Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar 18. febrúar 2025 10:31 Á dagskrá fundar borgarstjórnar í dag eru mörg mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram á yfirstandandi kjörtímabili. Málaskráin varpar meðal annars ljósi á tillögur sem fulltrúar flokksins hafa hingað til lagt fram svo að hægt sé að ná tökum á rekstri Reykjavíkurborgar. Bæði er um að ræða tillögur að hagræðingu í rekstri og sölu eigna. Öllum þessum málum verður án efa frestað þar eð fæðingarhríðir nýs meirihluta eru í gangi, flokka lengst til vinstri, frá Sósíalistaflokki Íslands til Flokks fólksins. Flokkur fólksins og fjármál borgarinnar Hingað til á kjörtímabilinu hefur verið mikil málefnaleg samstaða milli Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins um fjármál borgarinnar. Sérstaklega hafa flokkarnir verið sammála um nauðsyn þess að leggja niður Stafrænt ráð og endurskipuleggja starfsemi Þjónustu- og nýsköpunarsviðs borgarinnar. Fráfarandi borgarfulltrúi Flokks fólksins og núverandi fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins hafa verið óþreytandi að benda á há útgjöld við margvíslega tilraunastarfsemi við framkvæmd stafrænnar umbreytingar Reykjavíkurborgar. Árangurinn af tilraunastarfseminni hefur verið umdeildur og á fundum borgarstjórnar hafa reglulega átt sér stað hörð orðaskipti um þessi tæknimál borgarinnar á milli fulltrúa Flokks fólksins og pírata. En fljótt skipast veður í lofti og er fulltrúum Flokks fólksins í borgarstjórn óskað velgengni í væntanlegu meirihlutasamstarfi, meðal annars í því að taka til í tæknimálunum. Hver er skuldastaðan? Fyrir ófáa kjósendur getur umræða um fjármál sveitarfélaga verið álíka áhugaverð eins og að sjá málningu þorna. Þess vegna er auðvelt fyrir sleipa þátttakendur í stjórnmálum að dreifa villandi upplýsingum um fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga. Nýlegt dæmi um það er færsla prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands á samfélagsmiðlum. Viðkomandi prófessor er núverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur ásamt því að hafa starfað sem ráðherra í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG 2009-2013. Sem sagt, prófessorinn taldi í færslu sinni upplýsandi að spyrja gervigreindarforritið chatGTP um skuldastöðu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og var oddviti Samfylkingarinnar í borginni fljót til að dreifa færslu prófessorsins. Þessi sérstaka færsla prófessorsins, sem hefur alla burði sjálfur til að rýna í fjárhagsstöðu sveitarfélaga, sýnir að það getur verið flókið að ræða um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar á málefnalegum forsendum. Hins vegar, ef skuldastaða Reykjavíkurborgar sé sérstaklega tekin til skoðunar, er óumdeilt að langtímaskuldir A-hluta borgarinnar (sá hluti sem er rekinn aðallega fyrir skattfé) eru alltof háar og eru til þess fallnar að valda rekstrinum búsifjum í formi hárra afborgana af lánum og greiðslu vaxta. Séu slíkar skuldir reiknaðar, sem hlutfall af eigin fé, þá voru þær 164,8% af eigin fé hinn 30. september 2024 en í árslok 2014 var sambærilegt hlutfall 43,1%. Þessi þróun, ein og sér, gefur til kynna hversu mikil óráðsía undanfarinn áratug hefur verið í rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar undir forystu Samfylkingarinnar. Veitir hrein vinstri-stjórn í Reykjavík vonir um betri stjórn fjármála? Engin ástæða er til að ætla að rekstur A-hluta borgarinnar taki jákvæðum breytingum undir stjórn væntanlegs meirihluta í borgarstjórn. Þvert á móti má reikna með að það halli enn frekar undir fæti enda hefur það jafnan verið reynslan af hreinum vinstri-stjórnum. Helsta framlag væntanlegs meirihluti verður sjálfsagt í því fólgið að bæta og fjölga kryddum í skuldasúpu Reykjavíkurborgar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Á dagskrá fundar borgarstjórnar í dag eru mörg mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram á yfirstandandi kjörtímabili. Málaskráin varpar meðal annars ljósi á tillögur sem fulltrúar flokksins hafa hingað til lagt fram svo að hægt sé að ná tökum á rekstri Reykjavíkurborgar. Bæði er um að ræða tillögur að hagræðingu í rekstri og sölu eigna. Öllum þessum málum verður án efa frestað þar eð fæðingarhríðir nýs meirihluta eru í gangi, flokka lengst til vinstri, frá Sósíalistaflokki Íslands til Flokks fólksins. Flokkur fólksins og fjármál borgarinnar Hingað til á kjörtímabilinu hefur verið mikil málefnaleg samstaða milli Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins um fjármál borgarinnar. Sérstaklega hafa flokkarnir verið sammála um nauðsyn þess að leggja niður Stafrænt ráð og endurskipuleggja starfsemi Þjónustu- og nýsköpunarsviðs borgarinnar. Fráfarandi borgarfulltrúi Flokks fólksins og núverandi fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins hafa verið óþreytandi að benda á há útgjöld við margvíslega tilraunastarfsemi við framkvæmd stafrænnar umbreytingar Reykjavíkurborgar. Árangurinn af tilraunastarfseminni hefur verið umdeildur og á fundum borgarstjórnar hafa reglulega átt sér stað hörð orðaskipti um þessi tæknimál borgarinnar á milli fulltrúa Flokks fólksins og pírata. En fljótt skipast veður í lofti og er fulltrúum Flokks fólksins í borgarstjórn óskað velgengni í væntanlegu meirihlutasamstarfi, meðal annars í því að taka til í tæknimálunum. Hver er skuldastaðan? Fyrir ófáa kjósendur getur umræða um fjármál sveitarfélaga verið álíka áhugaverð eins og að sjá málningu þorna. Þess vegna er auðvelt fyrir sleipa þátttakendur í stjórnmálum að dreifa villandi upplýsingum um fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga. Nýlegt dæmi um það er færsla prófessors í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands á samfélagsmiðlum. Viðkomandi prófessor er núverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur ásamt því að hafa starfað sem ráðherra í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG 2009-2013. Sem sagt, prófessorinn taldi í færslu sinni upplýsandi að spyrja gervigreindarforritið chatGTP um skuldastöðu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og var oddviti Samfylkingarinnar í borginni fljót til að dreifa færslu prófessorsins. Þessi sérstaka færsla prófessorsins, sem hefur alla burði sjálfur til að rýna í fjárhagsstöðu sveitarfélaga, sýnir að það getur verið flókið að ræða um fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar á málefnalegum forsendum. Hins vegar, ef skuldastaða Reykjavíkurborgar sé sérstaklega tekin til skoðunar, er óumdeilt að langtímaskuldir A-hluta borgarinnar (sá hluti sem er rekinn aðallega fyrir skattfé) eru alltof háar og eru til þess fallnar að valda rekstrinum búsifjum í formi hárra afborgana af lánum og greiðslu vaxta. Séu slíkar skuldir reiknaðar, sem hlutfall af eigin fé, þá voru þær 164,8% af eigin fé hinn 30. september 2024 en í árslok 2014 var sambærilegt hlutfall 43,1%. Þessi þróun, ein og sér, gefur til kynna hversu mikil óráðsía undanfarinn áratug hefur verið í rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar undir forystu Samfylkingarinnar. Veitir hrein vinstri-stjórn í Reykjavík vonir um betri stjórn fjármála? Engin ástæða er til að ætla að rekstur A-hluta borgarinnar taki jákvæðum breytingum undir stjórn væntanlegs meirihluta í borgarstjórn. Þvert á móti má reikna með að það halli enn frekar undir fæti enda hefur það jafnan verið reynslan af hreinum vinstri-stjórnum. Helsta framlag væntanlegs meirihluti verður sjálfsagt í því fólgið að bæta og fjölga kryddum í skuldasúpu Reykjavíkurborgar. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun