Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 20:36 Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Formaður skóla- og frístundaráðs segir Reykjavíkurborg hugsanlega ekki hafa stigið nógu fast niður varðandi ofbeldi í Breiðholtsskóla. Hún hélt að málið væri á réttri leið en svo reyndist ekki. „Þetta er ákaflega erfitt mál fyrir alla þá sem að þessu máli hafa komið en hins vegar má segja það að við höfum verið að vinna með þetta mál í töluverðan tíma og við töldum okkur vera á réttri leið. En það hefur svo sannarlega komið í ljós að við höfum þurft að setja inn meiri stuðning og við höfum nú brugðist við og gert það,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, í Reykjavík síðdegis í dag. Árelía viðurkennir að borgin hefði getað brugðist harðar við. „Ég myndi segja að við höfum að einhverju leyti hugsanlega ekki stigið nógu fast niður,“ segir hún. Faðir stúlku í Breiðholtsskóla sagði í viðtali á Vísi fyrir helgi að fámennur hópur ungra nemenda ráði ríkum í skólanum. Þeir beiti önnur börn andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ástandið sé það slæmt að börn þori ekki í skólann af hræðslu. Starfsfólk og foreldrar hafa sakað borgina um algjört úrræða- og athafnaleysi. „Við þurfum líka að hafa í huga þegar slík mál koma upp í okkar skólum þá gerum við okkar ýtrasta til að styðja við starfsmenn líka því það eru þeir sem standa í framlínunni gagnvart erfiðum málum sem upp koma.“ Einn af stóru áhrifavöldunum er versnandi félagasfærni barna. Þá sé flóknari veruleiki sem blasir við í hverri skólastofu en áður. „Það er eitt af því sem hefur kannski lítið farið fyrir í umræðunni að félagsfærni hefur verið að láta undan að einhverju leiti á síðustu árum. Við þurfum bæði að styðja nemendur og börnin okkar og við sem samfélag að taka utanum það breytta samfélag sem við stöndum frammi fyrir.“ Foreldrafundur var haldinn fyrir helgi vegna málsins og Árelía segir miklar breytingar í vændum. „Það er nú þegar komið af stað. Ég er fullviss um það að það sem við erum að gera núna mun breyta miklu. Ég er alveg komin með ró í hjarta yfir því sem við erum að gera,“ segir Árelía Eydís. Ofbeldi barna Grunnskólar Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira
„Þetta er ákaflega erfitt mál fyrir alla þá sem að þessu máli hafa komið en hins vegar má segja það að við höfum verið að vinna með þetta mál í töluverðan tíma og við töldum okkur vera á réttri leið. En það hefur svo sannarlega komið í ljós að við höfum þurft að setja inn meiri stuðning og við höfum nú brugðist við og gert það,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, í Reykjavík síðdegis í dag. Árelía viðurkennir að borgin hefði getað brugðist harðar við. „Ég myndi segja að við höfum að einhverju leyti hugsanlega ekki stigið nógu fast niður,“ segir hún. Faðir stúlku í Breiðholtsskóla sagði í viðtali á Vísi fyrir helgi að fámennur hópur ungra nemenda ráði ríkum í skólanum. Þeir beiti önnur börn andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ástandið sé það slæmt að börn þori ekki í skólann af hræðslu. Starfsfólk og foreldrar hafa sakað borgina um algjört úrræða- og athafnaleysi. „Við þurfum líka að hafa í huga þegar slík mál koma upp í okkar skólum þá gerum við okkar ýtrasta til að styðja við starfsmenn líka því það eru þeir sem standa í framlínunni gagnvart erfiðum málum sem upp koma.“ Einn af stóru áhrifavöldunum er versnandi félagasfærni barna. Þá sé flóknari veruleiki sem blasir við í hverri skólastofu en áður. „Það er eitt af því sem hefur kannski lítið farið fyrir í umræðunni að félagsfærni hefur verið að láta undan að einhverju leiti á síðustu árum. Við þurfum bæði að styðja nemendur og börnin okkar og við sem samfélag að taka utanum það breytta samfélag sem við stöndum frammi fyrir.“ Foreldrafundur var haldinn fyrir helgi vegna málsins og Árelía segir miklar breytingar í vændum. „Það er nú þegar komið af stað. Ég er fullviss um það að það sem við erum að gera núna mun breyta miklu. Ég er alveg komin með ró í hjarta yfir því sem við erum að gera,“ segir Árelía Eydís.
Ofbeldi barna Grunnskólar Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira