„Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 06:46 Það var létt yfir viðsemjendum í Karphúsinu í nótt. Vísir/Vilhelm Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, var að vonum ánægð með nýgerðan kjarasamning við kennara í nótt. Lögð hefði verið fram ný tillaga í gær er varðaði forsenduákvæðin, sem hefði breytt öllu. Um væri að ræða forsendunefnd, sem myndi hjálpa við að greiða úr deilum sem gætu komið upp og minnkaði verulega líkurnar á því að samningnum yrði sagt upp. „Við vorum mjög sátt við það og kennarar líka. Það varð til þess að við náðum saman,“ sagði Inga í Karphúsinu í nótt. „Já já, ekki spurning. Þetta er mikil breyting frá föstudeginum og bara spennandi tímar framundan í samvinnu við kennara,“ svaraði hún, spurð að því hvort þetta hefði þá markað breytingu frá miðlunartillögunni sem lá fyrir í síðustu viku. Miðlunartillagan eins og hún var hefði gert kennurum auðveldara fyrir að segja samningnum upp. „Við erum að horfa á samvinnu núna, á samningstímabilinu, um umbætur í kjarasamningum kennara, virðistmatsvegferðina, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kennara. Og við bara horfum björtum augum fram á veginn,“ sagði Inga. Samningurinn gildir til 30. mars 2028 en ef forsendur brestur verður hægt að segja honum upp í fyrsta lagi 1. mars 2027. Að sögn Ingu var efnt til stjórnarfundar í gær til að „stilla saman strengi“ og var það niðurstaða fundarins að ganga að samningnum eins og hann lá þá fyrir. Menn gengju einbeittir til vinnu með kennurum og vonuðust til að vegferðin yrði öllum til góða. „Það var þetta sem þurfti til að velta steininum,“ segir hún um forsendunefndina. „Og við erum bara mjög sátt að það hafi gerst og bara vonum að þetta gangi allt eftir.“ Inga játti því að kennarar væru þarna að fá meira en aðrir en þeir ættu leiðréttingar inni. Framhaldið myndi velta á virðistmatinu, sem aðrir hópar hefðu einnig farið í gegnum. Spurð að því hvort samningurinn myndi mögulega valda óróa hjá öðrum viðsemjendum sveitarfélagana ítrekaði hún að um leiðréttingu væri að ræða. „Þannig að nei. Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina og við erum að taka þetta stóra skref með þennan hóp núna, kennara, sem við höfum lengi óskað að fá inn í virðismat. Nú er það loksins að gerast.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Leikskólar Kjaramál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Um væri að ræða forsendunefnd, sem myndi hjálpa við að greiða úr deilum sem gætu komið upp og minnkaði verulega líkurnar á því að samningnum yrði sagt upp. „Við vorum mjög sátt við það og kennarar líka. Það varð til þess að við náðum saman,“ sagði Inga í Karphúsinu í nótt. „Já já, ekki spurning. Þetta er mikil breyting frá föstudeginum og bara spennandi tímar framundan í samvinnu við kennara,“ svaraði hún, spurð að því hvort þetta hefði þá markað breytingu frá miðlunartillögunni sem lá fyrir í síðustu viku. Miðlunartillagan eins og hún var hefði gert kennurum auðveldara fyrir að segja samningnum upp. „Við erum að horfa á samvinnu núna, á samningstímabilinu, um umbætur í kjarasamningum kennara, virðistmatsvegferðina, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kennara. Og við bara horfum björtum augum fram á veginn,“ sagði Inga. Samningurinn gildir til 30. mars 2028 en ef forsendur brestur verður hægt að segja honum upp í fyrsta lagi 1. mars 2027. Að sögn Ingu var efnt til stjórnarfundar í gær til að „stilla saman strengi“ og var það niðurstaða fundarins að ganga að samningnum eins og hann lá þá fyrir. Menn gengju einbeittir til vinnu með kennurum og vonuðust til að vegferðin yrði öllum til góða. „Það var þetta sem þurfti til að velta steininum,“ segir hún um forsendunefndina. „Og við erum bara mjög sátt að það hafi gerst og bara vonum að þetta gangi allt eftir.“ Inga játti því að kennarar væru þarna að fá meira en aðrir en þeir ættu leiðréttingar inni. Framhaldið myndi velta á virðistmatinu, sem aðrir hópar hefðu einnig farið í gegnum. Spurð að því hvort samningurinn myndi mögulega valda óróa hjá öðrum viðsemjendum sveitarfélagana ítrekaði hún að um leiðréttingu væri að ræða. „Þannig að nei. Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina og við erum að taka þetta stóra skref með þennan hóp núna, kennara, sem við höfum lengi óskað að fá inn í virðismat. Nú er það loksins að gerast.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Leikskólar Kjaramál Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira