Ógeðslega stoltur af kennurum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2025 01:07 Magnús Þór Jónsson skellihlær við undirritun kjarasamnings kennara í gærkvöldi. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjara lætur sér hvergi bregða. vísir/vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. „Ég hef oft sagt að það er erfiðast að klára. Þetta hefur verið langur endasprettur,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður KÍ eftir undirskrift og undir vöffluáti í Karphúsinu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Lillý Valgerður ræddi við Magnús Þór í Borgartúni. Endaspretturinn hafi hafist þann 20. janúar og falið í sér langa daga og miklar vangaveltur. „Þetta er ákveðinn léttir en þetta er bara áfangi, upphafsáfangi. Það má segja að við séum sátt um startpunktinn en það er heljarinnar barátta fram undan.“ Hann staldrar við tímamótin að allar skólagerðir semji saman undir hatti KÍ, í fyrsta skipti. Vöfflugerð í Karphúsinu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Bros á hverju andliti.Vísir/Vilhelm „Það er mér mjög mikilvægt. KÍ er að stimpla sig inn sem það sterka stéttarfélag sem við viljum vera. Svo erum við bara að fara af stað í þessa virðismatsvegferð því við höfum verið alveg skýr með það að við teljum samninginn núna vera upphafspunkt á vegferð sem að á að skila okkur því að við séum komin með sérfræðimenntaða kennara á sama stað og sérfræðimenntaða á almennum markaði.“ Forsendunefnd lykilatriði Með samningnum sem nú hefur verið undirritaður er öllum yfirstandandi og fyrirhuguðum vinnustöðvunum í skólum aflýst. Deilu sem staðið hefur í á fimmta mánuð er lokið með þeim fyrirvara að kennarar samþykki samninginn í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Samningurinn er til fjögurra ára og hljóðar upp á 24,5 prósenta hækkun launa á samningstímanum. Nítján mánaða uppsagnarákvæði er í samningum en auk þess hefur verið samþykkt að koma á fót sérstakri forsendunefnd til að auka líkur á að samningurinn verði uppfylltur og minnka líkur á að honum verði sagt upp. Nefndin á að hjálpa til við að greiða úr deilum sem geta komið upp á samningstímanum. Tillaga sveitarfélaganna um nefndina skipti sveitarfélögin miklu máli að sögn formanns nefndarinnar. „Sem betur fer finnst okkur við hafa tekist að fá stjórnvöld í lið með okkur að fjárfesta í kennurum, skólastarfinu og börnunum. Það verkefni er bara rétt að hefjast. En þetta er alveg góður dagur. Sautján ára afmælisdagur dóttur minnar þannig að hún fær það í afmælisgjöf. Ég missti af partýinu svo það var eins gott að við skrifuðum undir,“ segir Magnús. Nú hafi hann væntingar til þess að kennarar geti í samvinnu við sveitarfélögin og ríkisstjórnina farið í vegferð til næstu daga, vikna, mánuða og ára. Kennarasambandið hafi verið mjög skýrt við samningaborðið um þau atriði sem skipti kennara máli. „Við teljum okkur hafa náð mjög miklum árangri í þessari umræðu um virðismatsvegferðina. Náð að taka mörg skref þar áfram,“ segir Magnús. Náðu meginmarkmiðum sínum „Við höfum talað um ákveðnar innágreiðslur sem við lögðum fram í janúar sem við teldum verða að verða, við yrðum að fá til þess að við fengjum skuldbindingu stjórnvalda inn í það verkefni sem er fram undan. Það tókst líka.“ Forsenduákvæði um uppsagnarmöguleika á samningstímanum hefur verið mikið til umræðu undanfarið og staðið í sveitarfélögunum. „Það var algjörlega skýrt í okkar huga, í rauninni allan tímann, að það er bara þannig að við gátum ekki farið inn í að gera samning nema að vera algjörlega með það á hreinu að við hefðum þann fókus, allir aðilarnir, að við vildum skila þessu áfram þar inni. Breytingar á því eru óverulegar finnst okkur. En við fundum þessa leið.“ Kennarar geta sagt upp samningi eftir nítján mánuði en fyrrnefnd forsendunefnd er skipuð til að lágmarka þann möguleika. „Öll okkar meginmarkmið, sem hófust í janúar í fyrra, eru hérna og það er ástæðan fyrir því að öll aðildarfélög KÍ og við í stjórninni skrifuðum undir þetta hérna núna. Það er áfanginn í kvöld.“ Frábært að finna kraftinn í kennurum „Ég er ógeðslega stoltur af íslenskum kennurum og félagsfólki KÍ. Það er búið að vera mér innblástur og ég veit ekki hvernig ég á að orða það - að vera að vinna fyrir þennan hóp.“ Hann hafi ásamt Oddi S. Jakobssyni hagfræðingi sambandsins lagt upp í vegferðina í nóvember 2022 sem sneri að því að jafna kjör kennara við sérmenntað fólk á almennum markaði. „Við höfum verið að hitta fólk eiginlega allan tímann, svo breyttist staðan í september þegar varð ljóst að við værum að fara inn í erfiðari deilu. En í gegnum síðustu fimm mánuði hefur verið frábært að finna kraftinn í kennurum.“ Hann átti sig á því að síðustu vikur hafi sérstaklega reynst kennurum mjög erfiðar. „Þá er ég ekki að tala um okkur í viðræðuhópnum heldur kennurum almennt. Ég skil fullkomlega, fullkomlega, það að fólk hafi hrokkið við á föstudaginn og átta mig alveg á því hvað hefur verið að gerast í dag og í gær og morgun. Fólki er ekkert sama. Við erum hugsjónafólk, við erum að berjast fyrir kerfinu ekki bara að berjast fyrir laununum okkar Auðvitað erum við að berjast fyrir laununum okkar en við erum líka að benda á að kerfið okkar stendur og fellur með því sem við erum að berjast fyrir.“ Samtakamátturinn mikill Hann sé stoltur af kennurum og ætli að vona það að þeir séu glaðir með samninganefndina í dag. „Þetta er stétt sem hefur staðið upp, látið taka eftir sér og við ætlum að vera þar.“ Hann rifjar upp mótmæli kennara á Austurvelli við þingsetningu í byrjun mánaðar og útgöngu kennara úr skólum á föstudaginn. Samtakamátturinn sé mikill. „Að fólk sé tilbúið að verja störfin sín og standa með okkur sem erum að snúast í þessu verkefni hefur verið markerandi lífsreynsla fyrir okkur sem erum hérna. Auðvitað er þetta þannig að marga daga er maður dálítið að stara inn í eitthvað, er ekki alveg viss hvað er í gangi. Þá finnur maður það að fólk áttar sig á því að samfélaginu er ekki sama. Við fundum það allan tímann.“ Fólk sem hann hitti í sundlauginni eða hverfisversluninni, eða sendi skilaboð. Yfirgnæfandi hluti hafi stutt baráttuna. Taka skref fram á við sem samfélag „Við erum núna á þeim stað að við ætlum að taka skref áfram sem samfélag og það gerir KÍ auðvitað ekki eitt og sér en ég held það sé algjörlega ljóst í mínum huga að sá kraftur sem ég er búinn að greina í mínu fólki síðustu fimm mánuði verður auðvitað krafturinn sem við munum nýta til að ná enn betri árangri, ekki bara í kjaramálunum, heldur í því að koma til móts við það sem skiptir öllu máli. Nemendurnir sem við hittum í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Þeir fá vonandi nú að sjá þennan endurnærandi kraft birtast líka inni í skólastofunum. Alveg eins og við fundum hann í allri þessari vegferð.“ Magnús Þór heldur á lofti verulegum áhyggjum sínum vegna skorts á kennurum. „Okkur vantar fjögur þúsund kennara nú þegar. Við höfum haldið því á lofti í þessum viðræðum að þessi samningur verði að sýna fólki fram á það að stjórnvöldum sé ekki sama. Að þau ætli að vera með okkur í því að vekja þetta starf til þeirrar virðingar og vegsemdar sem það á að vera í. Ég auðvitað virkilega vona að við sjáum það að kennarar sem eru nú við störf þeir verði í störfum áfram. Það er mín einlæga ósk en ég hef líka varað við því í gegnum þennan ferli að það tók of langan tíma. Þetta hefur verið erfitt. En ég vil segja við fólk að við erum á þessum stað því fólk var tilbúið að standa með okkur alla leið.“ Samkeppnishæfari stétt stóra verkefnið Vonandi muni nýr samningur hjálpa til við að kennarar komi inn í starfið. „Að við verðum samkeppnishæfari um fólk sem er með kennaramenntun og þetta muni þýða að við fáum enn fleiri inn í starfið á næstu árum. Það er stóra verkefnið í þessum samningi. Fjárfesta í kennurum, auka fagmennskuna og stöðugleikann með því að gera betri kjarasamninga. Þessi er vonandi fyrsta skrefið en það er töluvert eftir.“ Hann hafi áhyggjur af hverri einustu uppsögn enda hafi skólarnir verið að missa góða kennara til annarra starfa. „Við erum komin upp í nærri 20 prósent ófaglærðra í grunnskólunum úr færri prósentum fyrir nokkrum árum. Ég virkilega vona að eitthvað í þessum samningi hjálpi einhverjum til baka. En ég veit líka að þetta voru ekki léttúðugar ákvarðanir og fólki leið ekki vel. Við verðum bara að vona að þessi samningur sé fyrsta skrefið á þeirri leið að við horfum til betri stöðu.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Háskólar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
„Ég hef oft sagt að það er erfiðast að klára. Þetta hefur verið langur endasprettur,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður KÍ eftir undirskrift og undir vöffluáti í Karphúsinu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Lillý Valgerður ræddi við Magnús Þór í Borgartúni. Endaspretturinn hafi hafist þann 20. janúar og falið í sér langa daga og miklar vangaveltur. „Þetta er ákveðinn léttir en þetta er bara áfangi, upphafsáfangi. Það má segja að við séum sátt um startpunktinn en það er heljarinnar barátta fram undan.“ Hann staldrar við tímamótin að allar skólagerðir semji saman undir hatti KÍ, í fyrsta skipti. Vöfflugerð í Karphúsinu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Bros á hverju andliti.Vísir/Vilhelm „Það er mér mjög mikilvægt. KÍ er að stimpla sig inn sem það sterka stéttarfélag sem við viljum vera. Svo erum við bara að fara af stað í þessa virðismatsvegferð því við höfum verið alveg skýr með það að við teljum samninginn núna vera upphafspunkt á vegferð sem að á að skila okkur því að við séum komin með sérfræðimenntaða kennara á sama stað og sérfræðimenntaða á almennum markaði.“ Forsendunefnd lykilatriði Með samningnum sem nú hefur verið undirritaður er öllum yfirstandandi og fyrirhuguðum vinnustöðvunum í skólum aflýst. Deilu sem staðið hefur í á fimmta mánuð er lokið með þeim fyrirvara að kennarar samþykki samninginn í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Samningurinn er til fjögurra ára og hljóðar upp á 24,5 prósenta hækkun launa á samningstímanum. Nítján mánaða uppsagnarákvæði er í samningum en auk þess hefur verið samþykkt að koma á fót sérstakri forsendunefnd til að auka líkur á að samningurinn verði uppfylltur og minnka líkur á að honum verði sagt upp. Nefndin á að hjálpa til við að greiða úr deilum sem geta komið upp á samningstímanum. Tillaga sveitarfélaganna um nefndina skipti sveitarfélögin miklu máli að sögn formanns nefndarinnar. „Sem betur fer finnst okkur við hafa tekist að fá stjórnvöld í lið með okkur að fjárfesta í kennurum, skólastarfinu og börnunum. Það verkefni er bara rétt að hefjast. En þetta er alveg góður dagur. Sautján ára afmælisdagur dóttur minnar þannig að hún fær það í afmælisgjöf. Ég missti af partýinu svo það var eins gott að við skrifuðum undir,“ segir Magnús. Nú hafi hann væntingar til þess að kennarar geti í samvinnu við sveitarfélögin og ríkisstjórnina farið í vegferð til næstu daga, vikna, mánuða og ára. Kennarasambandið hafi verið mjög skýrt við samningaborðið um þau atriði sem skipti kennara máli. „Við teljum okkur hafa náð mjög miklum árangri í þessari umræðu um virðismatsvegferðina. Náð að taka mörg skref þar áfram,“ segir Magnús. Náðu meginmarkmiðum sínum „Við höfum talað um ákveðnar innágreiðslur sem við lögðum fram í janúar sem við teldum verða að verða, við yrðum að fá til þess að við fengjum skuldbindingu stjórnvalda inn í það verkefni sem er fram undan. Það tókst líka.“ Forsenduákvæði um uppsagnarmöguleika á samningstímanum hefur verið mikið til umræðu undanfarið og staðið í sveitarfélögunum. „Það var algjörlega skýrt í okkar huga, í rauninni allan tímann, að það er bara þannig að við gátum ekki farið inn í að gera samning nema að vera algjörlega með það á hreinu að við hefðum þann fókus, allir aðilarnir, að við vildum skila þessu áfram þar inni. Breytingar á því eru óverulegar finnst okkur. En við fundum þessa leið.“ Kennarar geta sagt upp samningi eftir nítján mánuði en fyrrnefnd forsendunefnd er skipuð til að lágmarka þann möguleika. „Öll okkar meginmarkmið, sem hófust í janúar í fyrra, eru hérna og það er ástæðan fyrir því að öll aðildarfélög KÍ og við í stjórninni skrifuðum undir þetta hérna núna. Það er áfanginn í kvöld.“ Frábært að finna kraftinn í kennurum „Ég er ógeðslega stoltur af íslenskum kennurum og félagsfólki KÍ. Það er búið að vera mér innblástur og ég veit ekki hvernig ég á að orða það - að vera að vinna fyrir þennan hóp.“ Hann hafi ásamt Oddi S. Jakobssyni hagfræðingi sambandsins lagt upp í vegferðina í nóvember 2022 sem sneri að því að jafna kjör kennara við sérmenntað fólk á almennum markaði. „Við höfum verið að hitta fólk eiginlega allan tímann, svo breyttist staðan í september þegar varð ljóst að við værum að fara inn í erfiðari deilu. En í gegnum síðustu fimm mánuði hefur verið frábært að finna kraftinn í kennurum.“ Hann átti sig á því að síðustu vikur hafi sérstaklega reynst kennurum mjög erfiðar. „Þá er ég ekki að tala um okkur í viðræðuhópnum heldur kennurum almennt. Ég skil fullkomlega, fullkomlega, það að fólk hafi hrokkið við á föstudaginn og átta mig alveg á því hvað hefur verið að gerast í dag og í gær og morgun. Fólki er ekkert sama. Við erum hugsjónafólk, við erum að berjast fyrir kerfinu ekki bara að berjast fyrir laununum okkar Auðvitað erum við að berjast fyrir laununum okkar en við erum líka að benda á að kerfið okkar stendur og fellur með því sem við erum að berjast fyrir.“ Samtakamátturinn mikill Hann sé stoltur af kennurum og ætli að vona það að þeir séu glaðir með samninganefndina í dag. „Þetta er stétt sem hefur staðið upp, látið taka eftir sér og við ætlum að vera þar.“ Hann rifjar upp mótmæli kennara á Austurvelli við þingsetningu í byrjun mánaðar og útgöngu kennara úr skólum á föstudaginn. Samtakamátturinn sé mikill. „Að fólk sé tilbúið að verja störfin sín og standa með okkur sem erum að snúast í þessu verkefni hefur verið markerandi lífsreynsla fyrir okkur sem erum hérna. Auðvitað er þetta þannig að marga daga er maður dálítið að stara inn í eitthvað, er ekki alveg viss hvað er í gangi. Þá finnur maður það að fólk áttar sig á því að samfélaginu er ekki sama. Við fundum það allan tímann.“ Fólk sem hann hitti í sundlauginni eða hverfisversluninni, eða sendi skilaboð. Yfirgnæfandi hluti hafi stutt baráttuna. Taka skref fram á við sem samfélag „Við erum núna á þeim stað að við ætlum að taka skref áfram sem samfélag og það gerir KÍ auðvitað ekki eitt og sér en ég held það sé algjörlega ljóst í mínum huga að sá kraftur sem ég er búinn að greina í mínu fólki síðustu fimm mánuði verður auðvitað krafturinn sem við munum nýta til að ná enn betri árangri, ekki bara í kjaramálunum, heldur í því að koma til móts við það sem skiptir öllu máli. Nemendurnir sem við hittum í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum. Þeir fá vonandi nú að sjá þennan endurnærandi kraft birtast líka inni í skólastofunum. Alveg eins og við fundum hann í allri þessari vegferð.“ Magnús Þór heldur á lofti verulegum áhyggjum sínum vegna skorts á kennurum. „Okkur vantar fjögur þúsund kennara nú þegar. Við höfum haldið því á lofti í þessum viðræðum að þessi samningur verði að sýna fólki fram á það að stjórnvöldum sé ekki sama. Að þau ætli að vera með okkur í því að vekja þetta starf til þeirrar virðingar og vegsemdar sem það á að vera í. Ég auðvitað virkilega vona að við sjáum það að kennarar sem eru nú við störf þeir verði í störfum áfram. Það er mín einlæga ósk en ég hef líka varað við því í gegnum þennan ferli að það tók of langan tíma. Þetta hefur verið erfitt. En ég vil segja við fólk að við erum á þessum stað því fólk var tilbúið að standa með okkur alla leið.“ Samkeppnishæfari stétt stóra verkefnið Vonandi muni nýr samningur hjálpa til við að kennarar komi inn í starfið. „Að við verðum samkeppnishæfari um fólk sem er með kennaramenntun og þetta muni þýða að við fáum enn fleiri inn í starfið á næstu árum. Það er stóra verkefnið í þessum samningi. Fjárfesta í kennurum, auka fagmennskuna og stöðugleikann með því að gera betri kjarasamninga. Þessi er vonandi fyrsta skrefið en það er töluvert eftir.“ Hann hafi áhyggjur af hverri einustu uppsögn enda hafi skólarnir verið að missa góða kennara til annarra starfa. „Við erum komin upp í nærri 20 prósent ófaglærðra í grunnskólunum úr færri prósentum fyrir nokkrum árum. Ég virkilega vona að eitthvað í þessum samningi hjálpi einhverjum til baka. En ég veit líka að þetta voru ekki léttúðugar ákvarðanir og fólki leið ekki vel. Við verðum bara að vona að þessi samningur sé fyrsta skrefið á þeirri leið að við horfum til betri stöðu.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Háskólar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira