„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Jón Þór Stefánsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. febrúar 2025 14:43 Íris Björk Eysteinsdóttir er aðstoðarskólastjóri í Hörðuvallaskóla. Vísir Íris Björk Eysteinsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hörðuvallaskóla, segir stjórnendur skólans standa með kennurum. Margir þeirra hafa lagt niður störf í dag í kjölfar þess að kjarasamningur sem Ríkissáttasemjari hafði lagt til var hafnað af Sveitarfélögunum. Þar á meðal voru kennarar úr Hörðuvallaskóla. „Klukkan hálftólf erum við í hádegismat, á þemadögum, þá upplýsir trúnaðarmagur mig um það að það gæti gerst klukkan tólf að við myndum ganga út ef það væri ekki búið að ná samningum. Ég bara studdi við það. Ég heyrði í mínum samstjórnendum og við biðum frétta. Við vorum tilbúin með plan, að safna yngstu börnunum inn á sal, fyrsta til þriðja bekk, til að tryggja að þau væru örugg með því fólki sem hér er: Stjórnendum, frístundaleiðbeinendum og stuðningsfulltrúum. Svo tókum við þá ákvörðun að senda fjórða til sjöunda bekk heim,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. „Þetta var smá havarí. En það héldu allir ró sinni og krakkarnir voru ægilega kátir að komast fyrr heim.“ Gengu allir kennararnir út í einu? „Já, þau gerðu það nánast öll. Það voru kannski tveir til þrír sem voru aðeins lengur, voru að klára eitthvað. En það fóru öll,“ segir Íris. „Við stöndum hundrað prósent með kennurum. Við héldum einhvernveginn öll að nú væri komið að þessu, að við gætum farið að sinna faglegu starfi og kennslu af fullum þunga, að foreldrar gætu verið rólegir með börnin sín í skóla með faglega og góða kennara. En því miður er einhver þarna hinum megin sem er ekki sammála okkur. Þá bara heldur lífið áfram og við tæklum næstu hindrun.“ Hún segir niðurstöðuna vera mikil vonbrigðum. „Þetta er afar leitt að þetta hafi farið svona í dag. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur.“ Að mati Írisar hafa færst aukin þyngsli yfir hópinn síðustu vikuna vegna þessarar stöðu. „Síðast þegar það klikkaði að skrifa undir á síðustu stundu, síðan hafa færst meiri þyngsli í starfsmannahópinn, sem er ólíkt okkar fólki. Maður finnur það kannski á kaffistofunni. Þau láta þetta ekki bitna á börnunum, en þau ræða þetta sín á milli. Þau eru tilbúin að fara að klára þetta, okkar fólk, og ég veit að þeim yrði létt ef það yrði gert, en maður skilur þau mæta vel.“ Heldur þú að þetta gæti orðið mikið lengra? Er langt í samninga? „Nei það held ég ekki. Ég hef trú á Sambandi íslenskra sveitarfélaga, að þau hlusti nú og sjái að kennurum er alvara, og klári þetta.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Þar á meðal voru kennarar úr Hörðuvallaskóla. „Klukkan hálftólf erum við í hádegismat, á þemadögum, þá upplýsir trúnaðarmagur mig um það að það gæti gerst klukkan tólf að við myndum ganga út ef það væri ekki búið að ná samningum. Ég bara studdi við það. Ég heyrði í mínum samstjórnendum og við biðum frétta. Við vorum tilbúin með plan, að safna yngstu börnunum inn á sal, fyrsta til þriðja bekk, til að tryggja að þau væru örugg með því fólki sem hér er: Stjórnendum, frístundaleiðbeinendum og stuðningsfulltrúum. Svo tókum við þá ákvörðun að senda fjórða til sjöunda bekk heim,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. „Þetta var smá havarí. En það héldu allir ró sinni og krakkarnir voru ægilega kátir að komast fyrr heim.“ Gengu allir kennararnir út í einu? „Já, þau gerðu það nánast öll. Það voru kannski tveir til þrír sem voru aðeins lengur, voru að klára eitthvað. En það fóru öll,“ segir Íris. „Við stöndum hundrað prósent með kennurum. Við héldum einhvernveginn öll að nú væri komið að þessu, að við gætum farið að sinna faglegu starfi og kennslu af fullum þunga, að foreldrar gætu verið rólegir með börnin sín í skóla með faglega og góða kennara. En því miður er einhver þarna hinum megin sem er ekki sammála okkur. Þá bara heldur lífið áfram og við tæklum næstu hindrun.“ Hún segir niðurstöðuna vera mikil vonbrigðum. „Þetta er afar leitt að þetta hafi farið svona í dag. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur.“ Að mati Írisar hafa færst aukin þyngsli yfir hópinn síðustu vikuna vegna þessarar stöðu. „Síðast þegar það klikkaði að skrifa undir á síðustu stundu, síðan hafa færst meiri þyngsli í starfsmannahópinn, sem er ólíkt okkar fólki. Maður finnur það kannski á kaffistofunni. Þau láta þetta ekki bitna á börnunum, en þau ræða þetta sín á milli. Þau eru tilbúin að fara að klára þetta, okkar fólk, og ég veit að þeim yrði létt ef það yrði gert, en maður skilur þau mæta vel.“ Heldur þú að þetta gæti orðið mikið lengra? Er langt í samninga? „Nei það held ég ekki. Ég hef trú á Sambandi íslenskra sveitarfélaga, að þau hlusti nú og sjái að kennurum er alvara, og klári þetta.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira