Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar 1. mars 2025 14:32 Mjólkursamsalan (MS) vill koma á framfæri leiðréttingu vegna rangfærslna sem fram koma í grein Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem birt var á Vísir.is þann 20. febrúar 2025 undir fyrirsögninni „Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda“. Í greininni heldur Ólafur því fram að MS flytji tekjur frá íslenskum kúabændum til erlendra bænda vegna skyrframleiðslu utan Íslands. Þetta er rangt. MS flutti úr landi yfir 3000 tonn af skyri árið 2024 til Evrópulanda. Allar upplýsingar um útflutning á skyri frá Íslandi eru opinberar og má nálgast á vef Hagstofu Íslands, þar sem þær eru uppfærðar mánaðarlega. Framleiðsla á skyri erlendis Varðandi framleiðslu á skyri erlendis, þá er rétt að mjólkin sem notuð er í þá framleiðslu kemur frá erlendum bændum, enda er framleiðslan staðsett í þeim löndum. Hins vegar er sú afurð seld á erlendum mörkuðum og ekki flutt til Íslands, ólíkt því sem fyrirsögn greinarinnar gæti gefið til kynna. Það er því ekki um að ræða tekjutap fyrir íslenska bændur vegna útflutnings MS, heldur um eðlilega þróun á alþjóðlegri starfsemi sem miðar að því að styrkja vörumerkið og markaðsstöðu íslensks skyrs á erlendum mörkuðum. Um alþjóðlegar skuldbindingar Af gefnu tilefni vill MS taka fram eftirfarandi varðandi Alþjóðatollastofnunina og tollflokkun pítsaosts af hálfu hérlendra tollayfirvalda. Ítrekað hefur verið haldið fram af framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen, að niðurstaða Alþjóðatollastofnunarinnar um tollflokkun pítsaosts feli í sér alþjóðlega skuldbindingu fyrir Ísland. Þetta er ekki rétt. Ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar er ráðgefandi og hefur ekki lagalegt bindandi gildi fyrir íslensk stjórnvöld. Íslenskir dómstólar hafa þegar komist að niðurstöðu um að gildandi tollflokkun á pítsaosti sé í samræmi við íslensk lög, og að íslensk löggjöf gangi framar í þessum efnum. Sú niðurstaða byggir m.a. á svokölluðum HS-samningi sem Alþjóðatollastofnunin byggir starfsemi sína á. Því er rangt að halda því fram að Ísland hafi brotið gegn alþjóðlegum skuldbindingum með þessari tollflokkun. Þvert á móti hefur nálgun íslenskra stjórnvalda byggt á HS-samningnum og verið sú sama og nálgun ESB (og annarra ríkja, t.d. Kanada og Japan) í sambærilegum málum, þ.e. að tilkynna Alþjóðatollastofnuninni að stjórnvöldum sé ókleift að fylgja áliti stofnunarinnar vegna niðurstöðu dómstóla. Fullyrðingar um að íslensk stjórnvöld hafi lagalega skyldu til að fylgja áliti Alþjóðatollastofnunarinnar standast af þessari ástæðu enga skoðun og hefur verið hafnað af hálfu íslenskra dómstóla. Mjólkursamsalan telur mikilvægt að umræða um útflutning og starfsemi félagsins byggi á staðreyndum, en ekki á misskilningi og rangfærslum. Höfundur er stjórnaformaður MS og bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kýr Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Sjá meira
Mjólkursamsalan (MS) vill koma á framfæri leiðréttingu vegna rangfærslna sem fram koma í grein Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem birt var á Vísir.is þann 20. febrúar 2025 undir fyrirsögninni „Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda“. Í greininni heldur Ólafur því fram að MS flytji tekjur frá íslenskum kúabændum til erlendra bænda vegna skyrframleiðslu utan Íslands. Þetta er rangt. MS flutti úr landi yfir 3000 tonn af skyri árið 2024 til Evrópulanda. Allar upplýsingar um útflutning á skyri frá Íslandi eru opinberar og má nálgast á vef Hagstofu Íslands, þar sem þær eru uppfærðar mánaðarlega. Framleiðsla á skyri erlendis Varðandi framleiðslu á skyri erlendis, þá er rétt að mjólkin sem notuð er í þá framleiðslu kemur frá erlendum bændum, enda er framleiðslan staðsett í þeim löndum. Hins vegar er sú afurð seld á erlendum mörkuðum og ekki flutt til Íslands, ólíkt því sem fyrirsögn greinarinnar gæti gefið til kynna. Það er því ekki um að ræða tekjutap fyrir íslenska bændur vegna útflutnings MS, heldur um eðlilega þróun á alþjóðlegri starfsemi sem miðar að því að styrkja vörumerkið og markaðsstöðu íslensks skyrs á erlendum mörkuðum. Um alþjóðlegar skuldbindingar Af gefnu tilefni vill MS taka fram eftirfarandi varðandi Alþjóðatollastofnunina og tollflokkun pítsaosts af hálfu hérlendra tollayfirvalda. Ítrekað hefur verið haldið fram af framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen, að niðurstaða Alþjóðatollastofnunarinnar um tollflokkun pítsaosts feli í sér alþjóðlega skuldbindingu fyrir Ísland. Þetta er ekki rétt. Ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar er ráðgefandi og hefur ekki lagalegt bindandi gildi fyrir íslensk stjórnvöld. Íslenskir dómstólar hafa þegar komist að niðurstöðu um að gildandi tollflokkun á pítsaosti sé í samræmi við íslensk lög, og að íslensk löggjöf gangi framar í þessum efnum. Sú niðurstaða byggir m.a. á svokölluðum HS-samningi sem Alþjóðatollastofnunin byggir starfsemi sína á. Því er rangt að halda því fram að Ísland hafi brotið gegn alþjóðlegum skuldbindingum með þessari tollflokkun. Þvert á móti hefur nálgun íslenskra stjórnvalda byggt á HS-samningnum og verið sú sama og nálgun ESB (og annarra ríkja, t.d. Kanada og Japan) í sambærilegum málum, þ.e. að tilkynna Alþjóðatollastofnuninni að stjórnvöldum sé ókleift að fylgja áliti stofnunarinnar vegna niðurstöðu dómstóla. Fullyrðingar um að íslensk stjórnvöld hafi lagalega skyldu til að fylgja áliti Alþjóðatollastofnunarinnar standast af þessari ástæðu enga skoðun og hefur verið hafnað af hálfu íslenskra dómstóla. Mjólkursamsalan telur mikilvægt að umræða um útflutning og starfsemi félagsins byggi á staðreyndum, en ekki á misskilningi og rangfærslum. Höfundur er stjórnaformaður MS og bóndi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar