Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 08:30 Öruggt og áreiðanlegt vegakerfi er mikilvægur þáttur í að tryggja blómlegt atvinnulíf og styður við lífsgæði á landsbyggðinni með stöðugan aðgang að vörum og hráefnum um allt land. Góðar samgöngur eru lífæðin sem tengir saman byggðir og það þarf skilvirka og áreiðanlega flutninga til að tryggja heimilum fersk matvæli, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Þær styðja við fjölbreytt rekstrarumhverfi fyrirtækja um allt land og tryggja að vörur berist þangað sem þeirra er þörf, á réttum tíma. Ein af grunnþjónustunum sem Eimskip veitir er akstursþjónusta og vörudreifing á yfir 100 afhendingarstaði víðsvegar um landið. Fjölbreyttur floti flutningabíla ekur daglega um vegi landsins og flytur vörur til og frá fyrirtækjum og einstaklingum, sem styður við verðmætasköpun og þjóðarhag. Við tökum sjaldan eftir þessari mikilvægu flutningakeðju í daglegu lífi – nema þegar eitthvað fer úrskeiðis. Hvaða vörur eru flutningabílarnir að flytja? Blómlegra atvinnulíf m.a. í formi mikils vaxtar í ferðaþjónustu og aukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi og laxeldi kallar á aukna flutninga af vörum um vegi landsins. Þegar ekið er útá land eru flutningabílarnir oft fullir af grænmeti, ávöxtum, kjöti eða annarri tímaháðri vöru sem krefst hraðrar afhendingar. Þetta er lykilatriði í að tryggja að fólk á landsbyggðinni njóti sömu lífsgæða og aðgang að ferskri matvöru og íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma treystir ein mikilvægasta útflutningsgrein landsins, sjávarútvegurinn, á skjótan og áreiðanlegan flutning um land allt til að hámarka verðmæti afurðanna. Á rétt rúmum 12 tímum frá löndun afla getur verið búið að aka fiski landshorna á milli í flokkun í dreifingarmiðstöð, þaðan í landvinnslu sem vinnur fiskinn og svo aftur í flutningaskip eða flug þaðan sem hann fer á disk neytenda víðsvegar um heiminn. Strandflutningar geta ekki sinnt þessari mikilvægu verðmætasköpun. Hvað með strandflutninga? Eimskip hefur um árabil staðið fyrir reglulegum strandsiglingum við Ísland og nú eru sjö viðkomustaðir á Íslandi hluti af siglingakerfi Eimskips utan Sundahafnar. Gámaskipið Selfoss sinnir eingöngu strandflutningum og siglir vikulega milli hafna með vöru sem er ekki mjög tímaháð, svo sem byggingavöru og frystar vörur, auk stærri og þyngri vara sem henta vel í skipaflutninga. Nú er það svo að ríflega 40% af því magni sem Eimskip flytur á þá staði sem siglt er til fer um borð í strandskipið sem er mjög mikilvægt til að létta á álagi á vegina, auka hagræði í flutningum og stuðla að umhverfisvænni samgöngum. Ástand vegakerfisins Starfsfólk Eimskips hefur eins og margir aðrir glímt við krefjandi aðstæður á vegum landsins undanfarið. Tjara og grjót valda skemmdum á ökutækjum og fylla mynstur dekkja svo grip minnkar. Þetta skapar erfiðar og á köflum hættulegar vinnuaðstæður. Akstursstjórar sem skipuleggja aksturinn hafa þurft að breyta akstursleiðum og endurskipuleggja flutninga um landið í ljósi ástandsins með tilheyrandi röskunum á þjónustu og óhagræði fyrir viðskiptavini. Í sumum tilfellum hafa skip jafnvel þurft að landa í annarri höfn en ráðgert var vegna þungatakmarkana á vegum, sem aftur eykur kostnað og minnkar verðmætasköpun. Eimskip og aðrir flutningsaðilar greiða há umferðartengd gjöld í formi þungaskatts, olíugjalds, bifreiðagjalds og fleira sem afar mikilvægt er að skili sér í innviðaframkvæmdir. Til að tryggja blómlegt atvinnulíf og stöðugan aðgang að vörum og hráefni um allt land er nauðsynlegt að fjárfesta í innviðum vegakerfisins. Góðir vegir stuðla að auknu öryggi, bæði í umferðinni og í vöruafhendingu, eykur hagkvæmni og bætir lífsgæði allra landsmanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Innanlandssviðs hjá Eimskip. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eimskip Samgöngur Vegagerð Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Öruggt og áreiðanlegt vegakerfi er mikilvægur þáttur í að tryggja blómlegt atvinnulíf og styður við lífsgæði á landsbyggðinni með stöðugan aðgang að vörum og hráefnum um allt land. Góðar samgöngur eru lífæðin sem tengir saman byggðir og það þarf skilvirka og áreiðanlega flutninga til að tryggja heimilum fersk matvæli, lyf og aðrar nauðsynjavörur. Þær styðja við fjölbreytt rekstrarumhverfi fyrirtækja um allt land og tryggja að vörur berist þangað sem þeirra er þörf, á réttum tíma. Ein af grunnþjónustunum sem Eimskip veitir er akstursþjónusta og vörudreifing á yfir 100 afhendingarstaði víðsvegar um landið. Fjölbreyttur floti flutningabíla ekur daglega um vegi landsins og flytur vörur til og frá fyrirtækjum og einstaklingum, sem styður við verðmætasköpun og þjóðarhag. Við tökum sjaldan eftir þessari mikilvægu flutningakeðju í daglegu lífi – nema þegar eitthvað fer úrskeiðis. Hvaða vörur eru flutningabílarnir að flytja? Blómlegra atvinnulíf m.a. í formi mikils vaxtar í ferðaþjónustu og aukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi og laxeldi kallar á aukna flutninga af vörum um vegi landsins. Þegar ekið er útá land eru flutningabílarnir oft fullir af grænmeti, ávöxtum, kjöti eða annarri tímaháðri vöru sem krefst hraðrar afhendingar. Þetta er lykilatriði í að tryggja að fólk á landsbyggðinni njóti sömu lífsgæða og aðgang að ferskri matvöru og íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma treystir ein mikilvægasta útflutningsgrein landsins, sjávarútvegurinn, á skjótan og áreiðanlegan flutning um land allt til að hámarka verðmæti afurðanna. Á rétt rúmum 12 tímum frá löndun afla getur verið búið að aka fiski landshorna á milli í flokkun í dreifingarmiðstöð, þaðan í landvinnslu sem vinnur fiskinn og svo aftur í flutningaskip eða flug þaðan sem hann fer á disk neytenda víðsvegar um heiminn. Strandflutningar geta ekki sinnt þessari mikilvægu verðmætasköpun. Hvað með strandflutninga? Eimskip hefur um árabil staðið fyrir reglulegum strandsiglingum við Ísland og nú eru sjö viðkomustaðir á Íslandi hluti af siglingakerfi Eimskips utan Sundahafnar. Gámaskipið Selfoss sinnir eingöngu strandflutningum og siglir vikulega milli hafna með vöru sem er ekki mjög tímaháð, svo sem byggingavöru og frystar vörur, auk stærri og þyngri vara sem henta vel í skipaflutninga. Nú er það svo að ríflega 40% af því magni sem Eimskip flytur á þá staði sem siglt er til fer um borð í strandskipið sem er mjög mikilvægt til að létta á álagi á vegina, auka hagræði í flutningum og stuðla að umhverfisvænni samgöngum. Ástand vegakerfisins Starfsfólk Eimskips hefur eins og margir aðrir glímt við krefjandi aðstæður á vegum landsins undanfarið. Tjara og grjót valda skemmdum á ökutækjum og fylla mynstur dekkja svo grip minnkar. Þetta skapar erfiðar og á köflum hættulegar vinnuaðstæður. Akstursstjórar sem skipuleggja aksturinn hafa þurft að breyta akstursleiðum og endurskipuleggja flutninga um landið í ljósi ástandsins með tilheyrandi röskunum á þjónustu og óhagræði fyrir viðskiptavini. Í sumum tilfellum hafa skip jafnvel þurft að landa í annarri höfn en ráðgert var vegna þungatakmarkana á vegum, sem aftur eykur kostnað og minnkar verðmætasköpun. Eimskip og aðrir flutningsaðilar greiða há umferðartengd gjöld í formi þungaskatts, olíugjalds, bifreiðagjalds og fleira sem afar mikilvægt er að skili sér í innviðaframkvæmdir. Til að tryggja blómlegt atvinnulíf og stöðugan aðgang að vörum og hráefni um allt land er nauðsynlegt að fjárfesta í innviðum vegakerfisins. Góðir vegir stuðla að auknu öryggi, bæði í umferðinni og í vöruafhendingu, eykur hagkvæmni og bætir lífsgæði allra landsmanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Innanlandssviðs hjá Eimskip.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun