„Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. febrúar 2025 19:14 Ásgeir Örn stýrði sínum mönnum til átta marka sigurs. vísir / ernir „Ég er bara mjög ánægður með þetta, átta mörk er klárt gott forskot sem við eigum að geta unnið vel úr. En við sáum það í leiknum að þetta getur verið fljótt að breytast, þannig að við þurfum að vera á tánum, en vissulega búnir að vinna okkur inn góða stöðu núna,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir 31-23 sigur gegn slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz. Seinni leikur liðanna í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins fer fram eftir viku. „Við erum komnir í frábæra stöðu í hálfleik, 17-11, og ég hefði klárlega viljað sjá meira framhald af því,“ sagði Ásgeir um byrjun sinna manna á seinni hálfleik, sem var lakasti kafli liðsins í annars mjög fínni frammistöðu. „Hinir eru bara það góðir að þú getur ekki ætlast til þess að þetta myndi halda út allan leikinn þannig. En mér fannst við samt spila fínt, við vorum bara að klikka á dauðafærum og gerðum tvo alveg glórulausa tæknifeila. Þannig að það er ekki eins og eitthvað hafi breyst, annað en bara að við vorum ekki að klára dæmið.“ „En svo sýndum við góðan karakter að ná þessu upp í átta aftur eftir að vera búnir að missa forystuna niður í þrjú mörk í seinni hálfleik. Enda með átta marka sigri, við getum bara verið ánægðir með það.“ Voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel Slóvenska liðið er í tíunda sæti af tólf í deildinni heima fyrir. Haukarnir voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel áður en leikurinn hófst. „Við vorum heppnir að fá fullt af efni um þá og vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta. Það var rosa fátt sem kom okkur á óvart. Þeir eru fínir, bara svona þungt, slóvenskt lið, þeir mjötluðu þetta áfram og leikurinn hefði alveg getað snúist þarna þegar þetta var sem tæpast. En við sem betur fer náðum að sýna karakter.“ Hálfleikur í einvíginu Haukar spila við Stjörnuna á miðvikudag og halda svo út í seinni leikinn. „Förum til Kaupmannahafnar á fimmtudaginn, gistum þar eina nótt og tökum svo flug til Zagreb á föstudagsmorgun. Keyrum svo yfir, sem er bara einhver einn og hálfur tími í rútu. Það er bara fínt ferðalag, ekkert mál með það að gera. Æfum vel og klárum bara dæmið á laugardaginn næsta,“ sagði Ásgeir að lokum um plön sinna manna. Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
„Við erum komnir í frábæra stöðu í hálfleik, 17-11, og ég hefði klárlega viljað sjá meira framhald af því,“ sagði Ásgeir um byrjun sinna manna á seinni hálfleik, sem var lakasti kafli liðsins í annars mjög fínni frammistöðu. „Hinir eru bara það góðir að þú getur ekki ætlast til þess að þetta myndi halda út allan leikinn þannig. En mér fannst við samt spila fínt, við vorum bara að klikka á dauðafærum og gerðum tvo alveg glórulausa tæknifeila. Þannig að það er ekki eins og eitthvað hafi breyst, annað en bara að við vorum ekki að klára dæmið.“ „En svo sýndum við góðan karakter að ná þessu upp í átta aftur eftir að vera búnir að missa forystuna niður í þrjú mörk í seinni hálfleik. Enda með átta marka sigri, við getum bara verið ánægðir með það.“ Voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel Slóvenska liðið er í tíunda sæti af tólf í deildinni heima fyrir. Haukarnir voru búnir að kynna sér andstæðinginn vel áður en leikurinn hófst. „Við vorum heppnir að fá fullt af efni um þá og vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta. Það var rosa fátt sem kom okkur á óvart. Þeir eru fínir, bara svona þungt, slóvenskt lið, þeir mjötluðu þetta áfram og leikurinn hefði alveg getað snúist þarna þegar þetta var sem tæpast. En við sem betur fer náðum að sýna karakter.“ Hálfleikur í einvíginu Haukar spila við Stjörnuna á miðvikudag og halda svo út í seinni leikinn. „Förum til Kaupmannahafnar á fimmtudaginn, gistum þar eina nótt og tökum svo flug til Zagreb á föstudagsmorgun. Keyrum svo yfir, sem er bara einhver einn og hálfur tími í rútu. Það er bara fínt ferðalag, ekkert mál með það að gera. Æfum vel og klárum bara dæmið á laugardaginn næsta,“ sagði Ásgeir að lokum um plön sinna manna.
Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira