Séra Vigfús Þór Árnason látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. febrúar 2025 08:32 Séra Vigfús Þór Árnason er látinn, 78 ára að aldri. Grafarvogskirkja Séra Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði og í Grafarvogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 27. febrúar, 78 ára að aldri. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu dagsins í dag. Vigfús Þór fæddist í Reykjavík 6. apríl árið 1946 og ólst upp í Hlíðunum og síðan í Vogunum. Hann starfaði mikið að æskulýðsmálum sem ungur maður og var valinn fyrsti formaður Æskulýðsfélags Langholtskirkju. Þar var haldin fyrsta „poppmessan“ sem hafði heilmikil áhrif á æskulýðsstarf kirkjunnar hér á landi. Hann fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna á vegum þjóðkirkjunnar eftir starf sitt í Langholtskirkju. Hann dvaldi í Chicago og kynntist þar starfi bandarísku kirkjunnar. Vigfús lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum árið 1969 og stúdentsprófi 1970. Fimm árum síðar lauk hann embættisprófi í guðfræði frá HÍ og árin 1975-1976 stundaði hann framhaldsnám í félagslegri siðfræði og trúfræði við Ludwigs Maximilliam-háskólann í München. Hann stundaði svo framhaldsnám í trúfræði, prédikunarfræði, sálusorgun og fjölmiðlafræði við Pacific School of Religion við Berkley-háskóla í Kaliforníu árin 1988-1989. Sóknarprestur í Grafarvogi í 27 ár Vigfús Þór var vígður sóknarprestur við Siglufjarðarprestakall 1976 og þjónaði þar um árabil. Hann var kjörinn fyrsti sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli árið 1989 og þjónaði þar uns hann lét af störfum sökum aldurs árið 2016. Vigfús Þór gegndi fjölda trúnaðar- og félagsstörfa í gegnum tíðina. Hann sat í bæjarstjórn Siglufjarðar, var formaður Prestafélags Íslands, Lionsklúbbs Siglufjarðar og Lionsklúbbsins Fjörgynjar í Grafarvogi. Þá var hann gerður að Melwin Jones-félaga, sem er æðsta viðurkenning Lionshreyfingarinnar. Vigfús var einnig virkur þátttakandi í starfi Frímúrarareglunnar og tengdist Knattspyrnufélaginu Val sterkum böndum. Eftirlifandi eiginkona Vigfúsar Þórs er Elín Pálsdóttir. Börn þeira eru Árni Þór, kvæntur Mariko Margréti Ragnarsdóttur, Björg, gift Reimari Snæfells Péturssyni, og Þórunn Hulda gift Finni Bjarnasyni. Barnabörn Vigfúsar Þórs og Elínar eru átta. Ævisaga Vigfúsar Vilji er allt sem þarf kom út árið 2016 í útgáfu Bókaútgáfunnar Hóla. Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritaði söguna og rekur hún ævi Vigfúsar gegnumæsku og uppvöxt til safnaðar- og félagsstarfa. Andlát Þjóðkirkjan Reykjavík Fjallabyggð Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu dagsins í dag. Vigfús Þór fæddist í Reykjavík 6. apríl árið 1946 og ólst upp í Hlíðunum og síðan í Vogunum. Hann starfaði mikið að æskulýðsmálum sem ungur maður og var valinn fyrsti formaður Æskulýðsfélags Langholtskirkju. Þar var haldin fyrsta „poppmessan“ sem hafði heilmikil áhrif á æskulýðsstarf kirkjunnar hér á landi. Hann fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna á vegum þjóðkirkjunnar eftir starf sitt í Langholtskirkju. Hann dvaldi í Chicago og kynntist þar starfi bandarísku kirkjunnar. Vigfús lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum árið 1969 og stúdentsprófi 1970. Fimm árum síðar lauk hann embættisprófi í guðfræði frá HÍ og árin 1975-1976 stundaði hann framhaldsnám í félagslegri siðfræði og trúfræði við Ludwigs Maximilliam-háskólann í München. Hann stundaði svo framhaldsnám í trúfræði, prédikunarfræði, sálusorgun og fjölmiðlafræði við Pacific School of Religion við Berkley-háskóla í Kaliforníu árin 1988-1989. Sóknarprestur í Grafarvogi í 27 ár Vigfús Þór var vígður sóknarprestur við Siglufjarðarprestakall 1976 og þjónaði þar um árabil. Hann var kjörinn fyrsti sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli árið 1989 og þjónaði þar uns hann lét af störfum sökum aldurs árið 2016. Vigfús Þór gegndi fjölda trúnaðar- og félagsstörfa í gegnum tíðina. Hann sat í bæjarstjórn Siglufjarðar, var formaður Prestafélags Íslands, Lionsklúbbs Siglufjarðar og Lionsklúbbsins Fjörgynjar í Grafarvogi. Þá var hann gerður að Melwin Jones-félaga, sem er æðsta viðurkenning Lionshreyfingarinnar. Vigfús var einnig virkur þátttakandi í starfi Frímúrarareglunnar og tengdist Knattspyrnufélaginu Val sterkum böndum. Eftirlifandi eiginkona Vigfúsar Þórs er Elín Pálsdóttir. Börn þeira eru Árni Þór, kvæntur Mariko Margréti Ragnarsdóttur, Björg, gift Reimari Snæfells Péturssyni, og Þórunn Hulda gift Finni Bjarnasyni. Barnabörn Vigfúsar Þórs og Elínar eru átta. Ævisaga Vigfúsar Vilji er allt sem þarf kom út árið 2016 í útgáfu Bókaútgáfunnar Hóla. Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritaði söguna og rekur hún ævi Vigfúsar gegnumæsku og uppvöxt til safnaðar- og félagsstarfa.
Andlát Þjóðkirkjan Reykjavík Fjallabyggð Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira