Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar 4. mars 2025 22:31 „Maður einfaldlega skilur allt betur sem Magnús Karl kennir,“ sagði læknanemi þegar kennsla hans í lyfjafræði barst í tal. Magnús Karl er einn þeirra kennara sem kenna efnið á mjög áhugaverðan og eftirminnilegan máta. Strax á fyrstu glæru spurði hann okkur nemendurna opinna spurninga um námsefnið, spurninga sem smám saman urðu hnitmiðaðri. Með samtalið að vopni höfðum við spannað efni fyrirlestursins áður en fyrstu glæru sleppti. Skilningur hans á námsefninu var slíkur að hann þurfti hvorki blað né glærur sér til stuðnings. Magnús Karl hefur botnlausa ástríðu fyrir námsefninu sem smitast til nemenda hans. Með jákvæðni, trú og einstakri kennsluhæfni nær hann því besta úr öllum þeim sem þreytt hafa námskeið hjá honum. Það er því engin furða að hann hafi fengið bæði kennsluverðlaun frá félagi læknanema og síðar heiðursverðlaun félagsins. Á þeirri löngu vegferð sem læknanám er höfum við nemendur kynnst góðum kennurum sem eru jafnframt stórir persónuleikar. Á slíku ferðalagi safnar maður þeim eiginleikum í sarpinn sem eru eftirsóknarverðir og reynir að tileinka sér þá. Þannig geta góðir kennarar haft mótandi áhrif á nemendur, langt út fyrir námskrá. Magnús Karl er einn þessara kennara, ekki aðeins vegna yfirburðaþekkingar og ástríðu fyrir námsefninu heldur einnig vegna þess hvernig hann nálgast nemendur af virðingu. Hann er eldhugi með einstaka samskiptahæfni og góða nærveru. Með þekkingu, ástríðu og góðri samskiptahæfni er ekki nokkur vafi í mínum huga að Magnús Karl verður frábær rektor. Hann hefur skilning á gildi menntunar fyrir íslenskt samfélag og að Háskóli Íslands gegni þar veigamiklu hlutverki. Menntun er lykill að framþróun, velferð og þroskuðu menningarsamfélagi sem komandi kynslóðir geta notið sín í. Það má aldrei gleymast. Magnús Karl hefur alla burði til þess að tala fyrir þessum gildum. Hann gerir sér jafnframt grein fyrir því að til þess að auka gæði menntunar þarf að skapa nemendum aðstæður til þess að geta helgað sig náminu sem best. Af þessum ástæðum mun ég styðja Magnús Karl Magnússon heilshugar í komandi rektorskjöri. Höfundur er 5. árs læknanemi við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
„Maður einfaldlega skilur allt betur sem Magnús Karl kennir,“ sagði læknanemi þegar kennsla hans í lyfjafræði barst í tal. Magnús Karl er einn þeirra kennara sem kenna efnið á mjög áhugaverðan og eftirminnilegan máta. Strax á fyrstu glæru spurði hann okkur nemendurna opinna spurninga um námsefnið, spurninga sem smám saman urðu hnitmiðaðri. Með samtalið að vopni höfðum við spannað efni fyrirlestursins áður en fyrstu glæru sleppti. Skilningur hans á námsefninu var slíkur að hann þurfti hvorki blað né glærur sér til stuðnings. Magnús Karl hefur botnlausa ástríðu fyrir námsefninu sem smitast til nemenda hans. Með jákvæðni, trú og einstakri kennsluhæfni nær hann því besta úr öllum þeim sem þreytt hafa námskeið hjá honum. Það er því engin furða að hann hafi fengið bæði kennsluverðlaun frá félagi læknanema og síðar heiðursverðlaun félagsins. Á þeirri löngu vegferð sem læknanám er höfum við nemendur kynnst góðum kennurum sem eru jafnframt stórir persónuleikar. Á slíku ferðalagi safnar maður þeim eiginleikum í sarpinn sem eru eftirsóknarverðir og reynir að tileinka sér þá. Þannig geta góðir kennarar haft mótandi áhrif á nemendur, langt út fyrir námskrá. Magnús Karl er einn þessara kennara, ekki aðeins vegna yfirburðaþekkingar og ástríðu fyrir námsefninu heldur einnig vegna þess hvernig hann nálgast nemendur af virðingu. Hann er eldhugi með einstaka samskiptahæfni og góða nærveru. Með þekkingu, ástríðu og góðri samskiptahæfni er ekki nokkur vafi í mínum huga að Magnús Karl verður frábær rektor. Hann hefur skilning á gildi menntunar fyrir íslenskt samfélag og að Háskóli Íslands gegni þar veigamiklu hlutverki. Menntun er lykill að framþróun, velferð og þroskuðu menningarsamfélagi sem komandi kynslóðir geta notið sín í. Það má aldrei gleymast. Magnús Karl hefur alla burði til þess að tala fyrir þessum gildum. Hann gerir sér jafnframt grein fyrir því að til þess að auka gæði menntunar þarf að skapa nemendum aðstæður til þess að geta helgað sig náminu sem best. Af þessum ástæðum mun ég styðja Magnús Karl Magnússon heilshugar í komandi rektorskjöri. Höfundur er 5. árs læknanemi við Háskóla Íslands
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar