Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar 4. mars 2025 21:02 Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur skipað sér í fremstu röð íslenskra fræðimanna á sviði næringarfræði og heilsu. Sem prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda og samfélags hefur hún haft veruleg áhrif á þróun og stefnu næringarfræðirannsókna á Íslandi. Hennar faglega nálgun, metnaður og frumkvæði hafa gert hana að einum af lykilpersónum í þessari fræðigrein og háskólasamfélaginu. Rannsóknir Ingibjargar hafa m.a. beinst að mikilvægi næringar fyrir almenna heilsu, áhrifum fæðuvenja á sjúkdóma og næringarstöðu íslensks almennings. Hún hefur leitt ráðgjafar- og rannsóknaverkefi sem hafa haft bein áhrif á stefnumótun í heilsueflingu, hvort sem er í tengslum við almenningsheilsu eða stefnu stjórnvalda um næringu og mataræði. Sem aðstoðarrektor vísinda og samfélags hefur Ingibjörg gegnt lykilhlutverki við að efla rannsóknir, vísindamiðlun og samvinnu milli fræðigreina innan Háskóla Íslands og utan. Hún hefur lagt mikla áherslu á að styrkja vísindalega þekkingu innan Háskóla Íslands og tryggja að íslenskar rannsóknir standist alþjóðlegan samanburð. Einnig hefur hún verið ötul í að miðla niðurstöðum sínum til almennings með fjölbreyttum hætti, meðal annars í fjölmiðlum og gegnum faglegar ráðstefnur. Árið 2023 hlaut Ingibjörg titilinn Heiðursvísindamaður Landspítala, sem er viðurkenning á framúrskarandi vísindastörfum hennar og áhrifum á íslenskt heilbrigðiskerfi og undirstrikar mikilvægi rannsókna hennar í íslensku samfélagi. Með sterka framtíðarsýn fyrir íslenskt vísinda- og háskólasamfélag er Ingibjörg Gunnarsdóttir hæfur leiðtogi og fræðimaður til að stýra Háskóla Íslands. Hún hefur sýnt fram á skýra stefnu í vísindum og menntamálum, ásamt því að hafa hæfileika til að leiða stórar stofnanir með öflugri stjórnunarhæfni og þekkingu að leiðarljósi. Ingibjörg Gunnarsdóttir er ekki aðeins frábær fræðimaður heldur einnig áhrifamikill leiðtogi í íslensku vísindasamfélagi. Hún hefur unnið að nýjungum í rannsóknum á sviði næringarfræði og heilbrigðisvísinda, auk þess sem hún hefur markað sér spor í akademískri stjórnun. Hún er ómetanleg fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir vísindamanna, kennara og nemenda, því treysti ég henni til að leiða Háskóla Íslands sem Rektor hvar hún mun áfram stuðla að framförum fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er eldfjallafræðingur og rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur skipað sér í fremstu röð íslenskra fræðimanna á sviði næringarfræði og heilsu. Sem prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda og samfélags hefur hún haft veruleg áhrif á þróun og stefnu næringarfræðirannsókna á Íslandi. Hennar faglega nálgun, metnaður og frumkvæði hafa gert hana að einum af lykilpersónum í þessari fræðigrein og háskólasamfélaginu. Rannsóknir Ingibjargar hafa m.a. beinst að mikilvægi næringar fyrir almenna heilsu, áhrifum fæðuvenja á sjúkdóma og næringarstöðu íslensks almennings. Hún hefur leitt ráðgjafar- og rannsóknaverkefi sem hafa haft bein áhrif á stefnumótun í heilsueflingu, hvort sem er í tengslum við almenningsheilsu eða stefnu stjórnvalda um næringu og mataræði. Sem aðstoðarrektor vísinda og samfélags hefur Ingibjörg gegnt lykilhlutverki við að efla rannsóknir, vísindamiðlun og samvinnu milli fræðigreina innan Háskóla Íslands og utan. Hún hefur lagt mikla áherslu á að styrkja vísindalega þekkingu innan Háskóla Íslands og tryggja að íslenskar rannsóknir standist alþjóðlegan samanburð. Einnig hefur hún verið ötul í að miðla niðurstöðum sínum til almennings með fjölbreyttum hætti, meðal annars í fjölmiðlum og gegnum faglegar ráðstefnur. Árið 2023 hlaut Ingibjörg titilinn Heiðursvísindamaður Landspítala, sem er viðurkenning á framúrskarandi vísindastörfum hennar og áhrifum á íslenskt heilbrigðiskerfi og undirstrikar mikilvægi rannsókna hennar í íslensku samfélagi. Með sterka framtíðarsýn fyrir íslenskt vísinda- og háskólasamfélag er Ingibjörg Gunnarsdóttir hæfur leiðtogi og fræðimaður til að stýra Háskóla Íslands. Hún hefur sýnt fram á skýra stefnu í vísindum og menntamálum, ásamt því að hafa hæfileika til að leiða stórar stofnanir með öflugri stjórnunarhæfni og þekkingu að leiðarljósi. Ingibjörg Gunnarsdóttir er ekki aðeins frábær fræðimaður heldur einnig áhrifamikill leiðtogi í íslensku vísindasamfélagi. Hún hefur unnið að nýjungum í rannsóknum á sviði næringarfræði og heilbrigðisvísinda, auk þess sem hún hefur markað sér spor í akademískri stjórnun. Hún er ómetanleg fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir vísindamanna, kennara og nemenda, því treysti ég henni til að leiða Háskóla Íslands sem Rektor hvar hún mun áfram stuðla að framförum fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er eldfjallafræðingur og rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar