Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð skrifar 18. febrúar 2025 07:01 Í forsíðufréttinni segir orðrétt. „Samtryggingin á nú að virka með þeim hætti að ekki eigi að endurkrefja stjórnmálaflokkana um það fé sem þeir hafa fengið með ólögmætum hætti.“ Þessi setning í Mogganum rifjaði upp fyrir mér eldra mál um siðlausa og ólögmæta fjármögnun stjórnmálasamtaka. Sú fjármögnun var þegar forustumaður safnaði handa Sjálfstæðisflokknum peningum sem að núvirðieru nærri 165 milljónum. Tvö fyrirtæki réttu flokknum þessar rausnarlegu upphæðir. Í viðskiftum eru þannig greiðslur oft kallaðar hagsmunafé. Þessar greiðslur voru lagðar inn á reikninga Sjálfstæðisflokksins 29. des. 2006. Nokkrum dögum áður þann 21. des. 2006 hafði Alþingi samþykkt lög sem bönnuðu svona styrki. Þau lög áttu að taka gildi 1. janúar það var tveim dögum eftir 165 milljóna gjöfina. Málið komst upp og allt varð vitlaust. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hélt fund og samþykkti að endurgreiða þetta fé, og flokksmenn sögðu stoltir „svona gerum við Sjálfstæðismenn.“ Samkvæmt reikningum ríkisendurskoðunar hefur þó verið tregt um efndir. Fyrir mörgum árum tilkynnti flokkurinn svo að hann væri hættur við að vilja endurgreiða gjafirnar. Þannig kastaði Sjálfstæðisflokkurinn syndum sínum bak við sig, - og sér þær ekki meir. Rógshernaður gegn Ingu Sæland Nú er mikið skrifað og býsnast yfir meintum svikum og þjófnaði Ingu Sæland og Flokki fólksins. Öll þau ógeðslegu skrif eru rógur öfundarfólks. Við athugun kemur ljós um hvað málið snýst. Glæpur Flokks fólksins á að vera sá að veita viðtöku fé frá Fjármálaráðuneytinu án þess að vera á skrá sem stjórnmálaflokkur. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka frá 21. des. 2006 segir: 1. gr. Markmið. - „Markmið laganna er jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis til forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stórnmálastarfsemi.“ Spurt er. Er flokkur fólksins ekki stjórnmálasamtök, og iðkar hann ekki stjórnmálastarfsemi? 2. gr. skilgreiningar. Í lögum þessum hafa eftirfarandi orð og hugtök merkingu sem hér segir: 1. Stjórnmálasamtök: Flokkar eða samtök sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitarstjórna. Spurt er. Á á að hafa einhver önnur lög um Flokk fólksins? Í sömu lögum segir um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Stjórnmálasamtök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörin á þing eða náð að lágmarki 2,5% atkvæða eiga rétt til framlaga. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með framkvæmd greiðslna á því framlagi. Spurt er. Á Flokkur fólksins ekki sama rétt hér og aðrir flokkar á Alþingi? Í þessum lögum segir um skilyrði fyrir fjárstyrk: Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði er að viðkomandi stjórnmálasamtök, eins og Flokkur fólksins er, hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar. Upplýst er að reikningar Flokks fólksins höfðu borist Ríkisendurskoðun fyrir tilskilinn tíma. Í 7. gr. þessara laga segir um leiðbeiningarskyldu: Stjórnvald skal veita þeim sem til þess leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfsvið þess. Í 10.gr. Segir um rannsóknarskyldu. Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því Samkvæmt þessum ofanrituðum tilvitnunum hefur svokallaður meintur þjófnaður Flokks fólksins öll einkenni þess að vera í algjöru og vel skiljanlegu grandaleysi. Sé þar aftur á móti um að ræða refsivert athæfi þá bera aðrir þar stærri sök og meiri ábyrgð en Inga Sæland. Til dæmis Efnahags-ogfjármálaráðuneyti sem létu rétta henni athugasemdalaust alla þessa peninga. Ráðherra getur ekki afsakað sig með því að hafa við sömu aðstæður látið sinn eigin flokk hafa hátt á annað hundrað milljónir án þess að mega það, eins og skilja má af Morgunblaðinu þessa dagana. Höfundur er ekki félagi í Flokki fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Flokkur fólksins Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í forsíðufréttinni segir orðrétt. „Samtryggingin á nú að virka með þeim hætti að ekki eigi að endurkrefja stjórnmálaflokkana um það fé sem þeir hafa fengið með ólögmætum hætti.“ Þessi setning í Mogganum rifjaði upp fyrir mér eldra mál um siðlausa og ólögmæta fjármögnun stjórnmálasamtaka. Sú fjármögnun var þegar forustumaður safnaði handa Sjálfstæðisflokknum peningum sem að núvirðieru nærri 165 milljónum. Tvö fyrirtæki réttu flokknum þessar rausnarlegu upphæðir. Í viðskiftum eru þannig greiðslur oft kallaðar hagsmunafé. Þessar greiðslur voru lagðar inn á reikninga Sjálfstæðisflokksins 29. des. 2006. Nokkrum dögum áður þann 21. des. 2006 hafði Alþingi samþykkt lög sem bönnuðu svona styrki. Þau lög áttu að taka gildi 1. janúar það var tveim dögum eftir 165 milljóna gjöfina. Málið komst upp og allt varð vitlaust. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hélt fund og samþykkti að endurgreiða þetta fé, og flokksmenn sögðu stoltir „svona gerum við Sjálfstæðismenn.“ Samkvæmt reikningum ríkisendurskoðunar hefur þó verið tregt um efndir. Fyrir mörgum árum tilkynnti flokkurinn svo að hann væri hættur við að vilja endurgreiða gjafirnar. Þannig kastaði Sjálfstæðisflokkurinn syndum sínum bak við sig, - og sér þær ekki meir. Rógshernaður gegn Ingu Sæland Nú er mikið skrifað og býsnast yfir meintum svikum og þjófnaði Ingu Sæland og Flokki fólksins. Öll þau ógeðslegu skrif eru rógur öfundarfólks. Við athugun kemur ljós um hvað málið snýst. Glæpur Flokks fólksins á að vera sá að veita viðtöku fé frá Fjármálaráðuneytinu án þess að vera á skrá sem stjórnmálaflokkur. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka frá 21. des. 2006 segir: 1. gr. Markmið. - „Markmið laganna er jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis til forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stórnmálastarfsemi.“ Spurt er. Er flokkur fólksins ekki stjórnmálasamtök, og iðkar hann ekki stjórnmálastarfsemi? 2. gr. skilgreiningar. Í lögum þessum hafa eftirfarandi orð og hugtök merkingu sem hér segir: 1. Stjórnmálasamtök: Flokkar eða samtök sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitarstjórna. Spurt er. Á á að hafa einhver önnur lög um Flokk fólksins? Í sömu lögum segir um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Stjórnmálasamtök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörin á þing eða náð að lágmarki 2,5% atkvæða eiga rétt til framlaga. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með framkvæmd greiðslna á því framlagi. Spurt er. Á Flokkur fólksins ekki sama rétt hér og aðrir flokkar á Alþingi? Í þessum lögum segir um skilyrði fyrir fjárstyrk: Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði er að viðkomandi stjórnmálasamtök, eins og Flokkur fólksins er, hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar. Upplýst er að reikningar Flokks fólksins höfðu borist Ríkisendurskoðun fyrir tilskilinn tíma. Í 7. gr. þessara laga segir um leiðbeiningarskyldu: Stjórnvald skal veita þeim sem til þess leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfsvið þess. Í 10.gr. Segir um rannsóknarskyldu. Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því Samkvæmt þessum ofanrituðum tilvitnunum hefur svokallaður meintur þjófnaður Flokks fólksins öll einkenni þess að vera í algjöru og vel skiljanlegu grandaleysi. Sé þar aftur á móti um að ræða refsivert athæfi þá bera aðrir þar stærri sök og meiri ábyrgð en Inga Sæland. Til dæmis Efnahags-ogfjármálaráðuneyti sem létu rétta henni athugasemdalaust alla þessa peninga. Ráðherra getur ekki afsakað sig með því að hafa við sömu aðstæður látið sinn eigin flokk hafa hátt á annað hundrað milljónir án þess að mega það, eins og skilja má af Morgunblaðinu þessa dagana. Höfundur er ekki félagi í Flokki fólksins.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar