Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Lovísa Arnardóttir skrifar 25. febrúar 2025 09:52 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri og formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins. „Það er alveg klárt að það er ekki eitthvað sem formaður stjórnar sambandsins kemur að,“ sagði Heiða Björg í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi. Hún sagði stjórnina hafa fundað með sáttasemjara daginn áður en hann lagði tillöguna fram og það hefði verið ljóst á þeim fundi að stjórninni hugnaðist ekki það sem hann lagði til á fundinum. Heiða segir það hafa komið sér á óvart að tillagan hefði svo farið fram. Þá ávarpaði hún það einnig, sem fram hefur komið, að hún hafi stutt tillöguna. Hún sagði það ekki nýtt að stjórnin væri ekki öll sammála en það væri nýtt að það væru flokkadrættir í stjórn sambandsins og að stjórnin tækist á í fjölmiðlum. Föstudagurinn kennurum erfiður Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, fór einnig yfir það í Silfrinu sem fór fram fyrir helgi. Hann sagði miður hvernig fjölmiðlaumræðan varð í kjölfarið og föstudagurinn hafi verið mörgum kennurum afar erfiður. Hann sagði mikilvægt að klára málið og horfa saman fram á veginn. Hann viðurkenndi að Kennarasambandið hafi haft áhyggjur af því að flokkapólitík hafi haft áhrif á kjaraviðræður. Helgin hafi farið í það að ræða við fulltrúa stjórnmálaflokka. Heiða Björg sagðist í þættinum ekki telja líklegt að aðrir viðsemjendur myndu segja upp sínum samningum yrði þessi tillaga sáttasemjara samþykkt. Hún treysti á skilning þeirra að um sé að ræða vegferð sem þau eru þegar í og myndu því sýna því skilning að Sambandið sé loks búið að fá kennara í þessa sömu vegferð. Ekki góð niðurstaða að Reykjavíkurborg semji ein Hún sagði það „slaka niðurstöðu“ ef Reykjavíkurborg myndi semja eitt við kennara. Það sé betra að heildarsamningar næðust. Magnús Þór sagði kennara hafa samið í góðri trú árið 2016. Það hafi ekki verið staðið við þá samninga og virðismatsvegferðin í raun ekki farið af stað. Hann sagði Kennarasambandið ekki geta gert aðra samninga í góðri trú. Hann hafi miklar áhyggjur af fjöldauppsögnum. Næsti fundur samninganefnda kennara, ríkis og sveitarfélaga fer fram klukkan 15 í dag hjá ríkissáttasemjara. Hægt er að horfa á Silfrið hér. Kennaraverkfall 2024-25 Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
„Það er alveg klárt að það er ekki eitthvað sem formaður stjórnar sambandsins kemur að,“ sagði Heiða Björg í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi. Hún sagði stjórnina hafa fundað með sáttasemjara daginn áður en hann lagði tillöguna fram og það hefði verið ljóst á þeim fundi að stjórninni hugnaðist ekki það sem hann lagði til á fundinum. Heiða segir það hafa komið sér á óvart að tillagan hefði svo farið fram. Þá ávarpaði hún það einnig, sem fram hefur komið, að hún hafi stutt tillöguna. Hún sagði það ekki nýtt að stjórnin væri ekki öll sammála en það væri nýtt að það væru flokkadrættir í stjórn sambandsins og að stjórnin tækist á í fjölmiðlum. Föstudagurinn kennurum erfiður Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, fór einnig yfir það í Silfrinu sem fór fram fyrir helgi. Hann sagði miður hvernig fjölmiðlaumræðan varð í kjölfarið og föstudagurinn hafi verið mörgum kennurum afar erfiður. Hann sagði mikilvægt að klára málið og horfa saman fram á veginn. Hann viðurkenndi að Kennarasambandið hafi haft áhyggjur af því að flokkapólitík hafi haft áhrif á kjaraviðræður. Helgin hafi farið í það að ræða við fulltrúa stjórnmálaflokka. Heiða Björg sagðist í þættinum ekki telja líklegt að aðrir viðsemjendur myndu segja upp sínum samningum yrði þessi tillaga sáttasemjara samþykkt. Hún treysti á skilning þeirra að um sé að ræða vegferð sem þau eru þegar í og myndu því sýna því skilning að Sambandið sé loks búið að fá kennara í þessa sömu vegferð. Ekki góð niðurstaða að Reykjavíkurborg semji ein Hún sagði það „slaka niðurstöðu“ ef Reykjavíkurborg myndi semja eitt við kennara. Það sé betra að heildarsamningar næðust. Magnús Þór sagði kennara hafa samið í góðri trú árið 2016. Það hafi ekki verið staðið við þá samninga og virðismatsvegferðin í raun ekki farið af stað. Hann sagði Kennarasambandið ekki geta gert aðra samninga í góðri trú. Hann hafi miklar áhyggjur af fjöldauppsögnum. Næsti fundur samninganefnda kennara, ríkis og sveitarfélaga fer fram klukkan 15 í dag hjá ríkissáttasemjara. Hægt er að horfa á Silfrið hér.
Kennaraverkfall 2024-25 Reykjavík Kjaramál Sveitarstjórnarmál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira