Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. mars 2025 11:31 Baldur Þórhallsson sagðist hafa gert lítið annað í nótt en að fylgjast með nýjustu vendingum eftir fundinn. Vísir/Arnar Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. „Það var einfaldlega ótrúlegt að horfa upp á þetta, maður hefur aldrei séð annað eins. Þessi fundur augljóslega fer algjörlega úr böndunum og það er ótrúlegt að horfa upp á forseta og varaforseta Bandaríkjanna að haga sér með þessum hætti gagnvart gesti sem kemur í Hvíta húsið,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Hvíta húsið í Bandaríkjunum í gær og var spennan áþreifanleg. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sökuðu Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi. Sjá einnig: Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Sjá einnig: Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi svarað fyrir sig. Það var ólíkt viðbrögðum Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og Keir Starmer, forsetisráðherra Bretlands, þegar þeir lögðu leið sína í Hvíta húsið fyrr í vikunni. Að sögn Baldurs skriðu leiðtogarnir fyrir Trump og reyndi að nota smjaður sem samningatækni. „Þeir gerðu ekki annað en að smjaðra fyrir Bandaríkjaforsetanum og reyndu að nota þá leið og samningatækni til að nálgast hann,“ segir Baldur. „Þeir hafa ekki fengið neitt út úr því eins og er. Þeir hafa ekki fengið yfirlýsingu frá Trump að hann muni styðja við bakið á Nató-ríkjum ef að á okkur verði ráðist. Hann hefur ekki lýst því yfir að hann sé tilbúinn að senda friðargæslusveitir með öðrum Evrópuríkjum til Úkraínu. Hann hefur ekki lýst því yfir að hann sé tilbúinn að styðja áfram við bakið á Úkraínu.“ Fundurinn hafi verið hrein hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu. Óbrúanleg gjá að myndast Leiðtogar og ráðamenn í Evrópu hafa margir lýst yfir skilyrðislausum stuðningi við Úkraínu eftir fundinn í Hvíta húsinu. „Það sýnir hvað þeim er mikil alvara með það að styðja við bakið á Úkraínu og ef til vill vera að gefast upp á því að reyna að smjaðra fyrir Trump og reyna að sína honum fram á það með aflinu hversu Evrópa er öflug,“ segir Baldur. Meðal leiðtoga sem tóku undir með málstað Úkraínu eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, António Costa, formaður Evrópuráðsins, Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands ásamt fleirum. „Ég held að ástæðan fyrir því að þeir gera það er að ástandið er það alvarlegt,“ segir Baldur. Ef að Bandaríkin myndu draga til baka stuðning sinn við Úkraínu er hætta á að Úkraína gæti fallið fyrir rússneska hernum. Evrópuríkin og Úkraína gætu mögulega ekki varist innrás Rússa. Bandaríkjamenn hafa ekki enn gefið út yfirlýsingu um afdráttarlausan stuðning um vernd fyrir bæði Úkraínu og Evrópuríki í Atlantshafsbandalaginu. „Þess vegna stíga Evrópuleiðtogar svona fast niður og í rauninni eru að krefjast þess að vopnahléinu fylgi öryggistrygging Bandaríkjanna ef að Rússar brjóti vopnahléið og ráðist er aftur inn í Úkraínu að þá muni Bandaríkin koma þeim til varnar,“ segir Baldur. Mikil og stór gjá sé að myndast á milli Evrópu og Bandaríkjanna sem gæti reynst erfitt að brúa. „Trump heldur áfram að pota í Evrópuríki með alvarlegum hætti með tollum á þau og að draga úr vörnum í Evrópu þannig það er myndast óbrúanleg gjá á milli þessa gömlu bandamanna.“ Hegðun sem hefur ekki sést áður Grundvallarstefnubreyting hafi orðið hjá bandarískum stjórnvöldum samkvæmt yfirlýsingum Trump. „Þau virða ekki lengur fullveldi ríkja, þau virða ekki lengur lög um landamæri, þau virða ekki lengur grundvallarmannréttindi og hafa látið af öllum mjúkum diplómatískum leiðum til þess að vingast við önnur ríki svo sem með hjálparstarfi og sjálfboðastarfi og beita einfaldlega harðri samningatækni sem að sumir myndu kalla svívirðilega samningatækni gagnvart vinaþjóðum,“ segir Baldur „Þetta er hegðun Bandaríkjanna gagnvart vinaþjóðum sem við höfum ekki séð áður.“ Trump ýti undir málstað Rússa Baldur vill ekki meina að Bandaríkin og Rússar séu í bandalagi heldur en með gjörðum Trump sé hann að ýta undir málstað Rússa. „Bæði rangfærslur sem farið er með í Kreml um tilurð stríðsins og hann stendur bara með Pútín. Sem komið er í samningaviðræðum hafa rússnesk stjórnvöld ekki þurft að gefa eitt eða neitt eftir og eru búin að fá allt á silfurfati hjá Trump. Þannig að í deilum Úkraínumanna og Rússa þá er Trump að skipa sér í lið með Pútín.“ Í viðtali við Baldur í Reykjavík síðdegis í febrúar segir hann Trump og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ná vel saman þar sem mikill samhljómur sé með stefnu þeirra. Þá dáist Trump að leiðtogum sem stýra með valdi og afli, líkt og Pútín gerir. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
„Það var einfaldlega ótrúlegt að horfa upp á þetta, maður hefur aldrei séð annað eins. Þessi fundur augljóslega fer algjörlega úr böndunum og það er ótrúlegt að horfa upp á forseta og varaforseta Bandaríkjanna að haga sér með þessum hætti gagnvart gesti sem kemur í Hvíta húsið,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Hvíta húsið í Bandaríkjunum í gær og var spennan áþreifanleg. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sökuðu Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi. Sjá einnig: Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Sjá einnig: Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, hafi svarað fyrir sig. Það var ólíkt viðbrögðum Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og Keir Starmer, forsetisráðherra Bretlands, þegar þeir lögðu leið sína í Hvíta húsið fyrr í vikunni. Að sögn Baldurs skriðu leiðtogarnir fyrir Trump og reyndi að nota smjaður sem samningatækni. „Þeir gerðu ekki annað en að smjaðra fyrir Bandaríkjaforsetanum og reyndu að nota þá leið og samningatækni til að nálgast hann,“ segir Baldur. „Þeir hafa ekki fengið neitt út úr því eins og er. Þeir hafa ekki fengið yfirlýsingu frá Trump að hann muni styðja við bakið á Nató-ríkjum ef að á okkur verði ráðist. Hann hefur ekki lýst því yfir að hann sé tilbúinn að senda friðargæslusveitir með öðrum Evrópuríkjum til Úkraínu. Hann hefur ekki lýst því yfir að hann sé tilbúinn að styðja áfram við bakið á Úkraínu.“ Fundurinn hafi verið hrein hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu. Óbrúanleg gjá að myndast Leiðtogar og ráðamenn í Evrópu hafa margir lýst yfir skilyrðislausum stuðningi við Úkraínu eftir fundinn í Hvíta húsinu. „Það sýnir hvað þeim er mikil alvara með það að styðja við bakið á Úkraínu og ef til vill vera að gefast upp á því að reyna að smjaðra fyrir Trump og reyna að sína honum fram á það með aflinu hversu Evrópa er öflug,“ segir Baldur. Meðal leiðtoga sem tóku undir með málstað Úkraínu eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, António Costa, formaður Evrópuráðsins, Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands ásamt fleirum. „Ég held að ástæðan fyrir því að þeir gera það er að ástandið er það alvarlegt,“ segir Baldur. Ef að Bandaríkin myndu draga til baka stuðning sinn við Úkraínu er hætta á að Úkraína gæti fallið fyrir rússneska hernum. Evrópuríkin og Úkraína gætu mögulega ekki varist innrás Rússa. Bandaríkjamenn hafa ekki enn gefið út yfirlýsingu um afdráttarlausan stuðning um vernd fyrir bæði Úkraínu og Evrópuríki í Atlantshafsbandalaginu. „Þess vegna stíga Evrópuleiðtogar svona fast niður og í rauninni eru að krefjast þess að vopnahléinu fylgi öryggistrygging Bandaríkjanna ef að Rússar brjóti vopnahléið og ráðist er aftur inn í Úkraínu að þá muni Bandaríkin koma þeim til varnar,“ segir Baldur. Mikil og stór gjá sé að myndast á milli Evrópu og Bandaríkjanna sem gæti reynst erfitt að brúa. „Trump heldur áfram að pota í Evrópuríki með alvarlegum hætti með tollum á þau og að draga úr vörnum í Evrópu þannig það er myndast óbrúanleg gjá á milli þessa gömlu bandamanna.“ Hegðun sem hefur ekki sést áður Grundvallarstefnubreyting hafi orðið hjá bandarískum stjórnvöldum samkvæmt yfirlýsingum Trump. „Þau virða ekki lengur fullveldi ríkja, þau virða ekki lengur lög um landamæri, þau virða ekki lengur grundvallarmannréttindi og hafa látið af öllum mjúkum diplómatískum leiðum til þess að vingast við önnur ríki svo sem með hjálparstarfi og sjálfboðastarfi og beita einfaldlega harðri samningatækni sem að sumir myndu kalla svívirðilega samningatækni gagnvart vinaþjóðum,“ segir Baldur „Þetta er hegðun Bandaríkjanna gagnvart vinaþjóðum sem við höfum ekki séð áður.“ Trump ýti undir málstað Rússa Baldur vill ekki meina að Bandaríkin og Rússar séu í bandalagi heldur en með gjörðum Trump sé hann að ýta undir málstað Rússa. „Bæði rangfærslur sem farið er með í Kreml um tilurð stríðsins og hann stendur bara með Pútín. Sem komið er í samningaviðræðum hafa rússnesk stjórnvöld ekki þurft að gefa eitt eða neitt eftir og eru búin að fá allt á silfurfati hjá Trump. Þannig að í deilum Úkraínumanna og Rússa þá er Trump að skipa sér í lið með Pútín.“ Í viðtali við Baldur í Reykjavík síðdegis í febrúar segir hann Trump og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ná vel saman þar sem mikill samhljómur sé með stefnu þeirra. Þá dáist Trump að leiðtogum sem stýra með valdi og afli, líkt og Pútín gerir.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira