Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar 2. mars 2025 15:33 Litlar breytingar á réttindum félaga í VR geta skipt sköpum fyrir einstaklinga sem þurfa að nýta sér réttindin. Of lengi hefur staðan verið þannig að annað hvort ertu í fullu starfi eða þú ert utan vinnumarkaðar. Takmarkað framboð hefur verið af hlutastörfum og þetta hefur valdið því að fleiri detta út af vinnumarkaði en þyrftu að gera. Sú þekking sem orðið hefur til síðustu ár segir okkur þó að hlutastörf geta verið nauðsynleg brú til að komast inn á vinnumarkað, ekki síst eftir veikindi. Þá getur fólk átt við tímabundna skerta starfsgetu að stríða. Það er því til mikils að vinna fyrir einstaklinga og vinnumarkað að bjóða upp á fleiri hlutastörf og styrkja réttindi þeirra sem vinna hlutastörf. Frá síðustu áramótum hefur sjúkrasjóður VR komið sérstaklega til móts við einstaklinga sem eru í þessari stöðu. Áður reiknaðist hálfur dagur á sjúkradagpeningum sem heill dagur en nú er þetta reiknað hlutfallslega og þannig dreifast réttindin yfir lengri tíma ef viðkomandi er í hlutastarfi. Réttindi til sjúkradagpeninga geta talið allt að sjö mánuði en núna er hægt að dreifa réttinum á allt að 12 mánuði ef unnið er samhliða töku sjúkradagpeninga. Það er stórt og mikilvægt verkefni að auðvelda fólki að koma aftur inn á vinnumarkað eftir veikindi og einnig að tryggja að fólk detti ekki út af vinnumarkaði ef hægt er að koma í veg fyrir það. Við þekkjum mörg dæmi þess að fólk hiki við að snúa aftur til vinnu af ótta við bakslag í veikindum sínum, enda álag víða mikið, og því getur verið mikilvægt að eiga kost á hlutastarfi. Þær breytingar sem sjúkrasjóður VR hefur gert á sínum reglum eru í anda nýrra laga um endurhæfingu og örorku sem taka gildi 1. september nk. og er m.a. ætlað að opna möguleika fyrir fólk sem býr við örorku en hefur einhverja starfsgetu. Vondandi eru að renna upp betri tímar fyrir fólk með skerta starfsgetu þannig að það sé ekki dæmt úr leik en geti heldur verið þátttakendur á vinnumarkaði eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. VR mun leggja sitt af mörkum áfram með aðlögun á reglum og samkomulagi við VIRK um aðstoð við fólk sem vill komast aftur á vinnumarkaðinn. Auk þess heldur VR áfram virku samtali við ríki og atvinnurekendur um sveigjanlegri vinnumarkað sem rúmar fleiri en nú er. Enda er ljóst að bæði hið opinbera og atvinnurekendur á almennum markaði þurfa að taka þátt í þessari vegferð eigi hún að ganga eftir. VR mun í öllu falli ekki láta sitt eftir liggja. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Litlar breytingar á réttindum félaga í VR geta skipt sköpum fyrir einstaklinga sem þurfa að nýta sér réttindin. Of lengi hefur staðan verið þannig að annað hvort ertu í fullu starfi eða þú ert utan vinnumarkaðar. Takmarkað framboð hefur verið af hlutastörfum og þetta hefur valdið því að fleiri detta út af vinnumarkaði en þyrftu að gera. Sú þekking sem orðið hefur til síðustu ár segir okkur þó að hlutastörf geta verið nauðsynleg brú til að komast inn á vinnumarkað, ekki síst eftir veikindi. Þá getur fólk átt við tímabundna skerta starfsgetu að stríða. Það er því til mikils að vinna fyrir einstaklinga og vinnumarkað að bjóða upp á fleiri hlutastörf og styrkja réttindi þeirra sem vinna hlutastörf. Frá síðustu áramótum hefur sjúkrasjóður VR komið sérstaklega til móts við einstaklinga sem eru í þessari stöðu. Áður reiknaðist hálfur dagur á sjúkradagpeningum sem heill dagur en nú er þetta reiknað hlutfallslega og þannig dreifast réttindin yfir lengri tíma ef viðkomandi er í hlutastarfi. Réttindi til sjúkradagpeninga geta talið allt að sjö mánuði en núna er hægt að dreifa réttinum á allt að 12 mánuði ef unnið er samhliða töku sjúkradagpeninga. Það er stórt og mikilvægt verkefni að auðvelda fólki að koma aftur inn á vinnumarkað eftir veikindi og einnig að tryggja að fólk detti ekki út af vinnumarkaði ef hægt er að koma í veg fyrir það. Við þekkjum mörg dæmi þess að fólk hiki við að snúa aftur til vinnu af ótta við bakslag í veikindum sínum, enda álag víða mikið, og því getur verið mikilvægt að eiga kost á hlutastarfi. Þær breytingar sem sjúkrasjóður VR hefur gert á sínum reglum eru í anda nýrra laga um endurhæfingu og örorku sem taka gildi 1. september nk. og er m.a. ætlað að opna möguleika fyrir fólk sem býr við örorku en hefur einhverja starfsgetu. Vondandi eru að renna upp betri tímar fyrir fólk með skerta starfsgetu þannig að það sé ekki dæmt úr leik en geti heldur verið þátttakendur á vinnumarkaði eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. VR mun leggja sitt af mörkum áfram með aðlögun á reglum og samkomulagi við VIRK um aðstoð við fólk sem vill komast aftur á vinnumarkaðinn. Auk þess heldur VR áfram virku samtali við ríki og atvinnurekendur um sveigjanlegri vinnumarkað sem rúmar fleiri en nú er. Enda er ljóst að bæði hið opinbera og atvinnurekendur á almennum markaði þurfa að taka þátt í þessari vegferð eigi hún að ganga eftir. VR mun í öllu falli ekki láta sitt eftir liggja. Höfundur er formaður VR.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun