daga. Alþjóðabaráttudagur kvenna er haldin af illri nauðsyn. Hann er haldinn til þess að minna okkur á að sofna ekki á verðinum og til að minna okkur á að við verðum að standa saman til þess að gera heiminn betri hverrar trúar sem við erum og hvar sem við stöndum í stjórnmálum. Jafnrétti snýst um mannréttindi. Höfundur er biskup Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Karls Helgudóttir Jafnréttismál Þjóðkirkjan Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðabaráttudagur kvenna. Af því tilefni er gott að líta í eigin barm og fara yfir stöðuna hér á landi og í samhengi við umheiminn. Því er gjarnan haldið fram að Ísland sé jafnréttisparadís og vissulega er mikið til í því. Lagaleg réttindi karla og kvenna eru jafnari hér en víða annars staðar. Við höfum sjálfsvald til þess að ákvarða kyntjáningu okkar og kynskráningu. Hér á landi hafa konur nánast fullt frelsi yfir líkama sínum og sífellt er verið að reyna að bæta bæði hugsanahátt og löggjöf þegar kemur að jafnrétti. Fyrir það er ég þakklát. Við vitum nefnilega að hið sama á ekki við um stöðu kvenna alls staðar í heiminum. Nú sýna rannsóknir að bakslag hefur orðið í réttindum kvenna og hinseiginfólks á heimsvísu. Við horfum á réttindi fólks af ýmsum kynjum hrifsuð burt t.d. í Bandaríkjunum og Austur Evrópu þar sem orðræða ákveðinna valdhafa er orðin skuggalega hörð. Þessi staða minnir okkur á að við megum ekki sofa á verðinum. Það að við höfum náð langt í þessum málaflokkum hér á landi er ekki tilefni til þess að slá af. Miklu heldur felst í þeirri stöðu ákall um að gera betur, um að halda áfram að varða veginn fram á við, fyrir öll hin – en líka fyrir okkur sjálf. Staðreyndin er nefnilega sú að Ísland er ekki jafnréttisparadís þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Það er jafn hættulegt að vera kona á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum. Kvennamorð eru jafn algeng hér og í öðrum vestrænum löndum. Í raun má halda því fram að kynbundið ofbeldi sé faraldur í heiminum. Hættulegasti staður konunnar er heimili hennar, staðurinn þar sem hún ætti að vera öruggust. Kynbundið ofbeldi er faraldur hér, rétt eins og í öðrum vestrænum löndum. Það er mikilvægt að fagna vel unnu verki. En slíkur fögnuður má ekki varpa skugga á það óunna verk sem framundan er og við verðum að hafa kjark til þess að viðurkenna okkar eigin bresti. Staðreyndin er nefnilega sú, að fyrir fórnarlömb kynbundins ofbeldis er Ísland engin jafnréttisparadís og tölur, tölfræði og alþjóðlegur samanburður veitir þeim sem verða fyrir kynbundnu ofbeldi litla vörn. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna langar mig að vekja athygli á því að á tíu mínútna fresti er kona drepin í heiminum af einhverjum sér nákomnum og enn oftar í fjölmörgum löndum. Ýmislegt hefur verið gert til þess að ráða bót á þessum alvarlegu málum á undanförum árum. Lögreglan hefur lagt áherslu á að taka á ofbeldi í nánum samböndum af meiri festu og núverandi dómsmálaráðherra hefur til dæmis kynnt ýmsar úrlausnir sem hún áformar að hrinda í framkvæmd svo sem að þau sem ítrekað brjóta nálgunarbann fái ökklaband. Allt skiptir þetta máli. Það sem þó skiptir mestu er viðhorf okkar til kvenna og til jafnréttis allra kynja. Við verðum að breyta úreltum viðhorfum gagnvart konum og taka því alvarlega að ofbeldi gegn konum í nánu sambandi er faraldur í heiminum. Konur á Íslandi deyja vegna ofbeldis í nánu sambandi. Sumar vegna áverkanna sem þær hlutu og aðrar vegna þess að þær gátu ekki lifað með afleiðingunum. Ofbeldi getur átt sér stað á heimilum sem þig síst grunar að ofbeldi gæti þrifist á. Það sést ekki endilega utan á fólki að það beiti ofbeldi eða að það verði fyrir ofbeldi. Jesús var fyrirmynd þegar kemur að sýn karla á konur. Hann stöðvaði karla sem voru við það að grýta konu fyrir að hafa tekið þátt í hjúskaparbroti og fékk þá til að líta í eigin barm. Jesús lyfti Maríu upp þegar hún var gagnrýnd fyrir að sinna ekki húsverkunum. Jesús varði konuna sem „sóaði“ á hann dýrum smyrslum og hann treysti konum fyrstum allra fyrir upprisuboðskapnum, gleðiboðskapnum sem kristin trú byggir á. Á alþjóðabaráttudegi kvenna er gott að hafa í huga að sá Guð sem Jesús birtir okkur tekur ekki þátt í því að þagga niður og réttlæta nokkurs konar ofbeldi. Enn betra er þó að hafa það í huga alla daga. Alþjóðabaráttudagur kvenna er haldin af illri nauðsyn. Hann er haldinn til þess að minna okkur á að sofna ekki á verðinum og til að minna okkur á að við verðum að standa saman til þess að gera heiminn betri hverrar trúar sem við erum og hvar sem við stöndum í stjórnmálum. Jafnrétti snýst um mannréttindi. Höfundur er biskup Íslands.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar