Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 6. mars 2025 12:00 Á næstu dögum stendur félagsfólk VR frammi fyrir mikilvægu vali. Kosningar hefjast í dag og þá gefst tækifæri til að velja sér formann sem stendur með félagsfólki og berst fyrir hagsmunum þess af krafti. Ég býð mig fram til þess að leiða VR inn í öflugra og samheldnara tímabil og ég veit hvað þarf að gera til að svo megi verða. Samstaða er lykillinn að sterkara VR Sem formaður mun ég tryggja að ný stjórn VR standi saman, óháð því hverjir verða kjörnir inn. Við þurfum að þétta raðirnar og vinna saman að sameiginlegu markmiði: að bæta kjör félagsfólks. Ég tala skýrt og á mannamáli, en ekki í háfleygum frösum. Félagsfólk á að finna fyrir því að rödd þess skiptir máli. Spurningin einföld: Viljið þið sterkara VR sem berst fyrir ykkur, eða VR sem heldur áfram á sömu braut? Baráttumál sem skipta máli Ég er tilbúinn að taka slaginn fyrir ykkur í þeim málum sem skipta raunverulega máli. 1. Fjölskylduvænn vinnumarkaður Enginn á að þurfa að velja á milli atvinnu og fjölskyldu. Óvissa um dagvistunarúrræði eftir fæðingarorlof veldur óþarfa álagi. Aðrir frambjóðendur tala um að brúa bilið, en engar raunverulegar lausnir hafa verið lagðar fram. Ég mun beita mér fyrir því að finna og framkvæma lausnir. 2. Varasjóðurinn á að þjóna félagsfólki – ekki safna fé Varasjóðurinn á að vera skjól fyrir félagsfólk þegar þess þarf, ekki sparisjóður VR. Ég er ósamála því að þeir sem eiga meira fái meira. Ég mun beita mér fyrir réttlátari úthlutunarreglum sem tryggja að sjóðurinn nýtist öllum sem á honum þurfa að halda. Félagsfólk hefur sjálft lýst yfir óánægju: „Ég hef búið hér á landi í 7 ár, verið á sama vinnustaðnum öll þau ár og ekki hafa laun mín lækkað, en ég fæ alltaf það sama úr varasjóðnum – í kringum 20.000 kr. Hvar er jafnréttið?“ „Það tekur því ekki að taka úr sjóðnum því þetta eru svo lágar upphæðir.“ Og ég vil ekki þurfa heyra það aftur að félagsfólk sé hætt í VR því það fær m.a. ekki fæðingarstyrk, en það er raunin. Ég mun tryggja að þetta breytist. 3. Jöfnun réttinda á vinnumarkaði VR á að vera leiðandi í kjarabaráttu en ekki að fylgja í spor annarra. Við þurfum að tryggja að félagsfólk VR njóti sömu réttinda og aðrir, bæði í veikindarétti og þegar kemur að launahækkunum. Nýlega var samið um 24% launahækkun fyrir kennara sem er mjög góður árangur og samgleðst ég þeim. Tel ég þau eiga það fyllilega skilið enda er þetta fólkið sem er að mennta börnin okkar en ekki má gleyma félagsfólki VR sem er ekki síður mikilvægt, sem situr eftir með mun minni hækkun.Af hverju hefur ekkert heyrst frá VR? Þetta eru spurningar sem ég vil fá svör við og bregðast við með skýrum aðgerðum. Opnari og skýrari samskipti Félagsfólk VR á ekki að þurfa að bíða eftir kosningum til að fá að hitta formann sinn. Ég vil tryggja regluleg samskipti við félagsfólk, samningsaðila og stjórnvöld til að bæta kjör og leysa brýn mál hratt og örugglega. VR á að tala skýrt fyrir réttindum félagsfólks og tryggja að enginn sé skilinn eftir. Ég er tilbúinn – eruð þið það líka? Ég hef unnið innan VR í 14 ár. Ég þekki félagið inn og út og veit hvar breytinga er þörf. Ég læt engan stöðva mig í að berjast fyrir félagsfólk. Félagsfólk VR á betra skilið. Við þurfum VR sem stendur fast fyrir félagsfólk, VR sem lætur ekki aðrar stéttir taka forskot á réttindi og launakjör og VR sem forgangsraðar hagsmunum félagsfólks, ekki pólitískum hagsmunum. Ef þið viljið breytingar, ef þið viljið VR sem stendur með ykkur þá er valið skýrt. Kjósið breytingar. Kjósið rétt. Kjósið mig. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Skúli Sveinsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á næstu dögum stendur félagsfólk VR frammi fyrir mikilvægu vali. Kosningar hefjast í dag og þá gefst tækifæri til að velja sér formann sem stendur með félagsfólki og berst fyrir hagsmunum þess af krafti. Ég býð mig fram til þess að leiða VR inn í öflugra og samheldnara tímabil og ég veit hvað þarf að gera til að svo megi verða. Samstaða er lykillinn að sterkara VR Sem formaður mun ég tryggja að ný stjórn VR standi saman, óháð því hverjir verða kjörnir inn. Við þurfum að þétta raðirnar og vinna saman að sameiginlegu markmiði: að bæta kjör félagsfólks. Ég tala skýrt og á mannamáli, en ekki í háfleygum frösum. Félagsfólk á að finna fyrir því að rödd þess skiptir máli. Spurningin einföld: Viljið þið sterkara VR sem berst fyrir ykkur, eða VR sem heldur áfram á sömu braut? Baráttumál sem skipta máli Ég er tilbúinn að taka slaginn fyrir ykkur í þeim málum sem skipta raunverulega máli. 1. Fjölskylduvænn vinnumarkaður Enginn á að þurfa að velja á milli atvinnu og fjölskyldu. Óvissa um dagvistunarúrræði eftir fæðingarorlof veldur óþarfa álagi. Aðrir frambjóðendur tala um að brúa bilið, en engar raunverulegar lausnir hafa verið lagðar fram. Ég mun beita mér fyrir því að finna og framkvæma lausnir. 2. Varasjóðurinn á að þjóna félagsfólki – ekki safna fé Varasjóðurinn á að vera skjól fyrir félagsfólk þegar þess þarf, ekki sparisjóður VR. Ég er ósamála því að þeir sem eiga meira fái meira. Ég mun beita mér fyrir réttlátari úthlutunarreglum sem tryggja að sjóðurinn nýtist öllum sem á honum þurfa að halda. Félagsfólk hefur sjálft lýst yfir óánægju: „Ég hef búið hér á landi í 7 ár, verið á sama vinnustaðnum öll þau ár og ekki hafa laun mín lækkað, en ég fæ alltaf það sama úr varasjóðnum – í kringum 20.000 kr. Hvar er jafnréttið?“ „Það tekur því ekki að taka úr sjóðnum því þetta eru svo lágar upphæðir.“ Og ég vil ekki þurfa heyra það aftur að félagsfólk sé hætt í VR því það fær m.a. ekki fæðingarstyrk, en það er raunin. Ég mun tryggja að þetta breytist. 3. Jöfnun réttinda á vinnumarkaði VR á að vera leiðandi í kjarabaráttu en ekki að fylgja í spor annarra. Við þurfum að tryggja að félagsfólk VR njóti sömu réttinda og aðrir, bæði í veikindarétti og þegar kemur að launahækkunum. Nýlega var samið um 24% launahækkun fyrir kennara sem er mjög góður árangur og samgleðst ég þeim. Tel ég þau eiga það fyllilega skilið enda er þetta fólkið sem er að mennta börnin okkar en ekki má gleyma félagsfólki VR sem er ekki síður mikilvægt, sem situr eftir með mun minni hækkun.Af hverju hefur ekkert heyrst frá VR? Þetta eru spurningar sem ég vil fá svör við og bregðast við með skýrum aðgerðum. Opnari og skýrari samskipti Félagsfólk VR á ekki að þurfa að bíða eftir kosningum til að fá að hitta formann sinn. Ég vil tryggja regluleg samskipti við félagsfólk, samningsaðila og stjórnvöld til að bæta kjör og leysa brýn mál hratt og örugglega. VR á að tala skýrt fyrir réttindum félagsfólks og tryggja að enginn sé skilinn eftir. Ég er tilbúinn – eruð þið það líka? Ég hef unnið innan VR í 14 ár. Ég þekki félagið inn og út og veit hvar breytinga er þörf. Ég læt engan stöðva mig í að berjast fyrir félagsfólk. Félagsfólk VR á betra skilið. Við þurfum VR sem stendur fast fyrir félagsfólk, VR sem lætur ekki aðrar stéttir taka forskot á réttindi og launakjör og VR sem forgangsraðar hagsmunum félagsfólks, ekki pólitískum hagsmunum. Ef þið viljið breytingar, ef þið viljið VR sem stendur með ykkur þá er valið skýrt. Kjósið breytingar. Kjósið rétt. Kjósið mig. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun