Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar 21. febrúar 2025 11:48 Evrópusambandinu virðist vera ekkert óviðkomandi í okkar daglega lífi. Einfaldlega ekki neitt. Reglufargan þess teygir anga sína víða í samfélagið, allt ofan í smæstu atriði eins og hvort þegnum þessa lands sé treyst fyrir því að skrúfa tappann á drykkjarföngum sínum alla leið af eða ekki. Þingheimur tók fyrir þetta merkilega mál í vikunni þar sem stjórnarflokkarnir hreinlega skildu ekki að stjórnarandstaðan skildi dirfast til að kveða sér hljóðs og reyna að halda uppi upplýstri umræðu um báknið í Brussel sem stendur til að gera okkur hluta að. Tökum þetta litla mál vikunnar út fyrir sviga. Týnum okkur ekki í töppunum. En þetta er algjör birtingarmynd þess hversu langt við þingmenn ætlum að ganga í því að skipta okkur að daglegu lífi landsmanna, hversu langt við ætlum að ganga í að setja á svona dellulög til þess eins að auka kostnað og gera líf þeirra sem hér búa flóknara. Stærra mál er kannski blessaður iPhone-síminn, sem þú lesandi góður ert mögulega að lesa þessa grein í. Samsung-menn og aðra bið ég afsökunar. Staðan er einfaldlega sú að kaupi tveir aðilar sér sitthvorn iPhone-inn í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar er ekki að fullu um sama símann að ræða. Í evrópsku útgáfuna vantar gervigreindarforrit og hvers vegna er það? Það er vegna þess að Evrópusambandið er búið að setja tilskipanir og reglugerðir sem útiloka það. Embættismenn og skriffinnskukerfi ESB virðist hreinlega ætla að setja á okkur lög um allt á milli himins og jarðar. Þetta er einfaldlega spurning um frelsi einstaklingsins. Þess vegna saknaði ég þingmanna Viðreisnar mikið í þessari umræðu í vikunni og reyndar líka í öðru frelsismáli um ráðstöfun útvarpsgjaldsins. Flokkurinn sem er svo duglegur að tala um frelsið í kosningabaráttu sést varla nú þegar slík mál eru rædd í þingsal. En, vitaskuld sýni ég vinum mínum í Viðreisn fullan skilning. Þau eru í reipitogi við sig sjálf að reyna að halda á lofti fána frelsisins á sama tíma og stefnan er sett í Evrópusambandið. Stofnunina sem treystir okkur ekki fyrir flöskutöppum eða fullmótuðum símum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Evrópusambandið Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Sjá meira
Evrópusambandinu virðist vera ekkert óviðkomandi í okkar daglega lífi. Einfaldlega ekki neitt. Reglufargan þess teygir anga sína víða í samfélagið, allt ofan í smæstu atriði eins og hvort þegnum þessa lands sé treyst fyrir því að skrúfa tappann á drykkjarföngum sínum alla leið af eða ekki. Þingheimur tók fyrir þetta merkilega mál í vikunni þar sem stjórnarflokkarnir hreinlega skildu ekki að stjórnarandstaðan skildi dirfast til að kveða sér hljóðs og reyna að halda uppi upplýstri umræðu um báknið í Brussel sem stendur til að gera okkur hluta að. Tökum þetta litla mál vikunnar út fyrir sviga. Týnum okkur ekki í töppunum. En þetta er algjör birtingarmynd þess hversu langt við þingmenn ætlum að ganga í því að skipta okkur að daglegu lífi landsmanna, hversu langt við ætlum að ganga í að setja á svona dellulög til þess eins að auka kostnað og gera líf þeirra sem hér búa flóknara. Stærra mál er kannski blessaður iPhone-síminn, sem þú lesandi góður ert mögulega að lesa þessa grein í. Samsung-menn og aðra bið ég afsökunar. Staðan er einfaldlega sú að kaupi tveir aðilar sér sitthvorn iPhone-inn í Evrópu annars vegar og Bandaríkjunum hins vegar er ekki að fullu um sama símann að ræða. Í evrópsku útgáfuna vantar gervigreindarforrit og hvers vegna er það? Það er vegna þess að Evrópusambandið er búið að setja tilskipanir og reglugerðir sem útiloka það. Embættismenn og skriffinnskukerfi ESB virðist hreinlega ætla að setja á okkur lög um allt á milli himins og jarðar. Þetta er einfaldlega spurning um frelsi einstaklingsins. Þess vegna saknaði ég þingmanna Viðreisnar mikið í þessari umræðu í vikunni og reyndar líka í öðru frelsismáli um ráðstöfun útvarpsgjaldsins. Flokkurinn sem er svo duglegur að tala um frelsið í kosningabaráttu sést varla nú þegar slík mál eru rædd í þingsal. En, vitaskuld sýni ég vinum mínum í Viðreisn fullan skilning. Þau eru í reipitogi við sig sjálf að reyna að halda á lofti fána frelsisins á sama tíma og stefnan er sett í Evrópusambandið. Stofnunina sem treystir okkur ekki fyrir flöskutöppum eða fullmótuðum símum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar