Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar 24. febrúar 2025 20:31 Þann 20. febrúar síðastliðinn voru samtökin Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi (STLÍ) formlega stofnuð af 27 félögum á fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, ávarpaði stofnfundinn og hvatti til samstöðu og góðra verka. Samráðsvettvangurinn hefur starfað frá 2006, en með óformlegum hætti þar til nú. Þetta samráð félaganna studdist upphaflega við fyrirmyndir frá öðrum Norðurlöndum þar sem tilgangurinn var að ræða ýmsa sameiginlega hagsmuni, til dæmis, varðandi tengsl félaganna við ríkið, um jafnræði (réttlæti) á milli þeirra, og frelsi þeirra til að athafna sig innan ramma löggjafar landsins. Þá hafa einnig mál grafreita borgaranna borið á góma því aðstaða til greftrunar látinna er ekki einungis hagsmunamál eins hóps. Stefnt var að því að ræða það sem væri félögunum sameiginlegt fremur en um það sem ágreiningur stæði um. Það er þó hætt við ágreiningi í ýmsu og þá reynir á málefnalega nálgun til að ná að ræða málin af virðingu og gagnkvæmri tillitssemi. Það reynir á að félögin finni grundvöll samkomulags þar sem einhverskonar form réttlætis er ákveðið sem stefnumið í sameiginlegum málum óháð hvaðan hugmyndin um réttlætið kemur. Réttlæti er bara réttlæti út frá þeim siðferðilegu verðmætum sem það á að vernda og þarf ekki að bera neina merkimiða trúar eða trúlausra lífsskoðana eins og „kristið lúterskt, heiðið, íslamskt, kristið kaþólkst, húmanískt, díalektískt, búddískt, bahá‘íískt … réttlæti“. Þetta er einfaldlega réttlæti sem sammannlegt félagslegt fyrirbæri og er einnig viðfangsefni ríkisstjórna, mannréttindadómstóla og Sameinuðu þjóðanna svo nokkur mikilvæg dæmi séu nefnd. Réttlæti án merkimiða og án manngreinarálits mætir sammannlegum þörfum. Þetta réttlæti er það sem mun gera STLÍ kleift að starfa og byggja upp eitthvað sameiginlega. Í leiðinni er hún sú réttlætishugmynd sem er í hjarta sammannlegs (secular) samfélags um samkomulag ólíkra hópa sem saman mynda lýðræðislega heild – þjóð. Oft er talað um veraldlegt (secular) skipulag slíks réttlætis en sú þýðing á hugtakinu secular virðist hafa valdið ákveðnum vanda. Í orðræðu leiðtoga sumra félaga í STLÍ í gegnum tíðina hefur gætt ákveðinnar andstöðu og ákveðins misskilnings um það þegar sumir aðrir leiðtogar hafa lagt áherslu á að veraldlegt réttlæti sé í anda hlutleysis. Orðið „veraldlegt“ er þá skilið sem vísun í samfélag án trúar, þ.e. trúleysis. Í framhaldinu er jafnan rökstutt að „trúleysi sé ekki hlutleysi“ og að fólk eigi ekki að krefjast þess að opinberir skólar leyfi ekki trúarlegt starf í þeim á grunni hlutleysis. Það að hafa ekki trúarstarf í þeim sé þá í þágu trúleysisstefnu og sé þannig mismunun. Misskilningurinn í þessari röksemdafærslu felst í því að með sammannlegum (veraldlegum) grunni er ekki verið að tala eða starfa gegn trúarlegum skoðunum, heldur leyfa ekki sérstaka merkimiða eða að fulltrúar ólíkra trúar- eða lífsskoðana komi að skólastarfi. Það þýðir jú að þær lífsskoðanir sem byggja á einhverjum grunni utan eða handan hins sammannlega verða að sætta sig við að skólar allra barna okkar þurfa að byggja á mannlegum samnefnurum og sammælast um að það sé ekki réttlæti í því að einhver „stór og sterk“ trú- eða lífsskoðunarfélög fái sérréttindi innan skólanna. Þetta virðist við fyrstu sýn henta betur málstað trúlausra lífsskoðana en trúleysi eitt og sér er engin trygging fyrir góðu gildismati og slík félög hafa einnig sína merkimiða (húmanískt, díalektískt, o.s.frv.) og fulltrúa sem mega þá ekki heldur vera í skólastarfinu. Í sammannlegu skólahaldi er hvorki boðuð trú né trúleysi, en í því verður að ríkja sammannleg siðmenning og grundvallandi gildismat út frá virðingu, réttlæti og sameiginlegum markmiðum menntunar. Því stýrir fagfólk skólanna út frá fagmennsku starfsins og fræðilegum forsendum. Siðræn ábyrgð í skólastarfi er nauðsynleg og er ekki siðrænt hlutlaus eða óafskiptin gagnvart siðferðilegri togstreitu hversdagsins í lífi barna og kennara. Hið sammannlega (veraldlega, secular) fyrirkomulag samfélags og skóla er því grunnurinn að uppbyggjandi samkomulagi og réttlæti sem allir aðilar geta fundið að brýtur ekki á neinum. Rétt eins og í hinu lýðræðislega samfélagi mun viðurkenning allra aðila STLÍ á því að við höfum öll sammannlegan grunn ráða um gagnsemi samtakanna í framtíðinni. Það er engin ástæða til óeiningar því þrátt fyrir allan okkar fjölbreytileika í trú og skoðunum eru allar manneskjur með sömu vonir um til dæmis góða menntun, frið, jafna möguleika og nærandi tengsl. Ég óska STLÍ velfarnaðar í áframhaldandi samráði og sameiginlegri uppbyggingu fyrir félögin og félagsmenn þeirra. Höfundur er félagi í Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Þann 20. febrúar síðastliðinn voru samtökin Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga á Íslandi (STLÍ) formlega stofnuð af 27 félögum á fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, ávarpaði stofnfundinn og hvatti til samstöðu og góðra verka. Samráðsvettvangurinn hefur starfað frá 2006, en með óformlegum hætti þar til nú. Þetta samráð félaganna studdist upphaflega við fyrirmyndir frá öðrum Norðurlöndum þar sem tilgangurinn var að ræða ýmsa sameiginlega hagsmuni, til dæmis, varðandi tengsl félaganna við ríkið, um jafnræði (réttlæti) á milli þeirra, og frelsi þeirra til að athafna sig innan ramma löggjafar landsins. Þá hafa einnig mál grafreita borgaranna borið á góma því aðstaða til greftrunar látinna er ekki einungis hagsmunamál eins hóps. Stefnt var að því að ræða það sem væri félögunum sameiginlegt fremur en um það sem ágreiningur stæði um. Það er þó hætt við ágreiningi í ýmsu og þá reynir á málefnalega nálgun til að ná að ræða málin af virðingu og gagnkvæmri tillitssemi. Það reynir á að félögin finni grundvöll samkomulags þar sem einhverskonar form réttlætis er ákveðið sem stefnumið í sameiginlegum málum óháð hvaðan hugmyndin um réttlætið kemur. Réttlæti er bara réttlæti út frá þeim siðferðilegu verðmætum sem það á að vernda og þarf ekki að bera neina merkimiða trúar eða trúlausra lífsskoðana eins og „kristið lúterskt, heiðið, íslamskt, kristið kaþólkst, húmanískt, díalektískt, búddískt, bahá‘íískt … réttlæti“. Þetta er einfaldlega réttlæti sem sammannlegt félagslegt fyrirbæri og er einnig viðfangsefni ríkisstjórna, mannréttindadómstóla og Sameinuðu þjóðanna svo nokkur mikilvæg dæmi séu nefnd. Réttlæti án merkimiða og án manngreinarálits mætir sammannlegum þörfum. Þetta réttlæti er það sem mun gera STLÍ kleift að starfa og byggja upp eitthvað sameiginlega. Í leiðinni er hún sú réttlætishugmynd sem er í hjarta sammannlegs (secular) samfélags um samkomulag ólíkra hópa sem saman mynda lýðræðislega heild – þjóð. Oft er talað um veraldlegt (secular) skipulag slíks réttlætis en sú þýðing á hugtakinu secular virðist hafa valdið ákveðnum vanda. Í orðræðu leiðtoga sumra félaga í STLÍ í gegnum tíðina hefur gætt ákveðinnar andstöðu og ákveðins misskilnings um það þegar sumir aðrir leiðtogar hafa lagt áherslu á að veraldlegt réttlæti sé í anda hlutleysis. Orðið „veraldlegt“ er þá skilið sem vísun í samfélag án trúar, þ.e. trúleysis. Í framhaldinu er jafnan rökstutt að „trúleysi sé ekki hlutleysi“ og að fólk eigi ekki að krefjast þess að opinberir skólar leyfi ekki trúarlegt starf í þeim á grunni hlutleysis. Það að hafa ekki trúarstarf í þeim sé þá í þágu trúleysisstefnu og sé þannig mismunun. Misskilningurinn í þessari röksemdafærslu felst í því að með sammannlegum (veraldlegum) grunni er ekki verið að tala eða starfa gegn trúarlegum skoðunum, heldur leyfa ekki sérstaka merkimiða eða að fulltrúar ólíkra trúar- eða lífsskoðana komi að skólastarfi. Það þýðir jú að þær lífsskoðanir sem byggja á einhverjum grunni utan eða handan hins sammannlega verða að sætta sig við að skólar allra barna okkar þurfa að byggja á mannlegum samnefnurum og sammælast um að það sé ekki réttlæti í því að einhver „stór og sterk“ trú- eða lífsskoðunarfélög fái sérréttindi innan skólanna. Þetta virðist við fyrstu sýn henta betur málstað trúlausra lífsskoðana en trúleysi eitt og sér er engin trygging fyrir góðu gildismati og slík félög hafa einnig sína merkimiða (húmanískt, díalektískt, o.s.frv.) og fulltrúa sem mega þá ekki heldur vera í skólastarfinu. Í sammannlegu skólahaldi er hvorki boðuð trú né trúleysi, en í því verður að ríkja sammannleg siðmenning og grundvallandi gildismat út frá virðingu, réttlæti og sameiginlegum markmiðum menntunar. Því stýrir fagfólk skólanna út frá fagmennsku starfsins og fræðilegum forsendum. Siðræn ábyrgð í skólastarfi er nauðsynleg og er ekki siðrænt hlutlaus eða óafskiptin gagnvart siðferðilegri togstreitu hversdagsins í lífi barna og kennara. Hið sammannlega (veraldlega, secular) fyrirkomulag samfélags og skóla er því grunnurinn að uppbyggjandi samkomulagi og réttlæti sem allir aðilar geta fundið að brýtur ekki á neinum. Rétt eins og í hinu lýðræðislega samfélagi mun viðurkenning allra aðila STLÍ á því að við höfum öll sammannlegan grunn ráða um gagnsemi samtakanna í framtíðinni. Það er engin ástæða til óeiningar því þrátt fyrir allan okkar fjölbreytileika í trú og skoðunum eru allar manneskjur með sömu vonir um til dæmis góða menntun, frið, jafna möguleika og nærandi tengsl. Ég óska STLÍ velfarnaðar í áframhaldandi samráði og sameiginlegri uppbyggingu fyrir félögin og félagsmenn þeirra. Höfundur er félagi í Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar